Grunnlífeyrir í grannlöndunum margfalt hærri Björgvin Guðmundsson skrifar 7. maí 2015 07:00 Þegar lögin um almannatryggingar voru sett árið 1946, var svokölluð nýsköpunarstjórn við völd í landinu. Þrír flokkar mynduðu þá stjórn: Alþýðuflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Sósíalistaflokkur. Ríkisstjórnin lýsti því yfir, að almannnatryggingar á Íslandi ættu að vera í fremstu röð slíkra trygginga í Norður-Evrópu. Og allir á Íslandi ættu að njóta þessara trygginga óháð stétt og efnahag. Almannatryggingarnar fóru vel af stað. Í byrjun voru þær eins og slíkar tryggingar gerðust bestar í grannlöndum okkar. En í dag rekum við lestina. Almannatryggingarnar hjá öllum hinum norrænu ríkjunum greiða sínum eldri borgurum mun hærri lífeyri en við gerum.Stjórnmálamenn bera sökina Hvað hefur gerst? Hvernig má það vera, að Ísland standi hinum norrænu ríkjunum langt að baki í þessu efni? Að sjálfsögðu bera stjórnmálamenn hér stærstu sökina. Þeir hafa ekki staðið sig í því að gæta þess, að lífeyrir almannatrygginga hækkaði nægilega mikið til þess að tryggja öldruðum og öryrkjum sómasamlegan lífeyri. Og ekki nóg með það heldur hafa þeir einnig tekið upp skerðingu á lífeyri almannatrygginga til aldraðra vegna greiðslna til þeirra úr lífeyrissjóðum. Það verður að stöðva þá skerðingu strax. Þessi skerðing er blettur á almannatryggingunum. Hún hefur valdið svo mikilli óánægju, að kerfið er í hættu. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var gert ráð fyrir því, að þeir yrðu viðbót við almannatryggingarnar. Það var aldrei reiknað með því, að lífeyrissjóðirnir mundu valda skerðingu á lífeyri aldraðra frá almannatryggingum.Lífeyrir miklu hærri í grannlöndunum Á Íslandi er grunnlífeyrir eldri borgara 36 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt. Í Svíþjóð er grunnlífeyrir (garantipension) 124 þúsund krónur á mánuði, í Noregi 125 þúsund krónur á mánuði, í Danmörku 118 þúsund, í Finnlandi er þessi lífeyrir (basic state pension) 95 þúsund og í Bretlandi er grunnlífeyrir (state pension) 129 þúsund kr. Í Noregi er viðbótarlífeyrir (særtillegg) 125 þúsund krónur á mánuði eins og grunnlífeyririnn. Í Danmörku er viðbótarlífeyrir (tillæg) til eldri borgara alls 123 þúsund krónur á mánuði. Viðbótarlífeyrir er greiddur þeim, sem hafa litlar eða engar aðrar tekjur frá almannatryggingum. Hér að framan er í öllum tilvikum átt við einstaklinga. Grunnlífeyrir aldraðra í grannlöndum okkar er í mörgum tilvikum 3,5 sinnum hærri en grunnlífeyrir hér. Það er greinilega eitthvað að kerfinu hérna. Ef litið er á heildarupphæð lífeyris einhleypra aldraðra frá almannatryggingum í Noregi kemur í ljós, að hún er allt að 385 þúsund kr. á mánuði fyrir skatt miðað við 225 þúsund kr. hér. Lífeyrir aldraðra er því miklu hærri í Noregi en hér.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Þegar lögin um almannatryggingar voru sett árið 1946, var svokölluð nýsköpunarstjórn við völd í landinu. Þrír flokkar mynduðu þá stjórn: Alþýðuflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Sósíalistaflokkur. Ríkisstjórnin lýsti því yfir, að almannnatryggingar á Íslandi ættu að vera í fremstu röð slíkra trygginga í Norður-Evrópu. Og allir á Íslandi ættu að njóta þessara trygginga óháð stétt og efnahag. Almannatryggingarnar fóru vel af stað. Í byrjun voru þær eins og slíkar tryggingar gerðust bestar í grannlöndum okkar. En í dag rekum við lestina. Almannatryggingarnar hjá öllum hinum norrænu ríkjunum greiða sínum eldri borgurum mun hærri lífeyri en við gerum.Stjórnmálamenn bera sökina Hvað hefur gerst? Hvernig má það vera, að Ísland standi hinum norrænu ríkjunum langt að baki í þessu efni? Að sjálfsögðu bera stjórnmálamenn hér stærstu sökina. Þeir hafa ekki staðið sig í því að gæta þess, að lífeyrir almannatrygginga hækkaði nægilega mikið til þess að tryggja öldruðum og öryrkjum sómasamlegan lífeyri. Og ekki nóg með það heldur hafa þeir einnig tekið upp skerðingu á lífeyri almannatrygginga til aldraðra vegna greiðslna til þeirra úr lífeyrissjóðum. Það verður að stöðva þá skerðingu strax. Þessi skerðing er blettur á almannatryggingunum. Hún hefur valdið svo mikilli óánægju, að kerfið er í hættu. Þegar lífeyrissjóðirnir voru stofnaðir var gert ráð fyrir því, að þeir yrðu viðbót við almannatryggingarnar. Það var aldrei reiknað með því, að lífeyrissjóðirnir mundu valda skerðingu á lífeyri aldraðra frá almannatryggingum.Lífeyrir miklu hærri í grannlöndunum Á Íslandi er grunnlífeyrir eldri borgara 36 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt. Í Svíþjóð er grunnlífeyrir (garantipension) 124 þúsund krónur á mánuði, í Noregi 125 þúsund krónur á mánuði, í Danmörku 118 þúsund, í Finnlandi er þessi lífeyrir (basic state pension) 95 þúsund og í Bretlandi er grunnlífeyrir (state pension) 129 þúsund kr. Í Noregi er viðbótarlífeyrir (særtillegg) 125 þúsund krónur á mánuði eins og grunnlífeyririnn. Í Danmörku er viðbótarlífeyrir (tillæg) til eldri borgara alls 123 þúsund krónur á mánuði. Viðbótarlífeyrir er greiddur þeim, sem hafa litlar eða engar aðrar tekjur frá almannatryggingum. Hér að framan er í öllum tilvikum átt við einstaklinga. Grunnlífeyrir aldraðra í grannlöndum okkar er í mörgum tilvikum 3,5 sinnum hærri en grunnlífeyrir hér. Það er greinilega eitthvað að kerfinu hérna. Ef litið er á heildarupphæð lífeyris einhleypra aldraðra frá almannatryggingum í Noregi kemur í ljós, að hún er allt að 385 þúsund kr. á mánuði fyrir skatt miðað við 225 þúsund kr. hér. Lífeyrir aldraðra er því miklu hærri í Noregi en hér.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar