Virði skapandi iðnaðar Kristín A. Atladóttir skrifar 8. apríl 2015 07:00 Undir lok síðustu aldar fóru línur að skýrast varðandi áhrif stafrænnar tækni og víðtækrar dreifingar breiðbands og nettengingar á samfélög heims. Fræðimenn sem og forsvarsmenn stjórnvalda og atvinnulífs víða um heim tóku að leggja drög að stefnumótun og áætlanagerð sem auka myndi hagrænan ávinning og samfélagslegar nytjar af hinu nýja skipulagi, þess er kallast skapandi hagkerfi. Þegar vísbendingar gáfu til kynna að geirinn skapaði meiri tekjur, og átti að öllum líkindum stærri hlut í þjóðarframleiðslu en áður var talið, skapaðist óhjákvæmilega mikil umræða um hagræn áhrif hans. Nýverið hafa menn þó beint sjónum sínum að öðrum, og fleiri, tegundum virðis sem skapandi iðnaður gefur af sér. Hugtakið skapandi hagkerfi er í þróun en ljóst er að það hvílir á skapandi eiginleikum sem uppsprettu hagvaxtar og þróunar. Það stuðlar að sköpun nýrra tekna, nýrra starfa og tekna af útflutningi jafnhliða því að ýta undir félagslega aðild (e. social inclusion), menningarlega fjölbreytni og þróun lífskjara. Það nær til hagrænna, menningarlegra og félagslegra þátta sem spila saman við markmið tækni-, hugverka- og ferðaþjónustugeirans og er þáttur í þekkingarþéttbærum (e. knowledge intensive) hagrænum og þróunartengdum framkvæmdum sem mynda þvertengsl á öllum stigum hins almenna hagkerfis. Í hjarta hins skapandi hagkerfis er skapandi iðnaður. Oftast skilgreindur sem „sá iðnaður sem sprettur af sköpunarhæfni, verkkunnáttu og hæfileikum einstaklinga og felur í sér möguleika á sköpun starfa og auðs með framleiðslu og hagnýtingu hugverkaeigna“ (sem sköpunarverkin veita tilkall til). Þegar umræða um hinn skapandi iðnað hófst hér á landi var ákveðið að þýða ekki hið alþjóðlega heiti heldur kalla geirann „skapandi greinar“. Hugtakið, eða safnheitið, skapandi iðnaður undirstrikar að eiginleikar, sem og tæknilegar og hagrænar forsendur geirans, byggja að hluta á „iðnvæðingu“ hans, þ.e.a.s. fjöldaframleiðslu, rafrænum eftirgerðarmöguleikum sem og stafrænni miðlun á skapandi efni í viðskiptalegum tilgangi. Að um sé að ræða iðnað, þótt um prótótýpur og hið einstaka, jafnvel tímabundna, sé einnig að ræða því hér mætist hinn skapandi geiri og iðnaður á nýjum forsendum. Þó að hugtakið nái yfir menningu og listir er ekki um að ræða allsherjar markaðsvæðingu þess geira. Gert er ráð fyrir áframhaldandi aðkomu hins opinbera við þá lista- og menningageira sem búa við markaðsbresti og áhersla lögð á mikilvægi þess að styðja við frumsköpun í listum og fjárhagslega ósjálfbæra menningu. Þar er kjarnastarfsemi hins skapandi iðnaðar, þar sem fræjum er sáð og sprotarnir vaxa.Heildrænt mat Sköpunarhæfni einstaklinga er mikilvægur eiginleiki og telst eftirsótt gæði í fyrirtækjum og stofnunum samfélagsins. Talið er að veigamestu áhrif hins skapandi hagkerfis séu því ekki eingöngu í skapandi iðnaði, heldur á starfsþekkingu og viðskiptahætti sem skapa aukið virði víðar í hagkerfinu. Viðskiptalífið tileinkar sér í auknum mæli aðferðir sem taldar eru einkennandi fyrir skapandi einstaklinga; nýtingu hugarflugs og sköpunarfærni; stjórnun hugverka- og hugmyndaauðs; ný hvatakerfi sem miða í auknum mæli að sjálfshvötum í stað fjárhagslegra hvata, til að mynda aukið sjálfræði og frumkvæði sem og viðurkenningar sem bæta sjálfsmynd og þátttökuvilja starfsmanna. Afurðir hins skapandi hagkerfis framkalla nokkrar tegundir virðis; hagrænt og félagslegt virði, menningarvirði og umhverfisvirði. Þegar fjallað er um virði menningar í hagrænum skilningi hafa fræðimenn gjarnan lýst tveimur áhrifaþáttum. Að annars vegar sé um að ræða áhrif sem menning leggur til annarra sviða opinberrar stefnumótunar (t.d. til hagvaxtar, heilsu og menntunar) og svo aftur þar sem áhrifin eru tengd persónulegum ávinningi t.d. í formi aukinnar vellíðunar eða andlegrar næringar. Þannig felst hið hagræna virði í eflingu efnislegrar og óefnislegrar velsældar og hið félagslega í ávinningi af félagslegri samkennd og stöðugleika. Umhverfisvirðið tengist náttúrulegum auðlindum og vistkerfum og loks er menningarvirðið falið í innra virði og mótandi áhrifum af list og menningu sem hefur áhrif á einstaklingsbundinn og samfélagslegan þroska. Það er því tímabært að beina augum að öllum þeim tegundum virðis sem hinn skapandi iðnaður, listir og menning, framkalla og meta það heildrænt. Heildrænt mat Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Undir lok síðustu aldar fóru línur að skýrast varðandi áhrif stafrænnar tækni og víðtækrar dreifingar breiðbands og nettengingar á samfélög heims. Fræðimenn sem og forsvarsmenn stjórnvalda og atvinnulífs víða um heim tóku að leggja drög að stefnumótun og áætlanagerð sem auka myndi hagrænan ávinning og samfélagslegar nytjar af hinu nýja skipulagi, þess er kallast skapandi hagkerfi. Þegar vísbendingar gáfu til kynna að geirinn skapaði meiri tekjur, og átti að öllum líkindum stærri hlut í þjóðarframleiðslu en áður var talið, skapaðist óhjákvæmilega mikil umræða um hagræn áhrif hans. Nýverið hafa menn þó beint sjónum sínum að öðrum, og fleiri, tegundum virðis sem skapandi iðnaður gefur af sér. Hugtakið skapandi hagkerfi er í þróun en ljóst er að það hvílir á skapandi eiginleikum sem uppsprettu hagvaxtar og þróunar. Það stuðlar að sköpun nýrra tekna, nýrra starfa og tekna af útflutningi jafnhliða því að ýta undir félagslega aðild (e. social inclusion), menningarlega fjölbreytni og þróun lífskjara. Það nær til hagrænna, menningarlegra og félagslegra þátta sem spila saman við markmið tækni-, hugverka- og ferðaþjónustugeirans og er þáttur í þekkingarþéttbærum (e. knowledge intensive) hagrænum og þróunartengdum framkvæmdum sem mynda þvertengsl á öllum stigum hins almenna hagkerfis. Í hjarta hins skapandi hagkerfis er skapandi iðnaður. Oftast skilgreindur sem „sá iðnaður sem sprettur af sköpunarhæfni, verkkunnáttu og hæfileikum einstaklinga og felur í sér möguleika á sköpun starfa og auðs með framleiðslu og hagnýtingu hugverkaeigna“ (sem sköpunarverkin veita tilkall til). Þegar umræða um hinn skapandi iðnað hófst hér á landi var ákveðið að þýða ekki hið alþjóðlega heiti heldur kalla geirann „skapandi greinar“. Hugtakið, eða safnheitið, skapandi iðnaður undirstrikar að eiginleikar, sem og tæknilegar og hagrænar forsendur geirans, byggja að hluta á „iðnvæðingu“ hans, þ.e.a.s. fjöldaframleiðslu, rafrænum eftirgerðarmöguleikum sem og stafrænni miðlun á skapandi efni í viðskiptalegum tilgangi. Að um sé að ræða iðnað, þótt um prótótýpur og hið einstaka, jafnvel tímabundna, sé einnig að ræða því hér mætist hinn skapandi geiri og iðnaður á nýjum forsendum. Þó að hugtakið nái yfir menningu og listir er ekki um að ræða allsherjar markaðsvæðingu þess geira. Gert er ráð fyrir áframhaldandi aðkomu hins opinbera við þá lista- og menningageira sem búa við markaðsbresti og áhersla lögð á mikilvægi þess að styðja við frumsköpun í listum og fjárhagslega ósjálfbæra menningu. Þar er kjarnastarfsemi hins skapandi iðnaðar, þar sem fræjum er sáð og sprotarnir vaxa.Heildrænt mat Sköpunarhæfni einstaklinga er mikilvægur eiginleiki og telst eftirsótt gæði í fyrirtækjum og stofnunum samfélagsins. Talið er að veigamestu áhrif hins skapandi hagkerfis séu því ekki eingöngu í skapandi iðnaði, heldur á starfsþekkingu og viðskiptahætti sem skapa aukið virði víðar í hagkerfinu. Viðskiptalífið tileinkar sér í auknum mæli aðferðir sem taldar eru einkennandi fyrir skapandi einstaklinga; nýtingu hugarflugs og sköpunarfærni; stjórnun hugverka- og hugmyndaauðs; ný hvatakerfi sem miða í auknum mæli að sjálfshvötum í stað fjárhagslegra hvata, til að mynda aukið sjálfræði og frumkvæði sem og viðurkenningar sem bæta sjálfsmynd og þátttökuvilja starfsmanna. Afurðir hins skapandi hagkerfis framkalla nokkrar tegundir virðis; hagrænt og félagslegt virði, menningarvirði og umhverfisvirði. Þegar fjallað er um virði menningar í hagrænum skilningi hafa fræðimenn gjarnan lýst tveimur áhrifaþáttum. Að annars vegar sé um að ræða áhrif sem menning leggur til annarra sviða opinberrar stefnumótunar (t.d. til hagvaxtar, heilsu og menntunar) og svo aftur þar sem áhrifin eru tengd persónulegum ávinningi t.d. í formi aukinnar vellíðunar eða andlegrar næringar. Þannig felst hið hagræna virði í eflingu efnislegrar og óefnislegrar velsældar og hið félagslega í ávinningi af félagslegri samkennd og stöðugleika. Umhverfisvirðið tengist náttúrulegum auðlindum og vistkerfum og loks er menningarvirðið falið í innra virði og mótandi áhrifum af list og menningu sem hefur áhrif á einstaklingsbundinn og samfélagslegan þroska. Það er því tímabært að beina augum að öllum þeim tegundum virðis sem hinn skapandi iðnaður, listir og menning, framkalla og meta það heildrænt. Heildrænt mat
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun