Sorphirða og frjálshyggja Guðmundur Edgarsson skrifar 10. apríl 2015 07:00 Jón Gnarr, fyrrvervandi borgarstjóri í Reykjavík, skrifaði athyglisverða grein um sorphirðu í helgarblað Fréttablaðsins fyrir nokkru. Í greininni lýsir hann sorphirðu í Reykjavík sem afar óhagkvæmri og dýrri þjónustu þar sem heill her af mannskap sækir sorptunnurnar upp að dyrum í stað þess að fólk fari sjálft með tunnurnar út á götu svo losa megi tunnurnar með minni mannskap og tilkostnaði. Slíkt sé gert í blíðviðrisborginni Houston í Texas, þar sem Jón dvelst um þessar mundir, og þykir sjálfsagt. Ennfremur segir Jón það stórmerkilega þversögn að þeir pólitísku flokkar, sem kenni sig við sjálfstæði og einstaklingsábyrgð, séu þeir sem reki hvað hatrammastan áróður fyrir þeim munaðarsósíalisma, eins og hann kallar það, að ruslið sé sótt upp að dyrum.Sorp eða pizzur? Forvitnilegt er að velta þessum ummælum Jóns fyrir sér frá sjónarhóli frjálshyggjunnar. Vilja frelsisunnendur að ruslið sé sótt upp að dyrum eða trilla með tunnurnar kvöldið áður? Vilja þeir frekar að tunnan sé losuð fjórum sinnum á mánuði eða þrisvar? Svarið er: hvorki né eða bæði og! Með öðrum orðum, spurningarnar er merkingarlausar. Allt eins má spyrja: Vill fólk sækja pizzuna eða greiða aukalega fyrir þann munaðarsósíalisma að fá hana heimsenda? Eða: Vill fólk stóra pizzu eða miðlungs? Með tveimur eða þremur áleggstegundum? Brauðstangir? Mergur málsins er jú sá, að fólk er mismunandi og af því þurfa rekstraraðilar sorphirðuþjónustu að taka mið, rétt eins og pizzustaðirnir hafa gert alla tíð.Pólitískt kerfi eða markaðskerfi? Spurningin snýst því ekki um hvort sorptunnur allra Reykvíkinga eigi að sækja upp að dyrum eða hversu oft eigi að losa þær heldur hvers vegna er komið fram við þá eins og hjörð af ósjálfstæðum verum þegar um sorphirðu er að ræða, en þroskaða einstaklinga með sjálfstæða hugsun þegar kemur að pizzum. Svarið er, að sorphirða er rekin undir pólitísku kerfi, en pizzustaðir undir markaðskerfi. Pólitískt kerfi felur í sér að þjónusta á þess vegum sé slík kjarnorkuvísindi að einungis stjórnmálamönnum sé treystandi til að meta hvað neytendum sé fyrir bestu. Í slíku kerfi er gert ráð fyrir að þarfir og langanir fólks séu nokkurn veginn eins og því sé réttast að aðeins einn aðili sjái um þjónustuna. Með öðrum orðum, þjónusta undir pólitísku kerfi felur í sér einokun. Á hinn bóginn felur þjónusta undir markaðskerfi í sér samkeppni, val, fjölbreytni og stöðugar nýjungar.Samkeppni á sorphirðumarkaðinn Ef sorphirða fengi að njóta sín á markaði í stað þess að festast í fjötrum miðstýringar og einokunar er ljóst að fjölbreytnin yrði meiri, bæði hvað þjónustuna snertir og verð. Kannski væri komið sorphirðufyrirtæki á markaðinn sem byði þeim sem flokkuðu endurnýtanlega sorpið að losa tunnurnar endurgjaldslaust. Kannski mundu einhver fyrirtæki bjóða upp á garðhirðu og sorphirðu og kúnninn fengi afslátt, nýtti hann sér hvort tveggja. Kannski kæmu fram á sviðið litlir verktakar, sem undirbyðu stóru sorphirðufyrirtækin og sótthreinsuðu tunnurnar í leiðinni. Enginn getur sagt með vissu hvernig sorphirða myndi þróast væri hún rekin á markaðsforsendum. Við höfum þó eina sterka vísbendingu: hvert sem litið er hafa framfarir orðið örari og nýjungar tíðari á þeim sviðum þar sem frelsi og samkeppni hefur ríkt en þar sem einokun hefur verið í fyrirrúmi. Það er því engin furða að pizzur séu vinsælar.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Jón Gnarr, fyrrvervandi borgarstjóri í Reykjavík, skrifaði athyglisverða grein um sorphirðu í helgarblað Fréttablaðsins fyrir nokkru. Í greininni lýsir hann sorphirðu í Reykjavík sem afar óhagkvæmri og dýrri þjónustu þar sem heill her af mannskap sækir sorptunnurnar upp að dyrum í stað þess að fólk fari sjálft með tunnurnar út á götu svo losa megi tunnurnar með minni mannskap og tilkostnaði. Slíkt sé gert í blíðviðrisborginni Houston í Texas, þar sem Jón dvelst um þessar mundir, og þykir sjálfsagt. Ennfremur segir Jón það stórmerkilega þversögn að þeir pólitísku flokkar, sem kenni sig við sjálfstæði og einstaklingsábyrgð, séu þeir sem reki hvað hatrammastan áróður fyrir þeim munaðarsósíalisma, eins og hann kallar það, að ruslið sé sótt upp að dyrum.Sorp eða pizzur? Forvitnilegt er að velta þessum ummælum Jóns fyrir sér frá sjónarhóli frjálshyggjunnar. Vilja frelsisunnendur að ruslið sé sótt upp að dyrum eða trilla með tunnurnar kvöldið áður? Vilja þeir frekar að tunnan sé losuð fjórum sinnum á mánuði eða þrisvar? Svarið er: hvorki né eða bæði og! Með öðrum orðum, spurningarnar er merkingarlausar. Allt eins má spyrja: Vill fólk sækja pizzuna eða greiða aukalega fyrir þann munaðarsósíalisma að fá hana heimsenda? Eða: Vill fólk stóra pizzu eða miðlungs? Með tveimur eða þremur áleggstegundum? Brauðstangir? Mergur málsins er jú sá, að fólk er mismunandi og af því þurfa rekstraraðilar sorphirðuþjónustu að taka mið, rétt eins og pizzustaðirnir hafa gert alla tíð.Pólitískt kerfi eða markaðskerfi? Spurningin snýst því ekki um hvort sorptunnur allra Reykvíkinga eigi að sækja upp að dyrum eða hversu oft eigi að losa þær heldur hvers vegna er komið fram við þá eins og hjörð af ósjálfstæðum verum þegar um sorphirðu er að ræða, en þroskaða einstaklinga með sjálfstæða hugsun þegar kemur að pizzum. Svarið er, að sorphirða er rekin undir pólitísku kerfi, en pizzustaðir undir markaðskerfi. Pólitískt kerfi felur í sér að þjónusta á þess vegum sé slík kjarnorkuvísindi að einungis stjórnmálamönnum sé treystandi til að meta hvað neytendum sé fyrir bestu. Í slíku kerfi er gert ráð fyrir að þarfir og langanir fólks séu nokkurn veginn eins og því sé réttast að aðeins einn aðili sjái um þjónustuna. Með öðrum orðum, þjónusta undir pólitísku kerfi felur í sér einokun. Á hinn bóginn felur þjónusta undir markaðskerfi í sér samkeppni, val, fjölbreytni og stöðugar nýjungar.Samkeppni á sorphirðumarkaðinn Ef sorphirða fengi að njóta sín á markaði í stað þess að festast í fjötrum miðstýringar og einokunar er ljóst að fjölbreytnin yrði meiri, bæði hvað þjónustuna snertir og verð. Kannski væri komið sorphirðufyrirtæki á markaðinn sem byði þeim sem flokkuðu endurnýtanlega sorpið að losa tunnurnar endurgjaldslaust. Kannski mundu einhver fyrirtæki bjóða upp á garðhirðu og sorphirðu og kúnninn fengi afslátt, nýtti hann sér hvort tveggja. Kannski kæmu fram á sviðið litlir verktakar, sem undirbyðu stóru sorphirðufyrirtækin og sótthreinsuðu tunnurnar í leiðinni. Enginn getur sagt með vissu hvernig sorphirða myndi þróast væri hún rekin á markaðsforsendum. Við höfum þó eina sterka vísbendingu: hvert sem litið er hafa framfarir orðið örari og nýjungar tíðari á þeim sviðum þar sem frelsi og samkeppni hefur ríkt en þar sem einokun hefur verið í fyrirrúmi. Það er því engin furða að pizzur séu vinsælar.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun