Efling heilsugæslunnar Áslaug Birna Ólafsdóttir og Helga Sæunn Sveinbjörnsdóttir skrifar 26. maí 2015 07:00 Innan heilsugæslunnar starfa margar heilbrigðisstéttir sem hafa það sameiginlega markmið að veita skjólstæðingunum góða þjónustu. Má þar nefna hjúkrunarfræðinga, lækna, ljósmæður, sjúkraliða, lífeindafræðinga, sálfræðinga, félagsráðgjafa, iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara. Hjúkrunarfræðingar eru í dag fjölmennasta starfsstétt heilsugæslunnar og eru þeir í mikilli nálægð við stóra hópa almennings, t.d. hitta þeir reglubundið öll börn og foreldra þeirra í ungbarnaverndinni og í skólaheilsugæslunni. Þá eru hjúkrunarfræðingar í miklum samskiptum við skjólstæðinga heimahjúkrunar og aðstandendur þeirra. Mikið er rætt um nauðsyn þess að efla heilsugæsluna svo unnt sé að gera heilbrigðisþjónustuna á Íslandi skilvirkari og hagkvæmari. Og að nauðsynlegt sé að heilsugæslan geti veitt meiri og markvissari þjónustu. En hvernig getum við eflt heilsugæsluna? Hvernig getum við bætt aðgengi almennings að heilsugæslunni og veitt þar meiri þjónustu? Embætti landlæknis og Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins stóðu nýlega fyrir málþingi þar sem yfirskriftin var Alþjóðlegir straumar og stefnur í heilsugæslu samtímans. Paul Grundy, læknir í Bandaríkjunum, var með fyrirlestur á málþinginu. Hann er talsmaður nútímalegra starfshátta í heilbrigðisþjónustu á alþjóðavettvangi og hefur verið nefndur guðfaðir sjúklingamiðaðrar heilsugæslu. Hann leggur áherslu á teymisvinnu og að allir fagaðilar nýti menntun sína í botn og vinni ekki verk sem aðrir geta unnið (e. work at the top of your license). Paul Grundy starfar á stofnun sem heitir „The Patient Centered Medical Home“ þar sem eru teymi heilbrigðisstarfsmanna. Þar eru hjúkrunarfræðingar eins konar þjónustustjórar í teymunum; sjá um og halda utan um samskiptin við skjólstæðingana. Einnig er það hjúkrunarfræðingur með framhaldsmenntun sem er yfirmaður á vinnustaðnum. Útkoma þessarar starfsemi er betra aðgengi að þjónustunni, betra heilsufar sjúklinganna og meiri ánægja þeirra með þjónustuna.Endurmetum viðhorf og hefðir Tillögur Pauls Grundy að sjúklingamiðaðri heilsugæslu eru í miklum samhljómi við áherslur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) frá 2014 um eflingu heilsugæslunnar. Þar kemur fram að það er mat FÍH að til þess að hægt sé að auka hagkvæmni og skilvirkni heilsugæslunnar þurfi hjúkrunarfræðingur að vera sá heilbrigðisstarfsmaður sem skjólstæðingurinn hittir fyrst innan heilsugæslunnar. Skjólstæðingurinn bóki því tíma hjá hjúkrunarfræðingi eða leiti ráða hjá honum í síma áður en önnur og dýrari þjónusta er valin. Er það mat FÍH að efling heilsugæslunnar verði eingöngu gerð með þverfaglegu samstarfi heilbrigðisstétta. Með teymisvinnu heilbrigðisstétta innan heilsugæslunnar má færa til verkefni milli faghópa þannig að þeir sem til heilsugæslunnar leita fái ætíð þjónustu þeirra sem mesta þekkingu hafa á hverju sviði. Í slíkri teymisvinnu felst þá jafnframt að hver og einn fagmaður leiti ráðgjafar og eftir atvikum vísi verkefnum til annarra í teyminu eftir því sem við á. Þannig nýtast fagþekking og fjármunir heilsugæslunnar best. Til þess að auka skilvirknina og hagkvæmni þjónustunnar og til að þekking hjúkrunarfræðinga nýtist sem best telur FÍH nauðsynlegt að heilsugæsluhjúkrunarfræðingar fái leyfi til að ávísa ákveðnum lyfjum og ráðleggja um þau. Yfir 30 ára reynsla er af lyfjaávísunum hjúkrunarfræðinga í löndum eins og Bandaríkjunum, Bretlandi, Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Svíþjóð og Írlandi. Rannsóknir hafa sýnt að sjúklingar meta mikils að hjúkrunarfræðingar geti ávísað lyfjum. Þeir telja að með því móti sé þjónustan hraðari og samfelldari, fræðsla og samtal við hjúkrunarfræðinga áhrifaríkt og þeir fái nákvæmar upplýsingar um eigið ástand, meðferðina og lyfin sem þeir fá. Niðurstöður rannsókna hafa einnig sýnt að lyfjaávísun hjúkrunarfræðinga er örugg og meðferðarheldni sjúklinga sé góð. Þá hefur verið bent á aukin þægindi og betra aðgengi sjúklinga að þjónustunni, bæði í þéttbýli og dreifbýli. Góð heilbrigðisþjónusta skiptir okkur öll afar miklu máli. Innan heilsugæslunnar er mikill mannauður af fjölbreyttum hópi starfsmanna. En til þess að heilsugæslan geti verið frábær verðum við stöðugt að endurmeta viðhorf og gamlar hefðir. Við þurfum að vera tilbúin að brjóta upp gamla starfshætti og læra af öðrum það sem vel er gert. Nýtum mannauð heilsugæslunnar til heilla fyrir okkur öll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Innan heilsugæslunnar starfa margar heilbrigðisstéttir sem hafa það sameiginlega markmið að veita skjólstæðingunum góða þjónustu. Má þar nefna hjúkrunarfræðinga, lækna, ljósmæður, sjúkraliða, lífeindafræðinga, sálfræðinga, félagsráðgjafa, iðjuþjálfa og sjúkraþjálfara. Hjúkrunarfræðingar eru í dag fjölmennasta starfsstétt heilsugæslunnar og eru þeir í mikilli nálægð við stóra hópa almennings, t.d. hitta þeir reglubundið öll börn og foreldra þeirra í ungbarnaverndinni og í skólaheilsugæslunni. Þá eru hjúkrunarfræðingar í miklum samskiptum við skjólstæðinga heimahjúkrunar og aðstandendur þeirra. Mikið er rætt um nauðsyn þess að efla heilsugæsluna svo unnt sé að gera heilbrigðisþjónustuna á Íslandi skilvirkari og hagkvæmari. Og að nauðsynlegt sé að heilsugæslan geti veitt meiri og markvissari þjónustu. En hvernig getum við eflt heilsugæsluna? Hvernig getum við bætt aðgengi almennings að heilsugæslunni og veitt þar meiri þjónustu? Embætti landlæknis og Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins stóðu nýlega fyrir málþingi þar sem yfirskriftin var Alþjóðlegir straumar og stefnur í heilsugæslu samtímans. Paul Grundy, læknir í Bandaríkjunum, var með fyrirlestur á málþinginu. Hann er talsmaður nútímalegra starfshátta í heilbrigðisþjónustu á alþjóðavettvangi og hefur verið nefndur guðfaðir sjúklingamiðaðrar heilsugæslu. Hann leggur áherslu á teymisvinnu og að allir fagaðilar nýti menntun sína í botn og vinni ekki verk sem aðrir geta unnið (e. work at the top of your license). Paul Grundy starfar á stofnun sem heitir „The Patient Centered Medical Home“ þar sem eru teymi heilbrigðisstarfsmanna. Þar eru hjúkrunarfræðingar eins konar þjónustustjórar í teymunum; sjá um og halda utan um samskiptin við skjólstæðingana. Einnig er það hjúkrunarfræðingur með framhaldsmenntun sem er yfirmaður á vinnustaðnum. Útkoma þessarar starfsemi er betra aðgengi að þjónustunni, betra heilsufar sjúklinganna og meiri ánægja þeirra með þjónustuna.Endurmetum viðhorf og hefðir Tillögur Pauls Grundy að sjúklingamiðaðri heilsugæslu eru í miklum samhljómi við áherslur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) frá 2014 um eflingu heilsugæslunnar. Þar kemur fram að það er mat FÍH að til þess að hægt sé að auka hagkvæmni og skilvirkni heilsugæslunnar þurfi hjúkrunarfræðingur að vera sá heilbrigðisstarfsmaður sem skjólstæðingurinn hittir fyrst innan heilsugæslunnar. Skjólstæðingurinn bóki því tíma hjá hjúkrunarfræðingi eða leiti ráða hjá honum í síma áður en önnur og dýrari þjónusta er valin. Er það mat FÍH að efling heilsugæslunnar verði eingöngu gerð með þverfaglegu samstarfi heilbrigðisstétta. Með teymisvinnu heilbrigðisstétta innan heilsugæslunnar má færa til verkefni milli faghópa þannig að þeir sem til heilsugæslunnar leita fái ætíð þjónustu þeirra sem mesta þekkingu hafa á hverju sviði. Í slíkri teymisvinnu felst þá jafnframt að hver og einn fagmaður leiti ráðgjafar og eftir atvikum vísi verkefnum til annarra í teyminu eftir því sem við á. Þannig nýtast fagþekking og fjármunir heilsugæslunnar best. Til þess að auka skilvirknina og hagkvæmni þjónustunnar og til að þekking hjúkrunarfræðinga nýtist sem best telur FÍH nauðsynlegt að heilsugæsluhjúkrunarfræðingar fái leyfi til að ávísa ákveðnum lyfjum og ráðleggja um þau. Yfir 30 ára reynsla er af lyfjaávísunum hjúkrunarfræðinga í löndum eins og Bandaríkjunum, Bretlandi, Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Svíþjóð og Írlandi. Rannsóknir hafa sýnt að sjúklingar meta mikils að hjúkrunarfræðingar geti ávísað lyfjum. Þeir telja að með því móti sé þjónustan hraðari og samfelldari, fræðsla og samtal við hjúkrunarfræðinga áhrifaríkt og þeir fái nákvæmar upplýsingar um eigið ástand, meðferðina og lyfin sem þeir fá. Niðurstöður rannsókna hafa einnig sýnt að lyfjaávísun hjúkrunarfræðinga er örugg og meðferðarheldni sjúklinga sé góð. Þá hefur verið bent á aukin þægindi og betra aðgengi sjúklinga að þjónustunni, bæði í þéttbýli og dreifbýli. Góð heilbrigðisþjónusta skiptir okkur öll afar miklu máli. Innan heilsugæslunnar er mikill mannauður af fjölbreyttum hópi starfsmanna. En til þess að heilsugæslan geti verið frábær verðum við stöðugt að endurmeta viðhorf og gamlar hefðir. Við þurfum að vera tilbúin að brjóta upp gamla starfshætti og læra af öðrum það sem vel er gert. Nýtum mannauð heilsugæslunnar til heilla fyrir okkur öll.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar