Hildur getur kvatt sem meistari í Hólminum í kvöld Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. apríl 2015 07:00 Hildur Sigurðardóttir getur kvatt sem meistari. vísir/Ernir Snæfell getur orðið Íslandsmeistari í körfubolta kvenna í kvöld annað árið í röð, en liðið tekur á móti Keflavík í Stykkishólmi og er 2-0 yfir í lokaúrslitunum. Aðeins einu sinni í 22 ára sögu úrslitakeppni kvenna hefur lið komið til baka eftir að lenda 2-0 undir og unnið, 3-2.* Það var árið 2002 þegar KR lagði ÍS í oddaleik í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Tveir leikmenn Snæfells; Alda Leif Jónsdóttir og fyrirliðinn Hildur Sigurðardóttir, hvor í sínu liðinu. Alda þurfti að játa sig sigraða en Hildur skoraði þrettán stig í oddaleiknum og fagnaði Íslandsmeistaratitlinum annað árið í röð með KR. „Ég man ekki svona langt aftur. Ég er ekkert að spá í þetta,“ segir Hildur hlæjandi við Fréttablaðið. Þessi magnaði leikstjórnandi bætti þriðja Íslandsmeistaratitlinum í sarpinn með KR 2010 og þeim fjórða með Snæfelli í fyrra. Hún og stöllur hennar í Snæfellsliðinu ætla sér að verja titilinn.Ekki búið „Við erum vel stemmdar fyrir þetta verkefni á morgun [í kvöld],“ segir Hildur. „Við tókum fína æfingum og ætlum svo að hittast í kvöld [gærkvöld] og borða saman. Gera eitthvað skemmtilegt.“ Snæfell vann fyrsta leikinn í Hólminum með einu stigi og leik tvö með níu stigum á föstudagskvöldið. „Við erum ánægðar með þessa tvo sigra en þetta er ekkert búið þó við séum 2-0 yfir. Við erum búnar að fara yfir það sem þarf að laga sem er varnarleikurinn. Þær eru að skora of mikið á okkur,“ segir Hildur, en í báðum leikjunum náði Snæfell miklu forskoti. „Fyrsti leikurinn hér heima var mjög sveiflukenndur eins og leikur tvö. Við náðum miklu forskoti en misstum það niður. Við verðum bara að halda áfram þó þær komi með áhlaup. Við getum ekki ætlað að svara með tíu stigum í hverri sókn. Við verðum að halda yfirvegun,“ segir Hildur.Skórnir á hilluna Hildur hefur verið lengi að og unnið marga titla, en nú fara skórnir að öllum líkindum á hilluna frægu. „Ég reikna með því að þetta verði síðustu leikirnir mínir. Ég er búin að hugsa þetta mikið en þó líkaminn sé í ágætisstandi og mér gangi vel er kominn tími á að gera eitthvað annað,“ segir Hildur. Lyfti hún Íslandsbikarnum annað árið í röð sem fyrirliði Snæfells verður það því líklega kveðjustund hjá henni sem leikmaður. Stór stund fyrir hana og íslenskan kvennakörfubolta. „Það er allavega stefnan, en ég hef svo sem aldrei tekið mér meira en vikupásu þannig ég veit ekkert hvernig ég verð án körfuboltans. Mér finnst þetta komið gott. Þetta er búinn að vera langur tími og ég hef unnið mikið af titlum. Þetta er bara ljómandi tími til að leggja skóna á hilluna,“ segir Hildur Sigurðardóttir. Dominos-deild kvenna Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Snæfell getur orðið Íslandsmeistari í körfubolta kvenna í kvöld annað árið í röð, en liðið tekur á móti Keflavík í Stykkishólmi og er 2-0 yfir í lokaúrslitunum. Aðeins einu sinni í 22 ára sögu úrslitakeppni kvenna hefur lið komið til baka eftir að lenda 2-0 undir og unnið, 3-2.* Það var árið 2002 þegar KR lagði ÍS í oddaleik í íþróttahúsi Kennaraháskólans. Tveir leikmenn Snæfells; Alda Leif Jónsdóttir og fyrirliðinn Hildur Sigurðardóttir, hvor í sínu liðinu. Alda þurfti að játa sig sigraða en Hildur skoraði þrettán stig í oddaleiknum og fagnaði Íslandsmeistaratitlinum annað árið í röð með KR. „Ég man ekki svona langt aftur. Ég er ekkert að spá í þetta,“ segir Hildur hlæjandi við Fréttablaðið. Þessi magnaði leikstjórnandi bætti þriðja Íslandsmeistaratitlinum í sarpinn með KR 2010 og þeim fjórða með Snæfelli í fyrra. Hún og stöllur hennar í Snæfellsliðinu ætla sér að verja titilinn.Ekki búið „Við erum vel stemmdar fyrir þetta verkefni á morgun [í kvöld],“ segir Hildur. „Við tókum fína æfingum og ætlum svo að hittast í kvöld [gærkvöld] og borða saman. Gera eitthvað skemmtilegt.“ Snæfell vann fyrsta leikinn í Hólminum með einu stigi og leik tvö með níu stigum á föstudagskvöldið. „Við erum ánægðar með þessa tvo sigra en þetta er ekkert búið þó við séum 2-0 yfir. Við erum búnar að fara yfir það sem þarf að laga sem er varnarleikurinn. Þær eru að skora of mikið á okkur,“ segir Hildur, en í báðum leikjunum náði Snæfell miklu forskoti. „Fyrsti leikurinn hér heima var mjög sveiflukenndur eins og leikur tvö. Við náðum miklu forskoti en misstum það niður. Við verðum bara að halda áfram þó þær komi með áhlaup. Við getum ekki ætlað að svara með tíu stigum í hverri sókn. Við verðum að halda yfirvegun,“ segir Hildur.Skórnir á hilluna Hildur hefur verið lengi að og unnið marga titla, en nú fara skórnir að öllum líkindum á hilluna frægu. „Ég reikna með því að þetta verði síðustu leikirnir mínir. Ég er búin að hugsa þetta mikið en þó líkaminn sé í ágætisstandi og mér gangi vel er kominn tími á að gera eitthvað annað,“ segir Hildur. Lyfti hún Íslandsbikarnum annað árið í röð sem fyrirliði Snæfells verður það því líklega kveðjustund hjá henni sem leikmaður. Stór stund fyrir hana og íslenskan kvennakörfubolta. „Það er allavega stefnan, en ég hef svo sem aldrei tekið mér meira en vikupásu þannig ég veit ekkert hvernig ég verð án körfuboltans. Mér finnst þetta komið gott. Þetta er búinn að vera langur tími og ég hef unnið mikið af titlum. Þetta er bara ljómandi tími til að leggja skóna á hilluna,“ segir Hildur Sigurðardóttir.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn