Tungur tvær og Seðlabanki Íslands Guðrún Johnsen og Þórólfur Matthíasson skrifar 10. apríl 2015 07:00 Núgildandi lög um Seðlabanka Ísland eru að stofni til frá 2001 en var breytt 2009 vegna hruns fjármálakerfisins íslenska árinu áður: Bankastjórum var fækkað úr þremur í einn og ákvörðunarvald bankastjóra sem lúta að peningastefnu færðar í hendur fimm manna peningastefnunefndar. Ráðningarferli bankastjóra og aðstoðarbankastjóra var breytt og ráðherra skylt að kalla eftir umsögn þriggja manna nefndar. Skipunartími bankastjóra var ákveðinn 5 ár. Ráðherra er heimilt að framlengja um önnur fimm ár, án endurauglýsingar. Skipunartími núverandi Seðlabankastjóra rann út 20. ágúst 2014, en hálfu ári áður hafði fjármálaráðherra tilkynnt honum að staðan yrði auglýst laus til umsóknar og þyrfti því að keppa við aðra hæfa umsækjendur um stöðuna. Meðal umsækjenda um stöðuna var annar höfunda nýs frumvarps um breytingar á starfsumgjörð Seðlabankans.„Lost in translation“ Í nýja frumvarpinu er lagt til að bankastjórninni verði breytt; í stað bankastjóra og aðstoðarbankastjóra (sem báðir eru skipaðir af fjármálaráðherra) verði þrír jafnsettir bankastjórar, sem skipa bankastjórn með jöfnu atkvæðavægi þeirra í milli. Stöðuheiti þeirra þriggja á íslensku skulu vera bankastjóri. Einn skal vera formaður bankastjórnar. Í daglegu tali er líklegt að vísað verði til hvers og eins sem seðlabankastjóra. Frumvarpshöfundar leggja til að á ensku verði talað um formann bankastjórnar sem Governor og hinir tveir verði nefndir Deputy Governors! Þetta er ónákvæm þýðing. Deputy governor vísar til aðstoðarseðlabankastjóra sem er skörinni lægra settur en sjálfur seðlabankastjórinn, sviðsstjóri eða í mesta lagi staðgengill!„One and one and one is three“ Fátítt er að fyrirtækjum eða stofnunum sé stjórnað af mörgum forstöðumönnum eða forstjórum. Í sjósókn og hernaði er lokaákvörðun oftast á höndum eins aðila. Þessi skipan byggir á reynslu aldanna og einfaldri leikjafræði. Reynsla aldanna kennir að sé vel staðið að vali þess sem hefur lokaorðið verða færri mistök en ef ákvörðun er tekin af „öldungaráði“. Leikjafræðin kennir að ef þrír eða fleiri aðilar taka ákvörðun getur hver og einn skýlt sér á bak við þá staðreynd að atkvæði þeirra ráði líklega ekki úrslitum og ábyrgð þeirra í samræmi við það.„Christmas is all around you“ Helsti ókosturinn við að hafa þrjá seðlabankastjóra tengist þeim leik sem leikinn verður í hvert skipti sem skipti verða í ríkisstjórn. Yfirgnæfandi líkur eru á að það verði fjármálaráðherra samsteypustjórnar sem skipi hvern nýjan bankastjóra. Ef seðlabankastjóri er aðeins einn er líklegast er að ráðherrarnir komi sér saman um faglega ráðinn bankastjóra vegna þess að skiptimyntin fyrir þann sem ekki fengi „sinn” mann væri lítilfjörleg. Séu bankastjórar þrír horfir málið öðru vísi við. Krafan væri að nýr bankastjóri bætti úr (pólitískri) slagsíðu sem væri eða hefði verið í fyrri bankastjórn. „Þú-átt, þess-vegna-á ég-að-fá“ rök yrðu notuð.„If I were a rich man“ Óhætt er að segja að sporin hræði þegar kemur að pólitískri íhlutun í Seðlabanka Íslands. Hættur úr fortíðinni eru ógreinileg skil á milli ráðandi fyrirtækja og atvinnugreina, stjórnmálaflokka og ríkisstjórnar og embættismanna. Það er afar mikilvægt - varðar í raun þjóðaröryggi – að embættismannastéttin sé óháð stjórnmálum og efnahagslegum hagsmunum. Stjórn Seðlabankans er þegar fjölskipuð, því seðlabankastjóri hefur aðeins eitt atkvæði af fimm í mikilvægustu ákvörðunum bankans, vaxtaákvörðunum, í peningastefnunefnd. Eins og sakir standa reynir helst á „einræði“ seðlabankastjórans í málefnum um afnám hafta, sem þó þarf að bera undir fjármálaráðherra, og í málefnum er varða sölu eigna úr eignasafni Seðlabankans, en þar koma einnig aðrir að borðinu, þ.e. stjórn ESÍ. Ef tillögur hagfræðiprófessoranna verða að veruleika er hætta á að slagsíða verði á peningastefnunefndinni þar sem í meirihluta yrðu þrír pólitískt skipaðir seðlabankastjórar. Litið væri á hvern og einn bankastjóranna sem fulltrúa ráðandi stjórnmálaflokks. Síðustu árin er sjaldgæft að nefndin hafi klofnað á milli innri og ytri aðila – raunveruleg skoðanaskipti og rökræður eiga sér stað án þess að innri aðilar séu alls ráðandi. Erfitt er að sjá að sterkir, faglegir, ytri nefndarmenn, fengjust til að sitja í nefnd sem bæri svo sterkan pólitískan keim. Einhverjar líkur kunna vera á því að tveir stórir bankar falli inn í eignasafn Seðlabankans á næstu árum. Getur verið að skipan þriggja stjóra eigi að tryggja að þeir falli í réttar hendur? Sporin hræða. Fyrir tíu árum var það meira að segja einn pólitískt skipaður seðlabankastjóri sem komst yfir viðskiptabanka með mönnum sem nú sitja í fangelsi fyrir afbrot í rekstri þess banka. Áður en sama fyrirkomulag er tekið upp aftur er ekki mikilvægt að núverandi stjórnvöld geri upp við fortíðina til þess að þeim sé treystandi til þess að breyta öðruvísi í þetta sinn? Með því að hafa þrjá pólitíska seðlabankastjóra er vegið að sjálfstæði stofnunarinnar. Ólíklegt er að peningastefnunefnd þar sem þessir þrír eru í meirihluta grípi til aðhaldssamra aðgerða í aðdraganda kosninga sem þá hefur í för með sér að erfiðara verður að halda verðbólguvæntingum niðri með þekktum afleiðingum gagnvart vaxtastigi og nafnlaunaþróun.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Núgildandi lög um Seðlabanka Ísland eru að stofni til frá 2001 en var breytt 2009 vegna hruns fjármálakerfisins íslenska árinu áður: Bankastjórum var fækkað úr þremur í einn og ákvörðunarvald bankastjóra sem lúta að peningastefnu færðar í hendur fimm manna peningastefnunefndar. Ráðningarferli bankastjóra og aðstoðarbankastjóra var breytt og ráðherra skylt að kalla eftir umsögn þriggja manna nefndar. Skipunartími bankastjóra var ákveðinn 5 ár. Ráðherra er heimilt að framlengja um önnur fimm ár, án endurauglýsingar. Skipunartími núverandi Seðlabankastjóra rann út 20. ágúst 2014, en hálfu ári áður hafði fjármálaráðherra tilkynnt honum að staðan yrði auglýst laus til umsóknar og þyrfti því að keppa við aðra hæfa umsækjendur um stöðuna. Meðal umsækjenda um stöðuna var annar höfunda nýs frumvarps um breytingar á starfsumgjörð Seðlabankans.„Lost in translation“ Í nýja frumvarpinu er lagt til að bankastjórninni verði breytt; í stað bankastjóra og aðstoðarbankastjóra (sem báðir eru skipaðir af fjármálaráðherra) verði þrír jafnsettir bankastjórar, sem skipa bankastjórn með jöfnu atkvæðavægi þeirra í milli. Stöðuheiti þeirra þriggja á íslensku skulu vera bankastjóri. Einn skal vera formaður bankastjórnar. Í daglegu tali er líklegt að vísað verði til hvers og eins sem seðlabankastjóra. Frumvarpshöfundar leggja til að á ensku verði talað um formann bankastjórnar sem Governor og hinir tveir verði nefndir Deputy Governors! Þetta er ónákvæm þýðing. Deputy governor vísar til aðstoðarseðlabankastjóra sem er skörinni lægra settur en sjálfur seðlabankastjórinn, sviðsstjóri eða í mesta lagi staðgengill!„One and one and one is three“ Fátítt er að fyrirtækjum eða stofnunum sé stjórnað af mörgum forstöðumönnum eða forstjórum. Í sjósókn og hernaði er lokaákvörðun oftast á höndum eins aðila. Þessi skipan byggir á reynslu aldanna og einfaldri leikjafræði. Reynsla aldanna kennir að sé vel staðið að vali þess sem hefur lokaorðið verða færri mistök en ef ákvörðun er tekin af „öldungaráði“. Leikjafræðin kennir að ef þrír eða fleiri aðilar taka ákvörðun getur hver og einn skýlt sér á bak við þá staðreynd að atkvæði þeirra ráði líklega ekki úrslitum og ábyrgð þeirra í samræmi við það.„Christmas is all around you“ Helsti ókosturinn við að hafa þrjá seðlabankastjóra tengist þeim leik sem leikinn verður í hvert skipti sem skipti verða í ríkisstjórn. Yfirgnæfandi líkur eru á að það verði fjármálaráðherra samsteypustjórnar sem skipi hvern nýjan bankastjóra. Ef seðlabankastjóri er aðeins einn er líklegast er að ráðherrarnir komi sér saman um faglega ráðinn bankastjóra vegna þess að skiptimyntin fyrir þann sem ekki fengi „sinn” mann væri lítilfjörleg. Séu bankastjórar þrír horfir málið öðru vísi við. Krafan væri að nýr bankastjóri bætti úr (pólitískri) slagsíðu sem væri eða hefði verið í fyrri bankastjórn. „Þú-átt, þess-vegna-á ég-að-fá“ rök yrðu notuð.„If I were a rich man“ Óhætt er að segja að sporin hræði þegar kemur að pólitískri íhlutun í Seðlabanka Íslands. Hættur úr fortíðinni eru ógreinileg skil á milli ráðandi fyrirtækja og atvinnugreina, stjórnmálaflokka og ríkisstjórnar og embættismanna. Það er afar mikilvægt - varðar í raun þjóðaröryggi – að embættismannastéttin sé óháð stjórnmálum og efnahagslegum hagsmunum. Stjórn Seðlabankans er þegar fjölskipuð, því seðlabankastjóri hefur aðeins eitt atkvæði af fimm í mikilvægustu ákvörðunum bankans, vaxtaákvörðunum, í peningastefnunefnd. Eins og sakir standa reynir helst á „einræði“ seðlabankastjórans í málefnum um afnám hafta, sem þó þarf að bera undir fjármálaráðherra, og í málefnum er varða sölu eigna úr eignasafni Seðlabankans, en þar koma einnig aðrir að borðinu, þ.e. stjórn ESÍ. Ef tillögur hagfræðiprófessoranna verða að veruleika er hætta á að slagsíða verði á peningastefnunefndinni þar sem í meirihluta yrðu þrír pólitískt skipaðir seðlabankastjórar. Litið væri á hvern og einn bankastjóranna sem fulltrúa ráðandi stjórnmálaflokks. Síðustu árin er sjaldgæft að nefndin hafi klofnað á milli innri og ytri aðila – raunveruleg skoðanaskipti og rökræður eiga sér stað án þess að innri aðilar séu alls ráðandi. Erfitt er að sjá að sterkir, faglegir, ytri nefndarmenn, fengjust til að sitja í nefnd sem bæri svo sterkan pólitískan keim. Einhverjar líkur kunna vera á því að tveir stórir bankar falli inn í eignasafn Seðlabankans á næstu árum. Getur verið að skipan þriggja stjóra eigi að tryggja að þeir falli í réttar hendur? Sporin hræða. Fyrir tíu árum var það meira að segja einn pólitískt skipaður seðlabankastjóri sem komst yfir viðskiptabanka með mönnum sem nú sitja í fangelsi fyrir afbrot í rekstri þess banka. Áður en sama fyrirkomulag er tekið upp aftur er ekki mikilvægt að núverandi stjórnvöld geri upp við fortíðina til þess að þeim sé treystandi til þess að breyta öðruvísi í þetta sinn? Með því að hafa þrjá pólitíska seðlabankastjóra er vegið að sjálfstæði stofnunarinnar. Ólíklegt er að peningastefnunefnd þar sem þessir þrír eru í meirihluta grípi til aðhaldssamra aðgerða í aðdraganda kosninga sem þá hefur í för með sér að erfiðara verður að halda verðbólguvæntingum niðri með þekktum afleiðingum gagnvart vaxtastigi og nafnlaunaþróun.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun