Lífið

Kassamerki í tilefni hundrað ára afmælis

Adda Soffia Ingvarsdottir skrifar
Hanna og Unnur með auglýsingarnar fyrir #hundadgram
Hanna og Unnur með auglýsingarnar fyrir #hundadgram Vísir/Vilhelm
Í tilefni af 100 ára afmælis kosningaréttar hefur kassamerkið #hundradgram verið stofnað, en þar er ungt fólk hvatt til þess að setja inn myndir tengdum afmælinu.

„Hún Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, framkvæmdastýra 100 ára afmælisins, bað okkur um að útfæra einhverja hugmynd sem myndi ná til ungs fólks og hvetja til umfjöllunar um þetta,“ segir Hanna Björg Vilhjálmsdóttir sem ásamt Unni Gísladóttur stofnaði kassamerkið #hundradgram til að nota á samfélagsmiðlinum Instagram.

Þar er ungt fólk hvatt til þess að setja inn myndir tengdar kosningarétti, jafnrétti og lýðræði.

„Það er jafn mikilvægt að strákarnir taki þátt og stelpurnar. Við viljum bara að þau verði óhrædd við að vera skapandi og setja skemmtilegar myndir þarna inn, til þess að hvetja til umræðu,“ segir hún.

Besta myndin verður svo valin þann 16. apríl og er dómnefndin skipuð þeim Hugleik Dagssyni, Söru Riel myndlistarkonu og Lilju Birgisdóttur ljósmyndara. „Verðlaunin eru ekki 50.000 kall heldur 50.000 konur,“ segir Hanna og hlær. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.