Stytting vinnuviku í Reykjavík Sóley Tómasdóttir og Magnús Már Guðmundsson og Helga Jónsdóttir skrifa 2. mars 2015 00:00 Nú um mánaðamótin hefst afar spennandi tilraunaverkefni í Reykjavík um styttingu vinnudags án launaskerðingar. Verkefnið nær til tveggja starfsstaða borgarinnar; annars vegar Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts og hins vegar Barnaverndar Reykjavíkur. Þjónustumiðstöðin mun loka klukkutíma fyrr alla virka daga en skrifstofa Barnaverndar verður lokuð eftir hádegi á föstudögum. Bakvakt og neyðarþjónustu verður sinnt með sama hætti og áður utan hefðbundins opnunartíma. Markmiðið með tilraunaverkefninu er að kanna áhrif á vellíðan og starfsanda starfsmanna og þjónustu starfsstaðanna, bæði með tilliti til gæða og hagkvæmni. Þessir tveir tilteknu starfsstaðir voru valdir eftir mikla yfirlegu og var m.a. horft til þess að á báðum stöðum hefur starfsfólk unnið undir miklu álagi síðustu misseri. Sífellt fleiri hafa á undanförnum árum talað fyrir styttingu vinnuvikunnar og ekki að ástæðulausu. Íslendingar vinna að jafnaði nokkrum klukkustundum lengur en aðrir Norðurlandabúar í viku hverri og þá hefur verið sýnt fram á að starfsánægja og afköst starfsfólks aukast hlutfallslega með styttri vinnutíma. Styttri vinnudagur getur þannig orðið ein leið til að auka framleiðni, öllum til hagsbóta. Víða hefur tekist að stytta vinnuvikuna án þess að það hafi teljandi áhrif á afköst eða launakostnað. Það er því í raun lítið því til fyrirstöðu að skoða hvort slíkar aðgerðir séu framkvæmanlegar hér á landi. Það skref hefur Reykjavíkurborg nú stigið fyrst allra sveitarfélaga hér á landi að því er við best vitum. Fjölskylduvænt samfélag og langur vinnutími fara ekki saman. Þess vegna bindum við sem störfum ásamt embættismönnum í stýrihóp tilraunaverkefnisins miklar vonir við verkefnið sem mun standa a.m.k. fram á haust þegar ákvörðun verður tekin um framhaldið með hliðsjón af reynslunni. Við vonumst til þess að hægt verði að taka stærri skref þegar tilraunaverkefninu lýkur svo koma megi á fjölskylduvænna samfélagi og tryggja aukinn jöfnuð og lífsgæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Már Guðmundsson Sóley Tómasdóttir Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Sjá meira
Nú um mánaðamótin hefst afar spennandi tilraunaverkefni í Reykjavík um styttingu vinnudags án launaskerðingar. Verkefnið nær til tveggja starfsstaða borgarinnar; annars vegar Þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Grafarholts og hins vegar Barnaverndar Reykjavíkur. Þjónustumiðstöðin mun loka klukkutíma fyrr alla virka daga en skrifstofa Barnaverndar verður lokuð eftir hádegi á föstudögum. Bakvakt og neyðarþjónustu verður sinnt með sama hætti og áður utan hefðbundins opnunartíma. Markmiðið með tilraunaverkefninu er að kanna áhrif á vellíðan og starfsanda starfsmanna og þjónustu starfsstaðanna, bæði með tilliti til gæða og hagkvæmni. Þessir tveir tilteknu starfsstaðir voru valdir eftir mikla yfirlegu og var m.a. horft til þess að á báðum stöðum hefur starfsfólk unnið undir miklu álagi síðustu misseri. Sífellt fleiri hafa á undanförnum árum talað fyrir styttingu vinnuvikunnar og ekki að ástæðulausu. Íslendingar vinna að jafnaði nokkrum klukkustundum lengur en aðrir Norðurlandabúar í viku hverri og þá hefur verið sýnt fram á að starfsánægja og afköst starfsfólks aukast hlutfallslega með styttri vinnutíma. Styttri vinnudagur getur þannig orðið ein leið til að auka framleiðni, öllum til hagsbóta. Víða hefur tekist að stytta vinnuvikuna án þess að það hafi teljandi áhrif á afköst eða launakostnað. Það er því í raun lítið því til fyrirstöðu að skoða hvort slíkar aðgerðir séu framkvæmanlegar hér á landi. Það skref hefur Reykjavíkurborg nú stigið fyrst allra sveitarfélaga hér á landi að því er við best vitum. Fjölskylduvænt samfélag og langur vinnutími fara ekki saman. Þess vegna bindum við sem störfum ásamt embættismönnum í stýrihóp tilraunaverkefnisins miklar vonir við verkefnið sem mun standa a.m.k. fram á haust þegar ákvörðun verður tekin um framhaldið með hliðsjón af reynslunni. Við vonumst til þess að hægt verði að taka stærri skref þegar tilraunaverkefninu lýkur svo koma megi á fjölskylduvænna samfélagi og tryggja aukinn jöfnuð og lífsgæði.
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar