Sorphirða og frjálshyggja Guðmundur Edgarsson skrifar 10. apríl 2015 07:00 Jón Gnarr, fyrrvervandi borgarstjóri í Reykjavík, skrifaði athyglisverða grein um sorphirðu í helgarblað Fréttablaðsins fyrir nokkru. Í greininni lýsir hann sorphirðu í Reykjavík sem afar óhagkvæmri og dýrri þjónustu þar sem heill her af mannskap sækir sorptunnurnar upp að dyrum í stað þess að fólk fari sjálft með tunnurnar út á götu svo losa megi tunnurnar með minni mannskap og tilkostnaði. Slíkt sé gert í blíðviðrisborginni Houston í Texas, þar sem Jón dvelst um þessar mundir, og þykir sjálfsagt. Ennfremur segir Jón það stórmerkilega þversögn að þeir pólitísku flokkar, sem kenni sig við sjálfstæði og einstaklingsábyrgð, séu þeir sem reki hvað hatrammastan áróður fyrir þeim munaðarsósíalisma, eins og hann kallar það, að ruslið sé sótt upp að dyrum.Sorp eða pizzur? Forvitnilegt er að velta þessum ummælum Jóns fyrir sér frá sjónarhóli frjálshyggjunnar. Vilja frelsisunnendur að ruslið sé sótt upp að dyrum eða trilla með tunnurnar kvöldið áður? Vilja þeir frekar að tunnan sé losuð fjórum sinnum á mánuði eða þrisvar? Svarið er: hvorki né eða bæði og! Með öðrum orðum, spurningarnar er merkingarlausar. Allt eins má spyrja: Vill fólk sækja pizzuna eða greiða aukalega fyrir þann munaðarsósíalisma að fá hana heimsenda? Eða: Vill fólk stóra pizzu eða miðlungs? Með tveimur eða þremur áleggstegundum? Brauðstangir? Mergur málsins er jú sá, að fólk er mismunandi og af því þurfa rekstraraðilar sorphirðuþjónustu að taka mið, rétt eins og pizzustaðirnir hafa gert alla tíð.Pólitískt kerfi eða markaðskerfi? Spurningin snýst því ekki um hvort sorptunnur allra Reykvíkinga eigi að sækja upp að dyrum eða hversu oft eigi að losa þær heldur hvers vegna er komið fram við þá eins og hjörð af ósjálfstæðum verum þegar um sorphirðu er að ræða, en þroskaða einstaklinga með sjálfstæða hugsun þegar kemur að pizzum. Svarið er, að sorphirða er rekin undir pólitísku kerfi, en pizzustaðir undir markaðskerfi. Pólitískt kerfi felur í sér að þjónusta á þess vegum sé slík kjarnorkuvísindi að einungis stjórnmálamönnum sé treystandi til að meta hvað neytendum sé fyrir bestu. Í slíku kerfi er gert ráð fyrir að þarfir og langanir fólks séu nokkurn veginn eins og því sé réttast að aðeins einn aðili sjái um þjónustuna. Með öðrum orðum, þjónusta undir pólitísku kerfi felur í sér einokun. Á hinn bóginn felur þjónusta undir markaðskerfi í sér samkeppni, val, fjölbreytni og stöðugar nýjungar.Samkeppni á sorphirðumarkaðinn Ef sorphirða fengi að njóta sín á markaði í stað þess að festast í fjötrum miðstýringar og einokunar er ljóst að fjölbreytnin yrði meiri, bæði hvað þjónustuna snertir og verð. Kannski væri komið sorphirðufyrirtæki á markaðinn sem byði þeim sem flokkuðu endurnýtanlega sorpið að losa tunnurnar endurgjaldslaust. Kannski mundu einhver fyrirtæki bjóða upp á garðhirðu og sorphirðu og kúnninn fengi afslátt, nýtti hann sér hvort tveggja. Kannski kæmu fram á sviðið litlir verktakar, sem undirbyðu stóru sorphirðufyrirtækin og sótthreinsuðu tunnurnar í leiðinni. Enginn getur sagt með vissu hvernig sorphirða myndi þróast væri hún rekin á markaðsforsendum. Við höfum þó eina sterka vísbendingu: hvert sem litið er hafa framfarir orðið örari og nýjungar tíðari á þeim sviðum þar sem frelsi og samkeppni hefur ríkt en þar sem einokun hefur verið í fyrirrúmi. Það er því engin furða að pizzur séu vinsælar.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Jón Gnarr, fyrrvervandi borgarstjóri í Reykjavík, skrifaði athyglisverða grein um sorphirðu í helgarblað Fréttablaðsins fyrir nokkru. Í greininni lýsir hann sorphirðu í Reykjavík sem afar óhagkvæmri og dýrri þjónustu þar sem heill her af mannskap sækir sorptunnurnar upp að dyrum í stað þess að fólk fari sjálft með tunnurnar út á götu svo losa megi tunnurnar með minni mannskap og tilkostnaði. Slíkt sé gert í blíðviðrisborginni Houston í Texas, þar sem Jón dvelst um þessar mundir, og þykir sjálfsagt. Ennfremur segir Jón það stórmerkilega þversögn að þeir pólitísku flokkar, sem kenni sig við sjálfstæði og einstaklingsábyrgð, séu þeir sem reki hvað hatrammastan áróður fyrir þeim munaðarsósíalisma, eins og hann kallar það, að ruslið sé sótt upp að dyrum.Sorp eða pizzur? Forvitnilegt er að velta þessum ummælum Jóns fyrir sér frá sjónarhóli frjálshyggjunnar. Vilja frelsisunnendur að ruslið sé sótt upp að dyrum eða trilla með tunnurnar kvöldið áður? Vilja þeir frekar að tunnan sé losuð fjórum sinnum á mánuði eða þrisvar? Svarið er: hvorki né eða bæði og! Með öðrum orðum, spurningarnar er merkingarlausar. Allt eins má spyrja: Vill fólk sækja pizzuna eða greiða aukalega fyrir þann munaðarsósíalisma að fá hana heimsenda? Eða: Vill fólk stóra pizzu eða miðlungs? Með tveimur eða þremur áleggstegundum? Brauðstangir? Mergur málsins er jú sá, að fólk er mismunandi og af því þurfa rekstraraðilar sorphirðuþjónustu að taka mið, rétt eins og pizzustaðirnir hafa gert alla tíð.Pólitískt kerfi eða markaðskerfi? Spurningin snýst því ekki um hvort sorptunnur allra Reykvíkinga eigi að sækja upp að dyrum eða hversu oft eigi að losa þær heldur hvers vegna er komið fram við þá eins og hjörð af ósjálfstæðum verum þegar um sorphirðu er að ræða, en þroskaða einstaklinga með sjálfstæða hugsun þegar kemur að pizzum. Svarið er, að sorphirða er rekin undir pólitísku kerfi, en pizzustaðir undir markaðskerfi. Pólitískt kerfi felur í sér að þjónusta á þess vegum sé slík kjarnorkuvísindi að einungis stjórnmálamönnum sé treystandi til að meta hvað neytendum sé fyrir bestu. Í slíku kerfi er gert ráð fyrir að þarfir og langanir fólks séu nokkurn veginn eins og því sé réttast að aðeins einn aðili sjái um þjónustuna. Með öðrum orðum, þjónusta undir pólitísku kerfi felur í sér einokun. Á hinn bóginn felur þjónusta undir markaðskerfi í sér samkeppni, val, fjölbreytni og stöðugar nýjungar.Samkeppni á sorphirðumarkaðinn Ef sorphirða fengi að njóta sín á markaði í stað þess að festast í fjötrum miðstýringar og einokunar er ljóst að fjölbreytnin yrði meiri, bæði hvað þjónustuna snertir og verð. Kannski væri komið sorphirðufyrirtæki á markaðinn sem byði þeim sem flokkuðu endurnýtanlega sorpið að losa tunnurnar endurgjaldslaust. Kannski mundu einhver fyrirtæki bjóða upp á garðhirðu og sorphirðu og kúnninn fengi afslátt, nýtti hann sér hvort tveggja. Kannski kæmu fram á sviðið litlir verktakar, sem undirbyðu stóru sorphirðufyrirtækin og sótthreinsuðu tunnurnar í leiðinni. Enginn getur sagt með vissu hvernig sorphirða myndi þróast væri hún rekin á markaðsforsendum. Við höfum þó eina sterka vísbendingu: hvert sem litið er hafa framfarir orðið örari og nýjungar tíðari á þeim sviðum þar sem frelsi og samkeppni hefur ríkt en þar sem einokun hefur verið í fyrirrúmi. Það er því engin furða að pizzur séu vinsælar.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar