Átta ástæður til að stunda ekki viðskipti á Íslandi Stjórnarmaðurinn skrifar 25. febrúar 2015 07:00 1. Það þarf að leggja út tæpar 650 þúsund krónur til að stofna einkahlutafélag. Í Bretlandi þarf tvö hundruð krónur. Þetta skiptir miklu máli fyrir smærri félög. 2. Íslenskir fatakaupmenn greiða tvöfaldan toll af vörukaupum. 15% þegar varningur lendir innan Evrópusambandsins, frá Kína eða sambærilegu framleiðslulandi, og svo aftur við flutning frá Evrópu til Íslands. Eru stjórnvöld undrandi á því að H&M er sagt vera með 30% markaðshlutdeild á Íslandi án þess að reka verslun hér á landi? 3. Fyrirtækjaskrá neyðir þig til að borga 25 þúsund krónur í þjónustugjöld til bankans fyrir að fá skráða íslenska kennitölu á erlent félag. Þetta snýst um eitt eyðublað; það er ekki hlutverk opinberra aðila að innheimta gjöld fyrir einkarekna banka. 4. Afgreiðsla hjá opinberum aðilum á borð við skattayfirvöld og fyrirtækjaskrá er tilviljanakennd, seinvirk, og einkennist af tortryggni. Hvernig má það vera að ekki sé allt orðið rafrænt hjá fyrirtækjaskrá árið 2015? 5. Umræða í fjölmiðlum er óvinveitt erlendum fjárfestum. Kröfuhafar bankanna eru iðulega kallaðir „hrægammar“ eða „hrægammasjóðir“. Vissulega er rétt að í einhverjum tilvikum eru kröfurnar í eigu aðila sem stunda það að fjárfesta í „eitruðum“ eignum. Þó eru þessar kröfur keyptar í samræmi við gildandi reglur, og af fyrri kröfuhöfum sem stofnuðu til viðskipta í góðri trú. Sama gildir um Huang Nobu – tókst einhverjum einhvern tíma að færa sönnur fyrir því að hann gengi erinda vondra kínverskra kommúnista þegar hann sýndi áhuga á að kaupa eyðijörð í einkismannslandi? 6. Óstöðugt stjórnarfar. Kröfuhafar bankanna hafa þurft að búa við stöðugar lagabreytingar og hringlandahátt frá hruni. Við ríkisstjórnarskipti verður nánast alltaf 180 gráðu umturnun á öllum málum. Það er forsenda þess að laða að erlenda fjárfesta, að stöðugleiki sé tryggður. Frá því er langur vegur á Íslandi. 7. Ríkið er með puttana í of mörgum pæum. Opinberir aðilar hafa niðurgreitt innlendar landbúnaðarvörur til sölu erlendis, t.d. í Whole Foods í Bandaríkjunum. Ávinningur íslenskra bænda af því er í besta falli enginn. Þrátt fyrir áratugareynslu af vonlausum útrásardraumum, hafði MS fyrir því að eltast við íslenskan mann sem seldi skyr í Bandaríkjunum, Siggi's Skyr. Siggi náði margföldum árangri MS, með brotabroti af kostnaðinum, og seldi síðar félagið. Væri ekki nær að veita honum verðlaun? 8. Gjaldeyrishöftin.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
1. Það þarf að leggja út tæpar 650 þúsund krónur til að stofna einkahlutafélag. Í Bretlandi þarf tvö hundruð krónur. Þetta skiptir miklu máli fyrir smærri félög. 2. Íslenskir fatakaupmenn greiða tvöfaldan toll af vörukaupum. 15% þegar varningur lendir innan Evrópusambandsins, frá Kína eða sambærilegu framleiðslulandi, og svo aftur við flutning frá Evrópu til Íslands. Eru stjórnvöld undrandi á því að H&M er sagt vera með 30% markaðshlutdeild á Íslandi án þess að reka verslun hér á landi? 3. Fyrirtækjaskrá neyðir þig til að borga 25 þúsund krónur í þjónustugjöld til bankans fyrir að fá skráða íslenska kennitölu á erlent félag. Þetta snýst um eitt eyðublað; það er ekki hlutverk opinberra aðila að innheimta gjöld fyrir einkarekna banka. 4. Afgreiðsla hjá opinberum aðilum á borð við skattayfirvöld og fyrirtækjaskrá er tilviljanakennd, seinvirk, og einkennist af tortryggni. Hvernig má það vera að ekki sé allt orðið rafrænt hjá fyrirtækjaskrá árið 2015? 5. Umræða í fjölmiðlum er óvinveitt erlendum fjárfestum. Kröfuhafar bankanna eru iðulega kallaðir „hrægammar“ eða „hrægammasjóðir“. Vissulega er rétt að í einhverjum tilvikum eru kröfurnar í eigu aðila sem stunda það að fjárfesta í „eitruðum“ eignum. Þó eru þessar kröfur keyptar í samræmi við gildandi reglur, og af fyrri kröfuhöfum sem stofnuðu til viðskipta í góðri trú. Sama gildir um Huang Nobu – tókst einhverjum einhvern tíma að færa sönnur fyrir því að hann gengi erinda vondra kínverskra kommúnista þegar hann sýndi áhuga á að kaupa eyðijörð í einkismannslandi? 6. Óstöðugt stjórnarfar. Kröfuhafar bankanna hafa þurft að búa við stöðugar lagabreytingar og hringlandahátt frá hruni. Við ríkisstjórnarskipti verður nánast alltaf 180 gráðu umturnun á öllum málum. Það er forsenda þess að laða að erlenda fjárfesta, að stöðugleiki sé tryggður. Frá því er langur vegur á Íslandi. 7. Ríkið er með puttana í of mörgum pæum. Opinberir aðilar hafa niðurgreitt innlendar landbúnaðarvörur til sölu erlendis, t.d. í Whole Foods í Bandaríkjunum. Ávinningur íslenskra bænda af því er í besta falli enginn. Þrátt fyrir áratugareynslu af vonlausum útrásardraumum, hafði MS fyrir því að eltast við íslenskan mann sem seldi skyr í Bandaríkjunum, Siggi's Skyr. Siggi náði margföldum árangri MS, með brotabroti af kostnaðinum, og seldi síðar félagið. Væri ekki nær að veita honum verðlaun? 8. Gjaldeyrishöftin.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira