Ungt fólk til áhrifa Katrín Jakobsdóttir skrifar 31. mars 2015 07:00 Ein sterkasta krafa samtímans er krafan um aukið lýðræði. Á sama tíma minnkar kosningaþátttaka sem vekur efasemdir um hvort nægilega vel er komið til móts við þá kröfu. Hlutverk okkar í stjórnmálum er að takast á við þetta vandamál og vernda og efla lýðræðið. Lýðræði snýst ekki aðeins um form og ferla þó að vissulega sé slíkt mikilvægt í lýðræðissamfélögum. En lýðræðið snýst um meira; lýðræði er ekki aðeins stjórnarform heldur hugsjón. Lýðræði er lífsmáti; það snýst um að taka þátt, hafa áhrif í stóru og smáu og finna að maður hafi áhrif; að á mann sé hlustað. Á síðasta kjörtímabili var lýðræðismenntun sett inn í námskrá en reynslan hefur kennt okkur að menntakerfið hefur víðtæk áhrif á hugmyndir okkur um lýðræði. Aðgengi að upplýsingum er annar grundvallarþáttur í eflingu lýðræðis en upplýsingalögum var breytt til batnaðar á síðasta kjörtímabili. Gott dæmi um lýðræðislegri vinnubrögð við stefnumótun hjá hinu opinbera er sóknaráætlun landshluta sem var unnin í samráði við íbúa og hagsmunaaðila í hverjum landshluta. Það er mikilvægt að beita ólíkum aðferðum til að efla lýðræði. Eitt af því sem vert er að skoða er kosningaaldur, en við Árni Páll Árnason, ásamt þingmönnum úr VG og Samfylkingu, höfum lagt fram tillögu um að kosningaaldur verði lækkaður í 16 ár. Árið 2011 samþykkti þing Evrópuráðsins ályktun um aukið lýðræði með lækkun kosningaaldurs í 16 ár. Austurríki hefur þegar lækkað kosningaaldur. Þá hafa nokkur Evrópuríki ráðist í að lækka kosningaaldur í 16 ár í héraðs- og sveitarstjórnarkosningum og í Noregi hefur slíku aldurstakmarki verið komið á í tilraunaskyni í tuttugu sveitarfélögum. Ungt fólk í samtímanum hefur aðgang að miklum upplýsingum og þegar maður ræðir við ungt fólk í framhaldsskólum landsins er ljóst að það hefur skoðanir á ólíkustu málefnum. Hins vegar virðist dvínandi kosningaþátttaka benda til þess að hefðbundin stjórnmál höfði ekki nægilega vel til ungs fólks og þess vegna er mikilvægt að veita því aukin tækifæri til að hafa áhrif á samfélagið og láta rödd sína heyrast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Ein sterkasta krafa samtímans er krafan um aukið lýðræði. Á sama tíma minnkar kosningaþátttaka sem vekur efasemdir um hvort nægilega vel er komið til móts við þá kröfu. Hlutverk okkar í stjórnmálum er að takast á við þetta vandamál og vernda og efla lýðræðið. Lýðræði snýst ekki aðeins um form og ferla þó að vissulega sé slíkt mikilvægt í lýðræðissamfélögum. En lýðræðið snýst um meira; lýðræði er ekki aðeins stjórnarform heldur hugsjón. Lýðræði er lífsmáti; það snýst um að taka þátt, hafa áhrif í stóru og smáu og finna að maður hafi áhrif; að á mann sé hlustað. Á síðasta kjörtímabili var lýðræðismenntun sett inn í námskrá en reynslan hefur kennt okkur að menntakerfið hefur víðtæk áhrif á hugmyndir okkur um lýðræði. Aðgengi að upplýsingum er annar grundvallarþáttur í eflingu lýðræðis en upplýsingalögum var breytt til batnaðar á síðasta kjörtímabili. Gott dæmi um lýðræðislegri vinnubrögð við stefnumótun hjá hinu opinbera er sóknaráætlun landshluta sem var unnin í samráði við íbúa og hagsmunaaðila í hverjum landshluta. Það er mikilvægt að beita ólíkum aðferðum til að efla lýðræði. Eitt af því sem vert er að skoða er kosningaaldur, en við Árni Páll Árnason, ásamt þingmönnum úr VG og Samfylkingu, höfum lagt fram tillögu um að kosningaaldur verði lækkaður í 16 ár. Árið 2011 samþykkti þing Evrópuráðsins ályktun um aukið lýðræði með lækkun kosningaaldurs í 16 ár. Austurríki hefur þegar lækkað kosningaaldur. Þá hafa nokkur Evrópuríki ráðist í að lækka kosningaaldur í 16 ár í héraðs- og sveitarstjórnarkosningum og í Noregi hefur slíku aldurstakmarki verið komið á í tilraunaskyni í tuttugu sveitarfélögum. Ungt fólk í samtímanum hefur aðgang að miklum upplýsingum og þegar maður ræðir við ungt fólk í framhaldsskólum landsins er ljóst að það hefur skoðanir á ólíkustu málefnum. Hins vegar virðist dvínandi kosningaþátttaka benda til þess að hefðbundin stjórnmál höfði ekki nægilega vel til ungs fólks og þess vegna er mikilvægt að veita því aukin tækifæri til að hafa áhrif á samfélagið og láta rödd sína heyrast.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun