Viðskipti innlent

Afkoma Ormsson batnar

Ingvar Haraldsson skrifar
Ormsson rekur fimm verslanir á Íslandi, þar af eina í Lágmúla.
Ormsson rekur fimm verslanir á Íslandi, þar af eina í Lágmúla.
Raftækjaverslanakeðjan Ormsson hagnaðist um 34 milljónir króna á síðasta ári. Hagnaður fyrirtækisins jókst verulega milli ára en hann var 1,8 milljónir króna árið 2013.

Þá jókst rekstrahagnaður einnig og var 150 milljónir í fyrra til samanburðar við 94 milljónir króna árið 2013. Handbært fé frá rekstri nam 68 milljónum króna árið 2014.

Skuldir Ormsson nema alls 1.097 milljónum króna en lækkuðu um 67 milljónir króna.

Eigið fé Ormsson nemur 115 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall var því 9,5 prósent árið 2014 en það var 6,6 prósent árið 2013 og hækkaði milli ára.

Langtímaskuldir Ormsson nema 454 milljónum króna og hafa þær hækkað um 150 milljónir frá árinu 2012. Þá nema viðskiptaskuldir félagsins 428 milljónum króna og aðrar skammtímaskuldir 163 milljónum króna.

Ormsson rekur tvær verslanir í Reykjavík, auk þriggja annarra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×