Fjögur afmælisbörn í sömu fjölskyldunni Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. maí 2015 12:00 Björgólfur Takefusa ásamt hluta af tengdafjölskyldunni. Tengdamóðir hans og tengdafaðir eiga bæði afmæli sama dag og hann. Tengdapabbi hans er tvíburi og eiga fjórir í sömu fjölskyldunni sama afmælisdag. vísir/ernir Björgólfur Takefusa er fæddur 11. maí 1980 og er því 35 ára í dag. Hann býst ekki við því að gera neitt sérstakt á afmælisdaginn. „Nei ég held að það fari nú bara mest í vinnu,“ segir Björgólfur. Í gær fór hann hins vegar í grillveislu til tengdaforeldra sinna. Svo háttar til að tengdaforeldrar hans eiga báðir sama afmælisdag og hann og tengdapabbi hans er tvíburi. Í fjölskyldunni eru því fjögur afmælisbörn í dag. „Þetta er mjög gaman og mjög sérstakt,“ segir Björgólfur. Björgólfur er nýbúinn að setja á fót fyrirtæki sem er nokkurs konar matarnetverslun. Félagið heitir Matarinnkaup ehf. og er með meðal annars tvær síður sem heita hvaderimatinn.is og matinnheim.is. Björgólfur segir að þær verði að öllum líkindum sameinaðar undir einni. „Ég var bara núna nýlega í heimsókn hjá Tesco að kynna mér hvernig þeir gera hlutina,“ segir Björgólfur. Hann segir að það hafi verið alveg ótrúlega skemmtileg lífsreynsla því Bretland sé komið einna lengst með matarnetverslanir og Björgólfur segir að þær séu það sem koma skal. Þar fór hann á stað sem Bretarnir kalla „darkstore“ en það er í raun verslun þar sem menn og vélmenni sjá um að þjónusta þá sem kaupa inn á netinu. Þar er raðað í körfur, meðal annars eftir því hvenær er pantað og hvernig á að keyra út og annað fleira. „Þetta er ævintýralega flott og við eyddum heilum degi þar og vorum að skoða. Þetta var alveg ótrúlega gaman,“ segir Björgólfur. Björgólfur er þekktastur fyrir það að vera knattspyrnumaður. Hann sleit barnsskónum hjá Þrótti og spilaði með liðinu til 2003. En hann hefur líka spilað með Fylki, KR, Víkingi, Val og Fram. Hann segist í vetur hafa spilað með félagsskap sem kallar sig FlairOldboys Þróttur. „Það var hentugt af því að ég var með þeim yngstu og sprækustu,“ segir Björgólfur. En upp á síðkastið hefur hann verið að mæta á æfingar hjá meistaraflokki Þróttar. Hann segir að sig hafi einfaldlega dauðlangað til að mæta og það hafi gengið ágætlega. „Ég er búinn að skora nokkur mörk á æfingum,“ segir hann. Björgólfur segist hafa farið á leikinn í fyrradag þar sem Þróttur vann 4-1 og þau úrslit hafi verið mjög góð afmælisgjöf. Hann segir jafnframt að það sé mjög skemmtileg og heilbrigð stemning í herbúðum Þróttara. Það hafa líka orðið fleiri stórtíðindi í lífi Björgólfs að undanförnu, því hann er nýlega orðinn pabbi. Hann kann ákaflega vel við það hlutverk. „Mér finnst þetta í rauninni bara mestu forréttindi í heimi og maður er bara núna byrjaður í vissum skóla sem hættir ekkert. Svo er maður bara að reyna að geta eitthvað sem pabbi,“ segir Björgólfur. Aðspurður hvort litla stelpan sé kominn með nafn þá segir hann að hún muni bera nafnið Takefusa en annað hafi ekki verið ákveðið ennþá varðandi nafnið. Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fleiri fréttir Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Sjá meira
Björgólfur Takefusa er fæddur 11. maí 1980 og er því 35 ára í dag. Hann býst ekki við því að gera neitt sérstakt á afmælisdaginn. „Nei ég held að það fari nú bara mest í vinnu,“ segir Björgólfur. Í gær fór hann hins vegar í grillveislu til tengdaforeldra sinna. Svo háttar til að tengdaforeldrar hans eiga báðir sama afmælisdag og hann og tengdapabbi hans er tvíburi. Í fjölskyldunni eru því fjögur afmælisbörn í dag. „Þetta er mjög gaman og mjög sérstakt,“ segir Björgólfur. Björgólfur er nýbúinn að setja á fót fyrirtæki sem er nokkurs konar matarnetverslun. Félagið heitir Matarinnkaup ehf. og er með meðal annars tvær síður sem heita hvaderimatinn.is og matinnheim.is. Björgólfur segir að þær verði að öllum líkindum sameinaðar undir einni. „Ég var bara núna nýlega í heimsókn hjá Tesco að kynna mér hvernig þeir gera hlutina,“ segir Björgólfur. Hann segir að það hafi verið alveg ótrúlega skemmtileg lífsreynsla því Bretland sé komið einna lengst með matarnetverslanir og Björgólfur segir að þær séu það sem koma skal. Þar fór hann á stað sem Bretarnir kalla „darkstore“ en það er í raun verslun þar sem menn og vélmenni sjá um að þjónusta þá sem kaupa inn á netinu. Þar er raðað í körfur, meðal annars eftir því hvenær er pantað og hvernig á að keyra út og annað fleira. „Þetta er ævintýralega flott og við eyddum heilum degi þar og vorum að skoða. Þetta var alveg ótrúlega gaman,“ segir Björgólfur. Björgólfur er þekktastur fyrir það að vera knattspyrnumaður. Hann sleit barnsskónum hjá Þrótti og spilaði með liðinu til 2003. En hann hefur líka spilað með Fylki, KR, Víkingi, Val og Fram. Hann segist í vetur hafa spilað með félagsskap sem kallar sig FlairOldboys Þróttur. „Það var hentugt af því að ég var með þeim yngstu og sprækustu,“ segir Björgólfur. En upp á síðkastið hefur hann verið að mæta á æfingar hjá meistaraflokki Þróttar. Hann segir að sig hafi einfaldlega dauðlangað til að mæta og það hafi gengið ágætlega. „Ég er búinn að skora nokkur mörk á æfingum,“ segir hann. Björgólfur segist hafa farið á leikinn í fyrradag þar sem Þróttur vann 4-1 og þau úrslit hafi verið mjög góð afmælisgjöf. Hann segir jafnframt að það sé mjög skemmtileg og heilbrigð stemning í herbúðum Þróttara. Það hafa líka orðið fleiri stórtíðindi í lífi Björgólfs að undanförnu, því hann er nýlega orðinn pabbi. Hann kann ákaflega vel við það hlutverk. „Mér finnst þetta í rauninni bara mestu forréttindi í heimi og maður er bara núna byrjaður í vissum skóla sem hættir ekkert. Svo er maður bara að reyna að geta eitthvað sem pabbi,“ segir Björgólfur. Aðspurður hvort litla stelpan sé kominn með nafn þá segir hann að hún muni bera nafnið Takefusa en annað hafi ekki verið ákveðið ennþá varðandi nafnið.
Mest lesið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bíó og sjónvarp Einmana um jólin og sex góð ráð Áskorun Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Fleiri fréttir Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni „Við erum öll dauð hvort sem er“ Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Sjá meira