Ég bað strákana um einn greiða fyrir leikinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. mars 2015 10:00 Pálmi varð þrívegis Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari á tæplega 20 ára ferli. Vísir/Vilhelm Körfuknattleiksmaðurinn Pálmi Freyr Sigurgeirsson lék sinn síðasta leik á ferlinum þegar Snæfell bar sigurorð af Grindavík, 91-89, í lokaumferð Domino's-deildarinnar á fimmtudaginn. „Ég bað strákana um einn greiða fyrir leikinn; að fá sigur í síðasta leik. Og það gekk eftir. Ég geng sáttur frá borði,“ sagði Pálmi við Fréttablaðið í gær, en hann skoraði 16 stig í kveðjuleiknum.Planið var að enda í Breiðabliki Ferill Pálma í meistaraflokki spannaði 19 ár. Hann hóf ferilinn með Breiðabliki í Kópavogi og lék með uppeldisfélaginu til ársins 2004, fyrir utan eitt tímabil með Snæfelli (1999-2000). Blikar komust í úrslitakeppnina vorið 2002 en Pálmi segir það tímabil hafa verið mjög eftirminnilegt: „Við spiluðum við Njarðvík í úrslitakeppninni, sællar minningar. Það var mjög skemmtileg sería og við fylltum Smárann sem var ekki mjög algengt.“ Blikar töpuðu umræddri seríu 2-1 fyrir Njarðvík sem varð síðan Íslandsmeistari. Eftir það fór að halla undan fæti hjá Breiðabliki og liðið féll 2004. Pálmi söðlaði þá um, samdi aftur við Snæfell og spilaði fyrir vestan tímabilið 2004-05. Eftir það gekk hann til liðs við KR og lék í svarthvítu treyjunni til 2009. „Það var mjög góður tími og gaman að vinna tvo Íslandsmeistaratitla,“ sagði Pálmi sem varð meistari 2007 og 2009. Hann segir að það hafi alltaf verið ætlunin að enda ferilinn með uppeldisfélaginu í Kópavogi. Það gekk hins vegar ekki upp og Pálmi fór í þriðja sinn vestur 2009, þar sem honum bauðst vinna. „Það var þess valdandi að ég fór aftur í Hólminn og ég hef átt frábær ár hér,“ sagði bakvörðurinn, en fyrsta tímabilið hans hjá Snæfelli var draumi líkast, en liðið varð þá bæði Íslands- og bikarmeistari. Pálmi segir að Íslandsmeistaratitlarnir þrír standi upp úr þegar hann líti yfir ferilinn. „Þessir titlar lifa í minningunni. Það var mikið ævintýri að vinna fyrsta titilinn með KR 2007. Það var rosaleg stemning á leikjum í úrslitakeppninni. Það var svolítið öðruvísi að vinna titilinn þá og svo 2009 þegar allir bjuggust við að KR myndi ekki tapa leik. Árið 2007 voru Njarðvíkingar deildarmeistarar og taldir sigurstranglegri,“ sagði Pálmi þegar hann rifjar upp árin í Vesturbænum. Hann segir að fjórði leikurinn í úrslitarimmunni gegn Njarðvík 2007 sé sá eftirminnilegasti á ferlinum sem og fimmti úrslitaleikur Snæfells og Keflavíkur 2010.Spiluðum leik lífs okkar „Við spiluðum leik lífs okkar í þessum leik. Það voru margir frábærir leikmenn í þessu liði,“ sagði Pálmi um leik fimm gegn Keflavík sem Snæfell vann með miklum yfirburðum, 69-105, en staðan eftir fyrsta leikhluta var 19-37. Íslandsmeistaratitillinn 2010 var sérstæður að því leyti að Snæfell endaði í 6. sæti deildarkeppninnar og var ekki með heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. „Við spiluðum ekki nógu vel á tímabilinu og lentum í 6. sæti sem voru viss vonbrigði. En við vorum orðnir bikarmeistarar og vissum alveg hvað bjó í liðinu. Svo hrukkum við í gang í úrslitakeppninni,“ sagði Pálmi. Aðspurður um mestu vonbrigðin á ferlinum nefnir Pálmi tímabilið 2003-2004, þegar Breiðablik féll úr efstu deild og bikarúrslitaleikinn 2009, sem KR tapaði mjög óvænt fyrir Stjörnunni. Hann segir það einnig hafa verið erfitt að kyngja tapinu gegn Keflavík í úrslitunum 2005, þegar hann lék með Snæfelli. En hvað tekur nú við hjá Pálma þegar skórnir eru komnir upp í hillu? „Nú einbeitir maður sér bara að föðurhlutverkinu. Það er verðugt verkefni,“ sagði Pálmi sem á sex mánaða gamlan son. Hann segir annars óvíst hvað framtíðin beri í skauti sér en segir þó að næstu verkefni hjá sér verði ekki körfuboltatengd. Dominos-deild karla Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Hádramatík í lokaumferð NFL og ljóst hvaða lið mætast Sport Fleiri fréttir Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Sjá meira
Körfuknattleiksmaðurinn Pálmi Freyr Sigurgeirsson lék sinn síðasta leik á ferlinum þegar Snæfell bar sigurorð af Grindavík, 91-89, í lokaumferð Domino's-deildarinnar á fimmtudaginn. „Ég bað strákana um einn greiða fyrir leikinn; að fá sigur í síðasta leik. Og það gekk eftir. Ég geng sáttur frá borði,“ sagði Pálmi við Fréttablaðið í gær, en hann skoraði 16 stig í kveðjuleiknum.Planið var að enda í Breiðabliki Ferill Pálma í meistaraflokki spannaði 19 ár. Hann hóf ferilinn með Breiðabliki í Kópavogi og lék með uppeldisfélaginu til ársins 2004, fyrir utan eitt tímabil með Snæfelli (1999-2000). Blikar komust í úrslitakeppnina vorið 2002 en Pálmi segir það tímabil hafa verið mjög eftirminnilegt: „Við spiluðum við Njarðvík í úrslitakeppninni, sællar minningar. Það var mjög skemmtileg sería og við fylltum Smárann sem var ekki mjög algengt.“ Blikar töpuðu umræddri seríu 2-1 fyrir Njarðvík sem varð síðan Íslandsmeistari. Eftir það fór að halla undan fæti hjá Breiðabliki og liðið féll 2004. Pálmi söðlaði þá um, samdi aftur við Snæfell og spilaði fyrir vestan tímabilið 2004-05. Eftir það gekk hann til liðs við KR og lék í svarthvítu treyjunni til 2009. „Það var mjög góður tími og gaman að vinna tvo Íslandsmeistaratitla,“ sagði Pálmi sem varð meistari 2007 og 2009. Hann segir að það hafi alltaf verið ætlunin að enda ferilinn með uppeldisfélaginu í Kópavogi. Það gekk hins vegar ekki upp og Pálmi fór í þriðja sinn vestur 2009, þar sem honum bauðst vinna. „Það var þess valdandi að ég fór aftur í Hólminn og ég hef átt frábær ár hér,“ sagði bakvörðurinn, en fyrsta tímabilið hans hjá Snæfelli var draumi líkast, en liðið varð þá bæði Íslands- og bikarmeistari. Pálmi segir að Íslandsmeistaratitlarnir þrír standi upp úr þegar hann líti yfir ferilinn. „Þessir titlar lifa í minningunni. Það var mikið ævintýri að vinna fyrsta titilinn með KR 2007. Það var rosaleg stemning á leikjum í úrslitakeppninni. Það var svolítið öðruvísi að vinna titilinn þá og svo 2009 þegar allir bjuggust við að KR myndi ekki tapa leik. Árið 2007 voru Njarðvíkingar deildarmeistarar og taldir sigurstranglegri,“ sagði Pálmi þegar hann rifjar upp árin í Vesturbænum. Hann segir að fjórði leikurinn í úrslitarimmunni gegn Njarðvík 2007 sé sá eftirminnilegasti á ferlinum sem og fimmti úrslitaleikur Snæfells og Keflavíkur 2010.Spiluðum leik lífs okkar „Við spiluðum leik lífs okkar í þessum leik. Það voru margir frábærir leikmenn í þessu liði,“ sagði Pálmi um leik fimm gegn Keflavík sem Snæfell vann með miklum yfirburðum, 69-105, en staðan eftir fyrsta leikhluta var 19-37. Íslandsmeistaratitillinn 2010 var sérstæður að því leyti að Snæfell endaði í 6. sæti deildarkeppninnar og var ekki með heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. „Við spiluðum ekki nógu vel á tímabilinu og lentum í 6. sæti sem voru viss vonbrigði. En við vorum orðnir bikarmeistarar og vissum alveg hvað bjó í liðinu. Svo hrukkum við í gang í úrslitakeppninni,“ sagði Pálmi. Aðspurður um mestu vonbrigðin á ferlinum nefnir Pálmi tímabilið 2003-2004, þegar Breiðablik féll úr efstu deild og bikarúrslitaleikinn 2009, sem KR tapaði mjög óvænt fyrir Stjörnunni. Hann segir það einnig hafa verið erfitt að kyngja tapinu gegn Keflavík í úrslitunum 2005, þegar hann lék með Snæfelli. En hvað tekur nú við hjá Pálma þegar skórnir eru komnir upp í hillu? „Nú einbeitir maður sér bara að föðurhlutverkinu. Það er verðugt verkefni,“ sagði Pálmi sem á sex mánaða gamlan son. Hann segir annars óvíst hvað framtíðin beri í skauti sér en segir þó að næstu verkefni hjá sér verði ekki körfuboltatengd.
Dominos-deild karla Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Hádramatík í lokaumferð NFL og ljóst hvaða lið mætast Sport Fleiri fréttir Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Sjá meira