Fæ ég koss í kaupbæti? Tina M. Madsen, Clas Delp, Therese Guovelin, Markku Björn og Finnbogi Sveinbjörnsson og Níels Olgeirsson skrifa 8. júní 2015 09:45 Kynferðisleg áreitni er því miður daglegt brauð fyrir starfsfólk í hótel- og veitingagreinum á Norðurlöndunum. Alltof margir upplifa áreitni frá káfandi gestum, kynferðislegan undirtón í samskiptum og almenna karlrembu. Þetta kemur fram í mörgum könnunum sem norræn stéttarfélög innan ferðaþjónustugreina hafa gert meðal félagsmanna sinna. Þessi áreitni kemur frá samstarfsfólki, yfirmönnum og viðskiptavinum. Starfsfólk fær sjaldan leiðbeiningar um hvernig eigi að fyrirbyggja og meðhöndla kynferðislega áreitni. Norræn samtök starfsfólks í ferðaþjónustugreinum hafa sett vinnu við baráttuna gegn kynferðislegri áreitni á oddinn. Við munum setja málið á dagskrá bæði á Norðurlöndunum og á alþjóðavísu til að beina athyglinni að því að félagsmenn okkar þurfa að þola kynferðislega áreitni við vinnu sína. Við krefjumst aðgerða af hálfu atvinnurekenda, svo sem að innleiða skýra starfsmannastefnu þar sem fram kemur hvernig skuli fyrirbyggja og meðhöndla vandamálin á vinnustaðnum. Kynferðisleg áreitni er algeng í okkar geira og það getur tengst því að margir eru með tímabundnar ráðningar og þeirri menningu að gesturinn hafi ávallt rétt fyrir sér. Bæði karlar og konur upplifa kynferðislega áreitni, en áreitni karla gagnvart konum er mun algengari. Í okkar geira er oft valdaskipulag, bæði meðal starfsmanna og gagnvart viðskiptavinum, þar sem ungar konur eru oftast neðarlega í valdastiganum. Að þessu viðbættu störfum við í geira þar sem áfengi er afgreitt. Allir þessir þættir ýta undir menningu þar sem starfsfólk fær að heyra að það sé hluti af starfinu að þola óþægilegar athugasemdir frá kúnnum og samstarfsfólki. Slíkt er ekki eðlilegt. Kynferðisleg áreitni er viðkvæmt málefni sem getur verið erfitt að ræða. Það er alþekkt að þolendur treysta sér ekki til að tilkynna eða kæra áreitni. Þrátt fyrir að við vitum að kynferðisleg áreitni sé útbreitt vandamál upplifum við að fáir snúa sér til trúnaðarmanna stéttarfélaga til að biðja um hjálp. Núna viljum við auka skilning á þessu alvarlega vinnuverndarmáli. Kynferðisleg áreitni getur leitt af sér andleg og líkamleg vandamál auk þess sem hún dregur úr starfsánægju og áhuga fólks á að velja starfsframa í greininni. Þá er ótalinn fjárhagslegur skaði, en margir starfsmenn sjá það sem lausn að segja upp starfi sínu vegna áreitni sem þeir verða fyrir. Atvinnurekendur bera meginábyrgð og það er þeirra að sjá til þess að starfsfólk njóti öruggs starfsumhverfis. Hvers vegna viðgengst þetta þá í okkar geira? Þetta er spurning um kynjajafnrétti, öryggismál og vinnuvernd. Sem stéttarfélög berjumst við fyrir því að enginn þurfi að upplifa kynjahyggju á sínum vinnustað. Við gerum þá kröfu til atvinnurekenda að þeir geri slíkt hið sama. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa að gera langtímaáætlun og fyrirbyggjandi aðgerðir til að útrýma kynjahyggju í geiranum. Allir þurfa að leggjast á árar og róa í sömu átt til að snúa við þróuninni. Atvinnurekendum ber að tryggja starfsumhverfi sem er laust við ofbeldi og kynferðislega áreitni. Við sem viðskiptavinir höfum einnig mikla ábyrgð og okkur ber að hegða okkur vel gagnvart þeim sem þjónusta okkur. Sem samstarfsfólk eigum við að hjálpa hvert öðru að auka þekkingu á vandmálinu, skapa starfsumhverfi sem byggir á virðingu gagnvart vinnufélögunum og okkur ber að styðja samstarfsfólk okkar sem verður fyrir áreitni. Enginn á að þurfa að þola kynferðislegt ofbeldi í okkar geira. Ekkert umbyrðarlyndi er það eina sem gildir gagnvart kynferðislegri áreitni. Við viljum útrýma umbyrðarlyndi gagnvart óásættanlegri hegðun. Enginn á að þurfa að þola ofbeldi við störf sín! #AldreiOKStjórn Norrænna samtaka starfsfólks í hótel-, veitinga- og ferðaþjónustugreinumTina M. Madsen, 3F, DanmörkuClas Delp, Fellesforbundet, NoregiTherese Guovelin, HRF, SvíþjóðMarkku Björn, PAM, FinnlandiFinnbogi Sveinbjörnsson, SGS, ÍslandiNíels Olgeirsson, MATVÍS, Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Kynferðisleg áreitni er því miður daglegt brauð fyrir starfsfólk í hótel- og veitingagreinum á Norðurlöndunum. Alltof margir upplifa áreitni frá káfandi gestum, kynferðislegan undirtón í samskiptum og almenna karlrembu. Þetta kemur fram í mörgum könnunum sem norræn stéttarfélög innan ferðaþjónustugreina hafa gert meðal félagsmanna sinna. Þessi áreitni kemur frá samstarfsfólki, yfirmönnum og viðskiptavinum. Starfsfólk fær sjaldan leiðbeiningar um hvernig eigi að fyrirbyggja og meðhöndla kynferðislega áreitni. Norræn samtök starfsfólks í ferðaþjónustugreinum hafa sett vinnu við baráttuna gegn kynferðislegri áreitni á oddinn. Við munum setja málið á dagskrá bæði á Norðurlöndunum og á alþjóðavísu til að beina athyglinni að því að félagsmenn okkar þurfa að þola kynferðislega áreitni við vinnu sína. Við krefjumst aðgerða af hálfu atvinnurekenda, svo sem að innleiða skýra starfsmannastefnu þar sem fram kemur hvernig skuli fyrirbyggja og meðhöndla vandamálin á vinnustaðnum. Kynferðisleg áreitni er algeng í okkar geira og það getur tengst því að margir eru með tímabundnar ráðningar og þeirri menningu að gesturinn hafi ávallt rétt fyrir sér. Bæði karlar og konur upplifa kynferðislega áreitni, en áreitni karla gagnvart konum er mun algengari. Í okkar geira er oft valdaskipulag, bæði meðal starfsmanna og gagnvart viðskiptavinum, þar sem ungar konur eru oftast neðarlega í valdastiganum. Að þessu viðbættu störfum við í geira þar sem áfengi er afgreitt. Allir þessir þættir ýta undir menningu þar sem starfsfólk fær að heyra að það sé hluti af starfinu að þola óþægilegar athugasemdir frá kúnnum og samstarfsfólki. Slíkt er ekki eðlilegt. Kynferðisleg áreitni er viðkvæmt málefni sem getur verið erfitt að ræða. Það er alþekkt að þolendur treysta sér ekki til að tilkynna eða kæra áreitni. Þrátt fyrir að við vitum að kynferðisleg áreitni sé útbreitt vandamál upplifum við að fáir snúa sér til trúnaðarmanna stéttarfélaga til að biðja um hjálp. Núna viljum við auka skilning á þessu alvarlega vinnuverndarmáli. Kynferðisleg áreitni getur leitt af sér andleg og líkamleg vandamál auk þess sem hún dregur úr starfsánægju og áhuga fólks á að velja starfsframa í greininni. Þá er ótalinn fjárhagslegur skaði, en margir starfsmenn sjá það sem lausn að segja upp starfi sínu vegna áreitni sem þeir verða fyrir. Atvinnurekendur bera meginábyrgð og það er þeirra að sjá til þess að starfsfólk njóti öruggs starfsumhverfis. Hvers vegna viðgengst þetta þá í okkar geira? Þetta er spurning um kynjajafnrétti, öryggismál og vinnuvernd. Sem stéttarfélög berjumst við fyrir því að enginn þurfi að upplifa kynjahyggju á sínum vinnustað. Við gerum þá kröfu til atvinnurekenda að þeir geri slíkt hið sama. Aðilar vinnumarkaðarins þurfa að gera langtímaáætlun og fyrirbyggjandi aðgerðir til að útrýma kynjahyggju í geiranum. Allir þurfa að leggjast á árar og róa í sömu átt til að snúa við þróuninni. Atvinnurekendum ber að tryggja starfsumhverfi sem er laust við ofbeldi og kynferðislega áreitni. Við sem viðskiptavinir höfum einnig mikla ábyrgð og okkur ber að hegða okkur vel gagnvart þeim sem þjónusta okkur. Sem samstarfsfólk eigum við að hjálpa hvert öðru að auka þekkingu á vandmálinu, skapa starfsumhverfi sem byggir á virðingu gagnvart vinnufélögunum og okkur ber að styðja samstarfsfólk okkar sem verður fyrir áreitni. Enginn á að þurfa að þola kynferðislegt ofbeldi í okkar geira. Ekkert umbyrðarlyndi er það eina sem gildir gagnvart kynferðislegri áreitni. Við viljum útrýma umbyrðarlyndi gagnvart óásættanlegri hegðun. Enginn á að þurfa að þola ofbeldi við störf sín! #AldreiOKStjórn Norrænna samtaka starfsfólks í hótel-, veitinga- og ferðaþjónustugreinumTina M. Madsen, 3F, DanmörkuClas Delp, Fellesforbundet, NoregiTherese Guovelin, HRF, SvíþjóðMarkku Björn, PAM, FinnlandiFinnbogi Sveinbjörnsson, SGS, ÍslandiNíels Olgeirsson, MATVÍS, Íslandi
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar