Það sem tekið hefur verið í burtu hækkar ekki Sigurður Már Jónsson skrifar 23. apríl 2015 00:01 Því hefur verið haldið fram að undanförnu að hætta sé á að verðbólga éti upp höfuðstólsleiðréttingu húsnæðislána, Leiðréttinguna. Það er alrangt. Þvert á móti, það munar enn meira um Leiðréttinguna eftir því sem verðbólga er hærri. Það stafar af því að verðbólga getur ekki hækkað það sem búið er að taka í burtu. Lánið mun hugsanlega ná sömu upphæð aftur, en sú upphæð verður alltaf lægri en hefði lánið ekki verið leiðrétt. Sá hluti lána sem búið er að færa niður bætist ekki ofan á lánin aftur. Það er því rangt að tala um að verðbólga éti upp Leiðréttinguna. Í raun skiptir Leiðréttingin enn meira máli ef verðbólga hækkar, vegna þess að óleiðrétt lán hefði hækkað enn meira en leiðrétta lánið gerir. Vægi Leiðréttingarinnar í krónum talið eykst með meiri verðbólgu en minnkar við verðhjöðnun. Og munurinn á greiðslum er satt að segja sláandi. Til að sjá þennan mun svart á hvítu má t.d. bera saman tvö dæmi af hjónum sem árið 2007 taka 15 milljóna jafngreiðslulán til 40 ára á 4,15% vöxtum. Í fyrra dæminu er verðbólga 2% út lánstímann. Vegna Leiðréttingarinnar greiða hjónin rúmum 10 milljónum króna minna í afborganir á líftíma lánsins en þau hefðu gert án Leiðréttingarinnar. Í seinna dæminu er verðbólga 6% út lánstímann. Vegna Leiðréttingarinnar greiða hjónin um 22 milljónum króna minna í afborganir á líftíma lánsins en þau hefðu gert án Leiðréttingarinnar. Munurinn á greiðslum hjónanna ef verðbólga er 2% eða 6% er því um 12 milljónir króna. Flestum er kunnugt að það borgar sig alltaf að borga inn á verðtryggt lán, því það leiðir til þess að lægri verðbætur leggjast á lánið til framtíðar en án þeirrar inngreiðslu. Það má því vera öllum ljóst að verðbólga étur ekki upp ávinning heimilanna af Leiðréttingunni. Sá ávinningur heldur gildi sínu þótt verðbólga hækki, einfaldlega vegna þess að það sem hefur verið tekið í burtu hækkar ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Því hefur verið haldið fram að undanförnu að hætta sé á að verðbólga éti upp höfuðstólsleiðréttingu húsnæðislána, Leiðréttinguna. Það er alrangt. Þvert á móti, það munar enn meira um Leiðréttinguna eftir því sem verðbólga er hærri. Það stafar af því að verðbólga getur ekki hækkað það sem búið er að taka í burtu. Lánið mun hugsanlega ná sömu upphæð aftur, en sú upphæð verður alltaf lægri en hefði lánið ekki verið leiðrétt. Sá hluti lána sem búið er að færa niður bætist ekki ofan á lánin aftur. Það er því rangt að tala um að verðbólga éti upp Leiðréttinguna. Í raun skiptir Leiðréttingin enn meira máli ef verðbólga hækkar, vegna þess að óleiðrétt lán hefði hækkað enn meira en leiðrétta lánið gerir. Vægi Leiðréttingarinnar í krónum talið eykst með meiri verðbólgu en minnkar við verðhjöðnun. Og munurinn á greiðslum er satt að segja sláandi. Til að sjá þennan mun svart á hvítu má t.d. bera saman tvö dæmi af hjónum sem árið 2007 taka 15 milljóna jafngreiðslulán til 40 ára á 4,15% vöxtum. Í fyrra dæminu er verðbólga 2% út lánstímann. Vegna Leiðréttingarinnar greiða hjónin rúmum 10 milljónum króna minna í afborganir á líftíma lánsins en þau hefðu gert án Leiðréttingarinnar. Í seinna dæminu er verðbólga 6% út lánstímann. Vegna Leiðréttingarinnar greiða hjónin um 22 milljónum króna minna í afborganir á líftíma lánsins en þau hefðu gert án Leiðréttingarinnar. Munurinn á greiðslum hjónanna ef verðbólga er 2% eða 6% er því um 12 milljónir króna. Flestum er kunnugt að það borgar sig alltaf að borga inn á verðtryggt lán, því það leiðir til þess að lægri verðbætur leggjast á lánið til framtíðar en án þeirrar inngreiðslu. Það má því vera öllum ljóst að verðbólga étur ekki upp ávinning heimilanna af Leiðréttingunni. Sá ávinningur heldur gildi sínu þótt verðbólga hækki, einfaldlega vegna þess að það sem hefur verið tekið í burtu hækkar ekki.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar