Heilbrigðisþjónustunni á ekki að breyta í kyrrþey Ögmundur Jónasson skrifar 25. mars 2015 07:00 Það mun hafa verið undir aldarlokin að kunningi minn lá banaleguna á Borgarspítalanum í Reykjavík með óviðráðanlegt krabbamein. Á sjúkrahúsinu fékk hann þá umönnun og þjónustu sem völ var á. Þó ekki alveg. Þegar gera þurfti tilteknar röntgenrannsóknir var ekið með hann í sjúkrabíl á Domus Medica þar sem var að finna enn betri tæki en á sjúkrahúsinu.Læknar og stjórnmálamenn einkavæða Hvernig gat þetta verið? Hver hafði greitt fyrir þessi tæki? Greiðslurnar höfðu að sjálfsögðu komið úr ríkissjóði í gegnum almannatryggingar. Til Domus var sjúklingum nefnilega vísað í þeim mun stríðari straumum sem meira var skorið niður á sjúkrahúsum þar sem þessi þjónusta hafði verið veitt. Þar lengdust biðraðir fyrir bragðið. Ég minnist þess að gera athugasemd þegar mér var vísað á einkarekna stofu til myndatöku, sagðist heldur vilja fara annað. Ég spurði jafnframt hvort læknirinn gerði sér ekki örugglega grein fyrir því að hann væri að taka ákvörðun sem væri ekki síður fjármálaleg en læknisfræðileg. Tilvísuninni var breytt og merkt við í kladdann að þessi sjúklingur væri með sérviskuleg viðhorf.Blandan að breytast Viðhorfin eru samt ekki sérviskulegri en svo að á grundvelli þessa tvenns, niðurskurðar í almannaþjónustunni og greiðsluflæðis til einkareksturs á heilbrigðissviði er læknisþjónusta smám saman að færast í prívat hendur. Sjálfum hefur mér alltaf þótt vera í lagi – og meira að segja til góðs – að hafa afmarkaðan einkapraxís til hliðar við almannaþjónustuna, en blandan þyrfti að vera rétt. Ég óttast að hlutföllin séu nú smám saman að breytast einkarekstri í hag, að ekki sé á það minnst ef hér rísa einkarekin sjúkrahús kostuð af hinu opinbera og gjöldum frá betur megandi sjúklingum. Á slíkum einkareknum sjúkrahúsum í eigu fjárfesta þrifust væntanlega illa hinir sjálfstæðu kóngar og drottningar í læknastétt sem nú una vel sínum hag á eigin stofum.Rógburður? Nú er hættan sú að skrif mín verði skilgreind sem níð og rógburður um einkarekna heilbrigðisþjónustu. Vísa ég þar í grein eftir Birgi Guðjónsson lækni sem skrifar í Fréttablaðið 18. mars síðastliðinn. Upphaf greinarinnar er svohljóðandi: „Prófessor við HÍ hefur sem oftar farið mikinn við að rægja einkarekstur í heilbrigðiskerfinu og verið fylgt eftir af lektor og alþingismönnum á vinstri væng. Engin tilraun er gerð til að skilgreina gæði.“ Hér er greinilega vísað til rannsókna og skrifa Rúnars Vilhjálmssonar prófessors og síðan okkar alþingismanna sem höfum varað við því að svelta almannarekna heilbrigðisþjónustu á sama tíma og einkapraksís er auðveldað lífið.Lofsverðar rannsóknir Ástæða er til að þakka Rúnari Vilhjálmssyni prófessor fyrir vandaða og málefnalega umfjöllun um heilbrigðismál. Rúnar hefur rannsakað sérstaklega þá þróun sem orðið hefur í hlutdeild sjúklinga við fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar og hvernig sífellt hærri þjónustugjöld hafa haft áhrif á aðgengi tekjulægri hluta samfélagsins að læknisþjónustu. Einnig ber að þakka félagasamtökum á borð við Krabbameinsfélagið sem gengist hafa fyrir vönduðum rannsóknum af þessu tagi og vísa ég þar í rannsókn Ingimars Einarssonar frá árinu 2013 um tengt efni.Málefnaleg umræða til góðs Birgir Guðjónsson fjallar í grein sinni fyrst og fremst um ágæti einkareksturs umfram almannaþjónustu. Um þetta hafa einnig verið gerðar rannsóknir og skýrslur og Landlæknisembættið í tímans rás leitt okkur í sanninn um ýmsar staðreyndir í þessum efnum og nefni ég þar, að öðrum ólöstuðum, Ólaf Ólafsson, fyrrum landlækni, sem hefur verið óþreytandi í upplýsingamiðlun um þetta efni. Sömu sögu er að segja af BSRB sem í áranna rás hefur fengið hingað til lands fjölda sérfræðinga til að gera grein fyrir rannsóknum á samspili einkareksturs og almannaþjónustu. Allir þessir aðilar fagna málefnalegri umræðu um þessi efni en hljóta að taka því illa að vera sökuð um rógburð þegar bent er á staðreyndir um félagslega og efnahagslega mismunun í einkareknum heilbrigðiskerfum.Sem flestir taki þátt Birgir Guðjónsson klykkir út í grein sinni með því að segja að einkavæðing sé fyrst og fremst í þágu sjúklinga. Máli sínu til stuðnings vísar hann til biðlista í almannaþjónustunni og greiðari aðgangs í einkarekinni þjónustu. Ég svara því til að þessu valdi óhóflegur niðurskurður á framlögum til opinberu þjónustunnar og afleiðingin gæti orðið sú að annars ágæt blanda breytist sjúklingum og skattborgurum í óhag. Fyrir því hef ég oft fært rök og vil gera það enn. Ég hvet sem flesta að taka þátt í þessari umræðu. Breytingar á heilbrigðisþjónustunni eiga ekki og mega ekki gerast í kyrrþey. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það mun hafa verið undir aldarlokin að kunningi minn lá banaleguna á Borgarspítalanum í Reykjavík með óviðráðanlegt krabbamein. Á sjúkrahúsinu fékk hann þá umönnun og þjónustu sem völ var á. Þó ekki alveg. Þegar gera þurfti tilteknar röntgenrannsóknir var ekið með hann í sjúkrabíl á Domus Medica þar sem var að finna enn betri tæki en á sjúkrahúsinu.Læknar og stjórnmálamenn einkavæða Hvernig gat þetta verið? Hver hafði greitt fyrir þessi tæki? Greiðslurnar höfðu að sjálfsögðu komið úr ríkissjóði í gegnum almannatryggingar. Til Domus var sjúklingum nefnilega vísað í þeim mun stríðari straumum sem meira var skorið niður á sjúkrahúsum þar sem þessi þjónusta hafði verið veitt. Þar lengdust biðraðir fyrir bragðið. Ég minnist þess að gera athugasemd þegar mér var vísað á einkarekna stofu til myndatöku, sagðist heldur vilja fara annað. Ég spurði jafnframt hvort læknirinn gerði sér ekki örugglega grein fyrir því að hann væri að taka ákvörðun sem væri ekki síður fjármálaleg en læknisfræðileg. Tilvísuninni var breytt og merkt við í kladdann að þessi sjúklingur væri með sérviskuleg viðhorf.Blandan að breytast Viðhorfin eru samt ekki sérviskulegri en svo að á grundvelli þessa tvenns, niðurskurðar í almannaþjónustunni og greiðsluflæðis til einkareksturs á heilbrigðissviði er læknisþjónusta smám saman að færast í prívat hendur. Sjálfum hefur mér alltaf þótt vera í lagi – og meira að segja til góðs – að hafa afmarkaðan einkapraxís til hliðar við almannaþjónustuna, en blandan þyrfti að vera rétt. Ég óttast að hlutföllin séu nú smám saman að breytast einkarekstri í hag, að ekki sé á það minnst ef hér rísa einkarekin sjúkrahús kostuð af hinu opinbera og gjöldum frá betur megandi sjúklingum. Á slíkum einkareknum sjúkrahúsum í eigu fjárfesta þrifust væntanlega illa hinir sjálfstæðu kóngar og drottningar í læknastétt sem nú una vel sínum hag á eigin stofum.Rógburður? Nú er hættan sú að skrif mín verði skilgreind sem níð og rógburður um einkarekna heilbrigðisþjónustu. Vísa ég þar í grein eftir Birgi Guðjónsson lækni sem skrifar í Fréttablaðið 18. mars síðastliðinn. Upphaf greinarinnar er svohljóðandi: „Prófessor við HÍ hefur sem oftar farið mikinn við að rægja einkarekstur í heilbrigðiskerfinu og verið fylgt eftir af lektor og alþingismönnum á vinstri væng. Engin tilraun er gerð til að skilgreina gæði.“ Hér er greinilega vísað til rannsókna og skrifa Rúnars Vilhjálmssonar prófessors og síðan okkar alþingismanna sem höfum varað við því að svelta almannarekna heilbrigðisþjónustu á sama tíma og einkapraksís er auðveldað lífið.Lofsverðar rannsóknir Ástæða er til að þakka Rúnari Vilhjálmssyni prófessor fyrir vandaða og málefnalega umfjöllun um heilbrigðismál. Rúnar hefur rannsakað sérstaklega þá þróun sem orðið hefur í hlutdeild sjúklinga við fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar og hvernig sífellt hærri þjónustugjöld hafa haft áhrif á aðgengi tekjulægri hluta samfélagsins að læknisþjónustu. Einnig ber að þakka félagasamtökum á borð við Krabbameinsfélagið sem gengist hafa fyrir vönduðum rannsóknum af þessu tagi og vísa ég þar í rannsókn Ingimars Einarssonar frá árinu 2013 um tengt efni.Málefnaleg umræða til góðs Birgir Guðjónsson fjallar í grein sinni fyrst og fremst um ágæti einkareksturs umfram almannaþjónustu. Um þetta hafa einnig verið gerðar rannsóknir og skýrslur og Landlæknisembættið í tímans rás leitt okkur í sanninn um ýmsar staðreyndir í þessum efnum og nefni ég þar, að öðrum ólöstuðum, Ólaf Ólafsson, fyrrum landlækni, sem hefur verið óþreytandi í upplýsingamiðlun um þetta efni. Sömu sögu er að segja af BSRB sem í áranna rás hefur fengið hingað til lands fjölda sérfræðinga til að gera grein fyrir rannsóknum á samspili einkareksturs og almannaþjónustu. Allir þessir aðilar fagna málefnalegri umræðu um þessi efni en hljóta að taka því illa að vera sökuð um rógburð þegar bent er á staðreyndir um félagslega og efnahagslega mismunun í einkareknum heilbrigðiskerfum.Sem flestir taki þátt Birgir Guðjónsson klykkir út í grein sinni með því að segja að einkavæðing sé fyrst og fremst í þágu sjúklinga. Máli sínu til stuðnings vísar hann til biðlista í almannaþjónustunni og greiðari aðgangs í einkarekinni þjónustu. Ég svara því til að þessu valdi óhóflegur niðurskurður á framlögum til opinberu þjónustunnar og afleiðingin gæti orðið sú að annars ágæt blanda breytist sjúklingum og skattborgurum í óhag. Fyrir því hef ég oft fært rök og vil gera það enn. Ég hvet sem flesta að taka þátt í þessari umræðu. Breytingar á heilbrigðisþjónustunni eiga ekki og mega ekki gerast í kyrrþey.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar