Lögmaðurinn eða læknirinn þinn? Teitur Guðmundsson skrifar 19. maí 2015 07:00 Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að auglýsingar lögfræðistofa og fyrirtækja á þeim vettvangi eru að verða daglegt brauð. Þar er oftar en ekki verið að hvetja fólk til þess að skoða rétt sinn vegna slysa sérstaklega og á það við um bæði umferðar-, frítíma- og vinnuslys. Ekki ætla ég að hafa sérstaka skoðun á því hvort það er góð eða slæm þróun, en ljóst er á umfangi og fjölda þeirra stofa sem gera út á slíka þjónustu að hún hlýtur að borga sig, eða hvað? Einhver sagði að þessi þróun byggði á offramboði lögfræðinga en í Lögmannablaðinu árið 2013 var grein sem bar yfirskriftina „Blikur á lofti í atvinnuhorfum lögfræðinga“ en í þeirri grein kemur fram að á sama tíma og 150 útskrifuðust úr meistaranámi á ári voru 70 skráðir á atvinnuleysisskrá og hefur ástandið farið versnandi ár frá ári undanfarið hvað þetta snertir. Mjög mikið er um gylliboð í slysabransanum, ókeypis ráðgjöf er oft auglýst af hálfu þessara aðila með von um hag ef bætur nást út úr máli viðkomandi einstaklings. Það er gott að verið sé að passa hagsmuni fólks og er ég mjög hlynntur því, en ég vil nota tækifærið og benda á nokkrar staðreyndir í tengslum við mál af þessum toga. Nú er það svo að þegar einstaklingur slasast hefur hann ákveðin réttindi sem nauðsynlegt er að fylgja vel eftir og tengjast skilmálum trygginga, kjarasamningi viðkomandi og frekari þáttum. Við slys er ferlið yfirleitt þess eðlis að hin læknisfræðilega nálgun er í forgrunni og aðstoð við einstaklinginn að komast aftur til heilsu. Slíkt gengur þó því miður ekki alltaf eftir, þá vitum við líka að bataferli geta verið mismunandi löng. Það fer eftir eðli áverka, meðferðarmöguleikum og ýmsu fleira. Almenna reglan er sú að reynt er að átta sig á stöðugleikapunkti vanda viðkomandi sem oftar en ekki er að ári liðnu eftir slys eða jafnvel lengur.Ákveðin eðlileg töf Þetta þýðir að það verður ákveðin eðlileg töf á áliti læknis eða vottorði um heilsufar einstaklings í kjölfar slyss þegar verið er að meta afleiðingar þess. Oft er beiðnin send á heimilislækni eða þann lækni sem hefur borið ábyrgð á meðferðinni sem ritar fyrsta vottorð, í framhaldi þarf svo að gera frekara mat sem fer fram t.d. á vegum tryggingarfélaga þar sem iðulega er um að ræða matsgerðir læknis og lögfræðings til að meta miska viðkomandi, örorkustig og fleira. Þessar beiðnir um vottorð hafa undanfarin ár farið að berast fyrr en ella og jafnvel nokkru áður en mögulegt er að meta langtímaáhrif. Læknum hefur þótt það sérkennilegt, en talsvert er gengið á eftir þessum vottorðum enda um hagsmuni bæði skjólstæðinga og lögmanna viðkomandi að ræða. Ákveðinnar óþolinmæði gætir þess vegna, en öllum er ljóst að mönnunarvandi blasir við í heilbrigðiskerfinu og þessi mál njóta ekki forgangs þar. Þessi kerfislægi vandi gerir það að verkum að þessi vottorð eru oftsinnis unnin utan hefðbundins vinnutíma, en flestir læknar eru sammála því að álag vegna slíkra mála hefur aukist undanfarin ár. Það dylst engum réttur sjúklinga í þessu efni, sem er skýr að lækni er skylt að rita vottorð sem beðið er um af hans hálfu og reyna læknar að verða við því eftir fremsta megni.Umræða mikilvæg En að mínu mati, vegna aukins álags og hraða af ofangreindum orsökum, er í auknum mæli óskað eftir útprentun úr sjúkraskýrslum einstaklinga í stað vottorðs. Nú er það svo að lögfræðingur skjólstæðings fær umboð til að leita gagna sem við koma því máli sem hann flytur fyrir skjólstæðing sinn. Þegar læknir ritar vottorð vegna umferðarslyss svo dæmi sé tekið fer hann yfir gögn í sjúkraskrá sem tengjast því máli og tekur afstöðu til fyrra og núverandi heilsufars en lætur óviðkomandi atriði liggja á milli hluta. Þarna er verið að verja einkalíf skjólstæðings, enda geta önnur veikindi verið afar persónuleg og ekki á nokkurn máta verið eðlilegt að lögfræðingur hafi innsýn í þau eins og til dæmis geðsjúkdóma, fóstureyðingar, kynsjúkdóma, krabbamein eða annað slíkt þegar hann er að leita eftir upplýsingum vegna meðhöndlunar við bakáverka eftir umferðarslys. Í mörgum tilvikum er umboð einstaklinga til lögfræðings óskýrt hvað þetta varðar og ættu læknar almennt ekki að prenta út sjúkraskrá einstaklings og senda lögfræðingi hans nema með sérstöku samþykki sjúklings. Mín skoðun er reyndar sú að ekki eigi að prenta út sjúkraskrá og senda frá sér vegna mála sem þessa, heldur rita vottorð þó það taki lengri tíma. Mikilvægt er að taka umræðu um þessi mál og að almenningur átti sig á því hvað er verið að undirrita og þá er ágætt að miðla því til bæði lækna og lögfræðinga að þeir finni ásættanlega lausn sem tryggir afgreiðslu mála og hagsmuni sjúklinga sem best. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að auglýsingar lögfræðistofa og fyrirtækja á þeim vettvangi eru að verða daglegt brauð. Þar er oftar en ekki verið að hvetja fólk til þess að skoða rétt sinn vegna slysa sérstaklega og á það við um bæði umferðar-, frítíma- og vinnuslys. Ekki ætla ég að hafa sérstaka skoðun á því hvort það er góð eða slæm þróun, en ljóst er á umfangi og fjölda þeirra stofa sem gera út á slíka þjónustu að hún hlýtur að borga sig, eða hvað? Einhver sagði að þessi þróun byggði á offramboði lögfræðinga en í Lögmannablaðinu árið 2013 var grein sem bar yfirskriftina „Blikur á lofti í atvinnuhorfum lögfræðinga“ en í þeirri grein kemur fram að á sama tíma og 150 útskrifuðust úr meistaranámi á ári voru 70 skráðir á atvinnuleysisskrá og hefur ástandið farið versnandi ár frá ári undanfarið hvað þetta snertir. Mjög mikið er um gylliboð í slysabransanum, ókeypis ráðgjöf er oft auglýst af hálfu þessara aðila með von um hag ef bætur nást út úr máli viðkomandi einstaklings. Það er gott að verið sé að passa hagsmuni fólks og er ég mjög hlynntur því, en ég vil nota tækifærið og benda á nokkrar staðreyndir í tengslum við mál af þessum toga. Nú er það svo að þegar einstaklingur slasast hefur hann ákveðin réttindi sem nauðsynlegt er að fylgja vel eftir og tengjast skilmálum trygginga, kjarasamningi viðkomandi og frekari þáttum. Við slys er ferlið yfirleitt þess eðlis að hin læknisfræðilega nálgun er í forgrunni og aðstoð við einstaklinginn að komast aftur til heilsu. Slíkt gengur þó því miður ekki alltaf eftir, þá vitum við líka að bataferli geta verið mismunandi löng. Það fer eftir eðli áverka, meðferðarmöguleikum og ýmsu fleira. Almenna reglan er sú að reynt er að átta sig á stöðugleikapunkti vanda viðkomandi sem oftar en ekki er að ári liðnu eftir slys eða jafnvel lengur.Ákveðin eðlileg töf Þetta þýðir að það verður ákveðin eðlileg töf á áliti læknis eða vottorði um heilsufar einstaklings í kjölfar slyss þegar verið er að meta afleiðingar þess. Oft er beiðnin send á heimilislækni eða þann lækni sem hefur borið ábyrgð á meðferðinni sem ritar fyrsta vottorð, í framhaldi þarf svo að gera frekara mat sem fer fram t.d. á vegum tryggingarfélaga þar sem iðulega er um að ræða matsgerðir læknis og lögfræðings til að meta miska viðkomandi, örorkustig og fleira. Þessar beiðnir um vottorð hafa undanfarin ár farið að berast fyrr en ella og jafnvel nokkru áður en mögulegt er að meta langtímaáhrif. Læknum hefur þótt það sérkennilegt, en talsvert er gengið á eftir þessum vottorðum enda um hagsmuni bæði skjólstæðinga og lögmanna viðkomandi að ræða. Ákveðinnar óþolinmæði gætir þess vegna, en öllum er ljóst að mönnunarvandi blasir við í heilbrigðiskerfinu og þessi mál njóta ekki forgangs þar. Þessi kerfislægi vandi gerir það að verkum að þessi vottorð eru oftsinnis unnin utan hefðbundins vinnutíma, en flestir læknar eru sammála því að álag vegna slíkra mála hefur aukist undanfarin ár. Það dylst engum réttur sjúklinga í þessu efni, sem er skýr að lækni er skylt að rita vottorð sem beðið er um af hans hálfu og reyna læknar að verða við því eftir fremsta megni.Umræða mikilvæg En að mínu mati, vegna aukins álags og hraða af ofangreindum orsökum, er í auknum mæli óskað eftir útprentun úr sjúkraskýrslum einstaklinga í stað vottorðs. Nú er það svo að lögfræðingur skjólstæðings fær umboð til að leita gagna sem við koma því máli sem hann flytur fyrir skjólstæðing sinn. Þegar læknir ritar vottorð vegna umferðarslyss svo dæmi sé tekið fer hann yfir gögn í sjúkraskrá sem tengjast því máli og tekur afstöðu til fyrra og núverandi heilsufars en lætur óviðkomandi atriði liggja á milli hluta. Þarna er verið að verja einkalíf skjólstæðings, enda geta önnur veikindi verið afar persónuleg og ekki á nokkurn máta verið eðlilegt að lögfræðingur hafi innsýn í þau eins og til dæmis geðsjúkdóma, fóstureyðingar, kynsjúkdóma, krabbamein eða annað slíkt þegar hann er að leita eftir upplýsingum vegna meðhöndlunar við bakáverka eftir umferðarslys. Í mörgum tilvikum er umboð einstaklinga til lögfræðings óskýrt hvað þetta varðar og ættu læknar almennt ekki að prenta út sjúkraskrá einstaklings og senda lögfræðingi hans nema með sérstöku samþykki sjúklings. Mín skoðun er reyndar sú að ekki eigi að prenta út sjúkraskrá og senda frá sér vegna mála sem þessa, heldur rita vottorð þó það taki lengri tíma. Mikilvægt er að taka umræðu um þessi mál og að almenningur átti sig á því hvað er verið að undirrita og þá er ágætt að miðla því til bæði lækna og lögfræðinga að þeir finni ásættanlega lausn sem tryggir afgreiðslu mála og hagsmuni sjúklinga sem best.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar