Er Sjálfstæðisflokkurinn að verða eins og Kommúnistaflokkur Sovétríkjanna? Erling Ingvason og Sigurjón Þórðarson skrifar 8. janúar 2015 07:00 Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið leiðandi stjórnmálaafl frá stofnun lýðveldisins, þó svo að vegur hans hafi farið minnkandi á síðustu árum. Í orði hefur flokkurinn jafnan gefið sig út fyrir að styðja markaðslausnir í efnahagsmálum, en á borði hefur stefnan miklu frekar minnt á stefnu gamaldags kommúnistaflokks. Flokkurinn hefur staðið vörð um miðstýrðan áætlunarbúskap í grunnatvinnuvegum þjóðarinnar þar sem meginákvarðanir um það hvernig gæðum skuli vera skipt og vörur verðlagðar fara fram í opinberum ráðum og nefndum! Almenningur fékk nokkra kynningu á störfum og starfsháttum verðlagsnefndar búvara í kjölfar umfjöllunar um samkeppnisbrot MS, en minna hefur farið fyrir umfjöllun um miðstýrða opinbera verðlagningu á fiski í gegnum ríkisstofnunina Verðalagsstofu skiptaverðs. Opinbera verðlagningin varðar megnið af þeim afla sem landað er af Íslandsmiðum og fer umræddur afli með ríkisverðmiðanum nær einungis inn í fiskvinnslur sem eru í eigu stórútgerðarinnar. Ríkisverðið sem útgerðarfiskvinnslurnar greiða er að jafnaði mörgum tugum prósenta lægra, en það sem sjálfstæðar fiskvinnslur þurfa að greiða fyrir sambærilegan fisk á frjálsum markaði. Fyrirkomulagið er augljóslega ósanngjarnt og mun, þegar fram líða stundir, girða fyrir að að hægt sé að reka sjálfstæðar fiskvinnslur. Ríkisverðlagningin leiðir ekki einungis til brenglaðrar samkeppnis- og markaðsstöðu fyrirtækja heldur skerðir með beinum hætti tekjur sjómanna. Allur almenningur tapar á tvöföldu verðlagningunni þar sem hún ýtir undir það sem kallað hefur verið „hækkun í hafi“. Afurðir eru þá seldar á undirverði til vinnslu og út úr landinu í gegnum sölufyrirtæki stórútgerðanna, þar sem hagnaðurinn getur síðan horfið inn í skattaskjól. Þrátt fyrir framangreindar staðreyndir, þá styður Sjálfstæðisflokkurinn þetta gamaldags og úr sér gengna fyrirkomulag sem á sér helst fyrirmynd í gömlu Sovétríkjunum.Gefin einkavinum Í allri umræðunni sem fram hefur farið í samfélaginu um ákvörðun veiðigjalda, í því óláns kvótakerfi sem enn er notað við stjórn fiskveiða, hefur ekki vottað fyrir því að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi opnað á að notast mætti við einhverja tengingu við markaðslögmál, t.d. eitthvert hlutfall af aflaverðmæti. Nei, flokkurinn vill, rétt eins og Vg, eitthvert reiknað gjald og að um miðstýrða ákvörðun um gjaldtöku verði að ræða. Við úthlutun á aflaheimildum vill Sjálfstæðisflokkurinn heldur ekki beita markaðslögmálum eða auka frelsi einstaklinga til fiskveiða með handfærum. Sjónarmið flokksins minnir mjög á það sem tíðkaðist hjá Kommúnistaflokki Sovétríkjanna en þar átti ríkið jörðina en samyrkjubúum var tryggður ævarandi nýtingaréttur til að yrkja hana. Núna vill Sjálfstæðisflokkurinn fara eins að við stórútgerðirnar sem nátengdar eru flokknum, skilgreina fiskimiðin sem eign þjóðarinnar en veita örfáum aðilum einokunarrétt til nýtingar fiskimiðanna um aldur og ævi. Ber það vott um ráðdeildarsemi Sjálfstæðisflokksins og frjálsa samkeppni, að gefa frá skuldugu þjóðarbúi auðlindir án endurgjalds og festa í sessi þetta lénskerfi um aldur og ævi? Nei, auðvitað ekki, og sú ætlan minnir miklu meira á ólígarka-einkavæðingu Borisar Jeltsín sem rússneskur almenningur er enn að súpa seyðið af. Hvar styður flokkurinn markaðsdrifnar lausnir? Er það í landbúnaði? Nei. Er það í sjávarútvegi? Nei. Er það við sölu ríkisfyrirtækja? Nei, fyrirtækin eru gefin handvöldum einkavinum. Nú er hún Snorrabúð stekkur og Sjálfstæðisflokkurinn skugginn af sjálfum sér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið leiðandi stjórnmálaafl frá stofnun lýðveldisins, þó svo að vegur hans hafi farið minnkandi á síðustu árum. Í orði hefur flokkurinn jafnan gefið sig út fyrir að styðja markaðslausnir í efnahagsmálum, en á borði hefur stefnan miklu frekar minnt á stefnu gamaldags kommúnistaflokks. Flokkurinn hefur staðið vörð um miðstýrðan áætlunarbúskap í grunnatvinnuvegum þjóðarinnar þar sem meginákvarðanir um það hvernig gæðum skuli vera skipt og vörur verðlagðar fara fram í opinberum ráðum og nefndum! Almenningur fékk nokkra kynningu á störfum og starfsháttum verðlagsnefndar búvara í kjölfar umfjöllunar um samkeppnisbrot MS, en minna hefur farið fyrir umfjöllun um miðstýrða opinbera verðlagningu á fiski í gegnum ríkisstofnunina Verðalagsstofu skiptaverðs. Opinbera verðlagningin varðar megnið af þeim afla sem landað er af Íslandsmiðum og fer umræddur afli með ríkisverðmiðanum nær einungis inn í fiskvinnslur sem eru í eigu stórútgerðarinnar. Ríkisverðið sem útgerðarfiskvinnslurnar greiða er að jafnaði mörgum tugum prósenta lægra, en það sem sjálfstæðar fiskvinnslur þurfa að greiða fyrir sambærilegan fisk á frjálsum markaði. Fyrirkomulagið er augljóslega ósanngjarnt og mun, þegar fram líða stundir, girða fyrir að að hægt sé að reka sjálfstæðar fiskvinnslur. Ríkisverðlagningin leiðir ekki einungis til brenglaðrar samkeppnis- og markaðsstöðu fyrirtækja heldur skerðir með beinum hætti tekjur sjómanna. Allur almenningur tapar á tvöföldu verðlagningunni þar sem hún ýtir undir það sem kallað hefur verið „hækkun í hafi“. Afurðir eru þá seldar á undirverði til vinnslu og út úr landinu í gegnum sölufyrirtæki stórútgerðanna, þar sem hagnaðurinn getur síðan horfið inn í skattaskjól. Þrátt fyrir framangreindar staðreyndir, þá styður Sjálfstæðisflokkurinn þetta gamaldags og úr sér gengna fyrirkomulag sem á sér helst fyrirmynd í gömlu Sovétríkjunum.Gefin einkavinum Í allri umræðunni sem fram hefur farið í samfélaginu um ákvörðun veiðigjalda, í því óláns kvótakerfi sem enn er notað við stjórn fiskveiða, hefur ekki vottað fyrir því að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi opnað á að notast mætti við einhverja tengingu við markaðslögmál, t.d. eitthvert hlutfall af aflaverðmæti. Nei, flokkurinn vill, rétt eins og Vg, eitthvert reiknað gjald og að um miðstýrða ákvörðun um gjaldtöku verði að ræða. Við úthlutun á aflaheimildum vill Sjálfstæðisflokkurinn heldur ekki beita markaðslögmálum eða auka frelsi einstaklinga til fiskveiða með handfærum. Sjónarmið flokksins minnir mjög á það sem tíðkaðist hjá Kommúnistaflokki Sovétríkjanna en þar átti ríkið jörðina en samyrkjubúum var tryggður ævarandi nýtingaréttur til að yrkja hana. Núna vill Sjálfstæðisflokkurinn fara eins að við stórútgerðirnar sem nátengdar eru flokknum, skilgreina fiskimiðin sem eign þjóðarinnar en veita örfáum aðilum einokunarrétt til nýtingar fiskimiðanna um aldur og ævi. Ber það vott um ráðdeildarsemi Sjálfstæðisflokksins og frjálsa samkeppni, að gefa frá skuldugu þjóðarbúi auðlindir án endurgjalds og festa í sessi þetta lénskerfi um aldur og ævi? Nei, auðvitað ekki, og sú ætlan minnir miklu meira á ólígarka-einkavæðingu Borisar Jeltsín sem rússneskur almenningur er enn að súpa seyðið af. Hvar styður flokkurinn markaðsdrifnar lausnir? Er það í landbúnaði? Nei. Er það í sjávarútvegi? Nei. Er það við sölu ríkisfyrirtækja? Nei, fyrirtækin eru gefin handvöldum einkavinum. Nú er hún Snorrabúð stekkur og Sjálfstæðisflokkurinn skugginn af sjálfum sér.
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar