Lækkum byggingarkostnað og bætum kjör Almar Guðmundsson skrifar 19. maí 2015 07:00 Það er fátt rætt meira á Íslandi þessi misserin en erfiðleikar yngra og efnaminna fólks við að eignast eða leigja húsnæði við hæfi. Samtök iðnaðarins hafa lagt í umtalsverða vinnu við að greina byggingarkostnað með það fyrir augum að leggja til haldbærar tillögur til að lækka byggingarkostnað og auka framboð á smærri íbúðum. Tillögur SI eru tvíþættar. Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir lækkun opinberra gjalda og skilvirkari stjórnsýslu gagnvart byggingaraðilum. Í öðru lagi eru lagðar til breytingar á byggingarreglugerð til einföldunar og aukinnar skilvirkni. Þessi atriði vega samanlagt meira en 30% af byggingarkostnaði. Lóðagjöld samsvara nú um 20% af byggingarkostnaði. Lækkun þeirra er því mikilvægur liður í heildarmyndinni. Aðrir liðir eru smærri en hafa engu að síður mikil áhrif. Um er að ræða kostnað sem SI telja ýmist of háan eða óþarfan enda hafa einstaka kostnaðarliðir hækkað umtalsvert síðastliðin ár, langt umfram það sem telja má eðlilegar verðlagsbreytingar. Að auki vilja SI benda á að gjaldskrár sveitarfélaga, kröfur í deiliskipulagi af ýmsum toga og fleiri atriði mynda ranga hvata þannig að byggingaraðilar byggja frekar stærri einingar en minni. Tillögur SI til breytinga á byggingarreglugerð eru margþættar og miða að því að einfalda byggingu fasteigna og auka skilvirkni. Byggingarreglugerðin ætti að grunni til að vera markmiðasett, þ.e. gefa hönnuðum og framkvæmdaaðilum aukið svigrúm til lausna, en ekki vera forskrifuð, eins og hún er í dag. Umtalsverða breytingu þarf á bæði tilgangi reglugerðarinnar og inntaki. Í því liggja mikil tækifæri til lækkunar byggingarkostnaðar. Miðað við útreikninga SI má ætla að framangreindar breytingar geti leitt til lækkunar byggingarkostnaðar að meðaltali um 4-6 milljónir króna á hverja íbúð af stærðinni 80-120m². Samtökin trúa því staðfastlega að í þessu felist besta leiðin fyrir stjórnvöld til að hafa marktæk almenn áhrif á að stórir hópar í samfélaginu hafi ráð á að eignast eigin íbúð eða leigja. Það er fagnaðarefni að umhverfis- og auðlindaráðherra og ýmsir aðrir aðilar í stjórnmálum og stjórnsýslu hafa sýnt tillögum okkar mikinn áhuga. Verkefnið er mikilvægt og varðar stóra hópa samfélagsins. Það eru kjarabætur í húfi. Því er brýnt að hefjast handa strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Það er fátt rætt meira á Íslandi þessi misserin en erfiðleikar yngra og efnaminna fólks við að eignast eða leigja húsnæði við hæfi. Samtök iðnaðarins hafa lagt í umtalsverða vinnu við að greina byggingarkostnað með það fyrir augum að leggja til haldbærar tillögur til að lækka byggingarkostnað og auka framboð á smærri íbúðum. Tillögur SI eru tvíþættar. Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir lækkun opinberra gjalda og skilvirkari stjórnsýslu gagnvart byggingaraðilum. Í öðru lagi eru lagðar til breytingar á byggingarreglugerð til einföldunar og aukinnar skilvirkni. Þessi atriði vega samanlagt meira en 30% af byggingarkostnaði. Lóðagjöld samsvara nú um 20% af byggingarkostnaði. Lækkun þeirra er því mikilvægur liður í heildarmyndinni. Aðrir liðir eru smærri en hafa engu að síður mikil áhrif. Um er að ræða kostnað sem SI telja ýmist of háan eða óþarfan enda hafa einstaka kostnaðarliðir hækkað umtalsvert síðastliðin ár, langt umfram það sem telja má eðlilegar verðlagsbreytingar. Að auki vilja SI benda á að gjaldskrár sveitarfélaga, kröfur í deiliskipulagi af ýmsum toga og fleiri atriði mynda ranga hvata þannig að byggingaraðilar byggja frekar stærri einingar en minni. Tillögur SI til breytinga á byggingarreglugerð eru margþættar og miða að því að einfalda byggingu fasteigna og auka skilvirkni. Byggingarreglugerðin ætti að grunni til að vera markmiðasett, þ.e. gefa hönnuðum og framkvæmdaaðilum aukið svigrúm til lausna, en ekki vera forskrifuð, eins og hún er í dag. Umtalsverða breytingu þarf á bæði tilgangi reglugerðarinnar og inntaki. Í því liggja mikil tækifæri til lækkunar byggingarkostnaðar. Miðað við útreikninga SI má ætla að framangreindar breytingar geti leitt til lækkunar byggingarkostnaðar að meðaltali um 4-6 milljónir króna á hverja íbúð af stærðinni 80-120m². Samtökin trúa því staðfastlega að í þessu felist besta leiðin fyrir stjórnvöld til að hafa marktæk almenn áhrif á að stórir hópar í samfélaginu hafi ráð á að eignast eigin íbúð eða leigja. Það er fagnaðarefni að umhverfis- og auðlindaráðherra og ýmsir aðrir aðilar í stjórnmálum og stjórnsýslu hafa sýnt tillögum okkar mikinn áhuga. Verkefnið er mikilvægt og varðar stóra hópa samfélagsins. Það eru kjarabætur í húfi. Því er brýnt að hefjast handa strax.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun