Ólafur á leið til Frakklands: Stórt skref fyrir mig Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. apríl 2015 06:30 Ólafur Ólafsson. Vísir/Valli Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur í Dominos-deildinni í körfubolta, spilar erlendis í atvinnumennsku næsta vetur en hann er búinn að ganga frá eins árs samningi við franska liðið St. Clement. Liðið spilar í fjórðu efstu deild í Frakklandi og er í baráttunni um að komast upp í C-deildina á þessu tímabili. „Þetta kom upp rétt eftir áramót. Ég er með umboðsmann í mínum málum sem Logi Gunnarsson kom mér í samband við,“ segir Ólafur við Fréttablaðið um aðdraganda vistaskiptanna. Ólafur reyndi síðasta sumar að komast í atvinnumennsku en var of seinn til að eigin sögn. Umboðsmaðurinn hefur haldið áfram að reyna. „Stuttu eftir að við duttum út á móti KR í úrslitakeppninni fékk ég samningstilboð og svo kláraðist þetta í morgun [gærmorgun],“ segir Ólafur, en hann setti sín skilyrði áður en skrifað var undir. „Eitt af þeim var að ég myndi ekki koma fyrr en eftir Evrópumótið í Berlín,“ segir hann, en Ísland hefur leik á EM 5. september og vonast Ólafur til að vera með Íslandi á sínu fyrsta stórmóti. Ólafur kveðst spenntur fyrir nýrri áskorun í deild sem er talin betri en deildin hér heima. „Þetta er bara mjög flott. Það spila 56 lið í þessari NM2-deild og það yrði bara betra ef liðið kemst upp. Þarna er verið að setja saman lið til að komast í næstu deild. Þetta er bara stórt skref fyrir mig,“ segir Ólafur sem þarf nú að kveðja Grindavík, liðið sem hann hefur spilað með allan sinn feril. „Það stóð alltaf til að ég gæti farið. Í samningnum mínum var ákvæði um að ég gæti farið ef lið utan landsteinanna hefðu áhuga – ekki ef íslenskt lið kæmi með tilboð. Þá færi ég ekki neitt. Grindvíkingar tóku þessu bara vel og voru ánægðir hvað þetta kom snemma upp þannig að þeir geta farið að ganga frá sínum málum,“ segir Ólafur Ólafsson. Dominos-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira
Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur í Dominos-deildinni í körfubolta, spilar erlendis í atvinnumennsku næsta vetur en hann er búinn að ganga frá eins árs samningi við franska liðið St. Clement. Liðið spilar í fjórðu efstu deild í Frakklandi og er í baráttunni um að komast upp í C-deildina á þessu tímabili. „Þetta kom upp rétt eftir áramót. Ég er með umboðsmann í mínum málum sem Logi Gunnarsson kom mér í samband við,“ segir Ólafur við Fréttablaðið um aðdraganda vistaskiptanna. Ólafur reyndi síðasta sumar að komast í atvinnumennsku en var of seinn til að eigin sögn. Umboðsmaðurinn hefur haldið áfram að reyna. „Stuttu eftir að við duttum út á móti KR í úrslitakeppninni fékk ég samningstilboð og svo kláraðist þetta í morgun [gærmorgun],“ segir Ólafur, en hann setti sín skilyrði áður en skrifað var undir. „Eitt af þeim var að ég myndi ekki koma fyrr en eftir Evrópumótið í Berlín,“ segir hann, en Ísland hefur leik á EM 5. september og vonast Ólafur til að vera með Íslandi á sínu fyrsta stórmóti. Ólafur kveðst spenntur fyrir nýrri áskorun í deild sem er talin betri en deildin hér heima. „Þetta er bara mjög flott. Það spila 56 lið í þessari NM2-deild og það yrði bara betra ef liðið kemst upp. Þarna er verið að setja saman lið til að komast í næstu deild. Þetta er bara stórt skref fyrir mig,“ segir Ólafur sem þarf nú að kveðja Grindavík, liðið sem hann hefur spilað með allan sinn feril. „Það stóð alltaf til að ég gæti farið. Í samningnum mínum var ákvæði um að ég gæti farið ef lið utan landsteinanna hefðu áhuga – ekki ef íslenskt lið kæmi með tilboð. Þá færi ég ekki neitt. Grindvíkingar tóku þessu bara vel og voru ánægðir hvað þetta kom snemma upp þannig að þeir geta farið að ganga frá sínum málum,“ segir Ólafur Ólafsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira