Hljómar þögnin í Eldborg? Arna Kristín Einarsdóttir skrifar 8. apríl 2015 07:00 Hljóðfæraleikarar pakka hljóðfærunum sínum ofan í kassana og sviðið í Eldborg er autt. Sætin í salnum eru tóm. Tónleikunum hefur verið aflýst og tryggir áskrifendur og tónleikagestir sitja heima. Stemningin í Hörpu, tónlistarhúsinu „that makes Iceland bigger“ eins og einn forsvarsmanna Disney sagði á dögunum, er döpur. Ef ekki nást samningar við starfsmannafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands fyrir 9. apríl stefnir í að þessi mynd sem hér er dregin upp verði að veruleika. Hljóðfæraleikarar hafa boðað verkfall á tónleikadegi milli kl. 19.00 og 23.00. Ef til þess kemur verður það, eftir því sem ég kemst næst, í fyrsta sinn í 65 ára sögu hljómsveitarinnar sem þeir fara í verkfall. Hingað til hefur verið litið svo á að verkfallsvopn hljóðfæraleikara sé bitlaust. Þetta er ekki sama beitta vopnið og læknar eiga og verkfall hljóðfæraleikara bitnar ekki á börnum og ungu fólki eins og þegar kennarar fara í verkfall. En þó deila megi um bitið geta áhrifin verið sterk. Sinfóníuhljómsveit Íslands var stofnuð 1950, sex árum eftir stofnun hins íslenska lýðveldis. Sama ár var Þjóðleikhúsið vígt. Ráðamenn þess tíma vildu að listir og menning mótuðu sjálfsmynd þjóðarinnar. Á þessum 65 árum hefur Sinfóníuhljómsveit Íslands orðið ein af grunnstoðum íslensks menningarlífs og vakið alþjóðlega athygli, nú síðast í ágúst með rómuðum tónleikum hennar á hinni frægu tónlistarhátíð BBC Proms. Á síðasta ári sóttu 76.500 manns tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands eða um fjórðungur landsmanna. Samkvæmt nýlegri Gallup könnun hafa 45% fólks á aldrinum 18-34 ára komið á tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar síðustu 2-3 ár og 96,3% tónleikagesta fara ánægð. Á síðasta starfsári lék hljómsveitin fyrir nær 21.500 gesti á skólatónleikum og öðrum opnum tónleikum sem voru þáttur í fræðslustarfi hennar. Þessar tölur sýna að starfsemin snertir stóran hluta þjóðarinnar.Landsliðið Nýlega var skólatónleikum Sinfóníunnar sjónvarpað beint í kvikmyndahúsið Skjaldborg á Patreksfirði þar sem skólabörn á svæðinu fengu tækifæri til að sjá og heyra hljómsveitina leika fyrir fullum Eldborgarsal af reykvískum grunnskólabörnum. Um var að ræða tilraunarverkefni með Símanum en slíkar útsendingar gætu orðið að föstum lið í starfsemi hljómsveitarinnar á næsta starfsári. Á leiðinni á tónleikana heyrðist einn ungra tónleikagesta spyrja vin sinn: „Hvað er eiginlega sinfóníuhljómsveit?“ og vinurinn svaraði: „Það er svona landsliðið í hljóðfæraleik.“ Það er margt líkt með hljóðfæraleikurum og afreksfólki í íþróttum. Þeir þurfa að keppa um stöður í hljómsveitinni. Þeir þurfa stöðugt að viðhalda færni sinni með þjálfun marga klukkutíma á dag. Allir atvinnutónlistarmenn hafa æft á hljóðfæri frá barnæsku. Vinna þeirra krefst ofurnákvæmni og mikillar einbeitingar hvort sem er við æfingar eða á tónleikum. Álagið á tónleikum er slíkt að blóðþrýstingur hljóðfæraleikara mælist hærri en hjá flugumferðarstjórum, flugmönnum og læknum. Hljóðfæraleikarar hafa löngum þurft að berjast fyrir því að störf þeirra væru metin til launa. Ástríða þeirra og hæfileikar hafa verið nokkurs konar kaupauki fyrir samfélagið sem ekki hefur þurft að greiða list þeirra fullu verði. Eins og aðrir launamenn fara þeir fram á að menntun, álag og reynsla sé metin til launahækkana. Vonandi finnst farsæl lausn á kjaradeilunni fyrr en síðar. Því hvað gerist þegar tónlistin þagnar og hvernig hljómar þögnin í Eldborg? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Hljóðfæraleikarar pakka hljóðfærunum sínum ofan í kassana og sviðið í Eldborg er autt. Sætin í salnum eru tóm. Tónleikunum hefur verið aflýst og tryggir áskrifendur og tónleikagestir sitja heima. Stemningin í Hörpu, tónlistarhúsinu „that makes Iceland bigger“ eins og einn forsvarsmanna Disney sagði á dögunum, er döpur. Ef ekki nást samningar við starfsmannafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands fyrir 9. apríl stefnir í að þessi mynd sem hér er dregin upp verði að veruleika. Hljóðfæraleikarar hafa boðað verkfall á tónleikadegi milli kl. 19.00 og 23.00. Ef til þess kemur verður það, eftir því sem ég kemst næst, í fyrsta sinn í 65 ára sögu hljómsveitarinnar sem þeir fara í verkfall. Hingað til hefur verið litið svo á að verkfallsvopn hljóðfæraleikara sé bitlaust. Þetta er ekki sama beitta vopnið og læknar eiga og verkfall hljóðfæraleikara bitnar ekki á börnum og ungu fólki eins og þegar kennarar fara í verkfall. En þó deila megi um bitið geta áhrifin verið sterk. Sinfóníuhljómsveit Íslands var stofnuð 1950, sex árum eftir stofnun hins íslenska lýðveldis. Sama ár var Þjóðleikhúsið vígt. Ráðamenn þess tíma vildu að listir og menning mótuðu sjálfsmynd þjóðarinnar. Á þessum 65 árum hefur Sinfóníuhljómsveit Íslands orðið ein af grunnstoðum íslensks menningarlífs og vakið alþjóðlega athygli, nú síðast í ágúst með rómuðum tónleikum hennar á hinni frægu tónlistarhátíð BBC Proms. Á síðasta ári sóttu 76.500 manns tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands eða um fjórðungur landsmanna. Samkvæmt nýlegri Gallup könnun hafa 45% fólks á aldrinum 18-34 ára komið á tónleika Sinfóníuhljómsveitarinnar síðustu 2-3 ár og 96,3% tónleikagesta fara ánægð. Á síðasta starfsári lék hljómsveitin fyrir nær 21.500 gesti á skólatónleikum og öðrum opnum tónleikum sem voru þáttur í fræðslustarfi hennar. Þessar tölur sýna að starfsemin snertir stóran hluta þjóðarinnar.Landsliðið Nýlega var skólatónleikum Sinfóníunnar sjónvarpað beint í kvikmyndahúsið Skjaldborg á Patreksfirði þar sem skólabörn á svæðinu fengu tækifæri til að sjá og heyra hljómsveitina leika fyrir fullum Eldborgarsal af reykvískum grunnskólabörnum. Um var að ræða tilraunarverkefni með Símanum en slíkar útsendingar gætu orðið að föstum lið í starfsemi hljómsveitarinnar á næsta starfsári. Á leiðinni á tónleikana heyrðist einn ungra tónleikagesta spyrja vin sinn: „Hvað er eiginlega sinfóníuhljómsveit?“ og vinurinn svaraði: „Það er svona landsliðið í hljóðfæraleik.“ Það er margt líkt með hljóðfæraleikurum og afreksfólki í íþróttum. Þeir þurfa að keppa um stöður í hljómsveitinni. Þeir þurfa stöðugt að viðhalda færni sinni með þjálfun marga klukkutíma á dag. Allir atvinnutónlistarmenn hafa æft á hljóðfæri frá barnæsku. Vinna þeirra krefst ofurnákvæmni og mikillar einbeitingar hvort sem er við æfingar eða á tónleikum. Álagið á tónleikum er slíkt að blóðþrýstingur hljóðfæraleikara mælist hærri en hjá flugumferðarstjórum, flugmönnum og læknum. Hljóðfæraleikarar hafa löngum þurft að berjast fyrir því að störf þeirra væru metin til launa. Ástríða þeirra og hæfileikar hafa verið nokkurs konar kaupauki fyrir samfélagið sem ekki hefur þurft að greiða list þeirra fullu verði. Eins og aðrir launamenn fara þeir fram á að menntun, álag og reynsla sé metin til launahækkana. Vonandi finnst farsæl lausn á kjaradeilunni fyrr en síðar. Því hvað gerist þegar tónlistin þagnar og hvernig hljómar þögnin í Eldborg?
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun