Hafa börn áhrif á eigin líf? Þóra Jónsdóttir skrifar 20. febrúar 2015 07:00 Í dag, 20. febrúar, eru tvö ár liðin frá því að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur á Íslandi. Sá áfangi var mikil réttarbót fyrir íslensk börn. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa sérstaka tengingu við sáttmálann, því stofnandi Save the Children í Bretlandi, Eglantyne Jebb, ritaði drög að sáttmála um réttindi barna árið 1921, sem síðar varð grunnurinn að Barnasáttmálanum eins og við þekkjum hann í dag. Frá upphafi hefur sáttmálinn verið hafður að leiðarljósi í öllu starfi Barnaheilla og samtökin hafa lagt áherslu á mikilvægi innleiðingar hans í íslenskt samfélag. Barnasáttmálinn er afar merkilegt plagg af mörgum ástæðum. Einna merkilegast er að hann viðurkennir öll börn án mismununar af nokkru tagi sem einstaklinga með sjálfstæð réttindi. Með þeirri viðurkenningu leggur hann um leið þá skyldu á hina fullorðnu í samfélaginu að hugsa um börn á nýjan hátt. Börn eiga rétt á að komið sé fram við þau af virðingu og á jafningjagrundvelli.Þátttaka barna í samfélaginu Meðal fjögurra grunnréttinda sáttmálans eru þátttökuréttindi barna og ungmenna. Um þau segir í Barnasáttmálanum að barni, sem myndað getur sínar eigin skoðanir, skuli tryggður réttur til að láta þær frjálslega í ljós í öllum málum sem það varða. Einnig skuli taka réttmætt tillit til skoðana barnsins í samræmi við aldur þess og þroska. Réttindi þessi geta reynst mikil áskorun fyrir samfélagið því þau krefjast þess að við endurskoðum fyrri hugmyndir um stöðu og hlutverk barna í samfélaginu. Við þurfum að venja okkur á ný vinnubrögð hvarvetna í hlutverkum okkar og störfum sem snerta börn. Við eigum sem dæmi að spyrja börnin áður en við tökum ákvarðanir um málefni þeirra hvaða skoðun þau hafi á þeim og hvernig þeim þyki best að framkvæma verkefni sem að þeim snúa. Um getur verið að ræða ákvarðanir sem þau snerta allt frá því hvert eigi að fara í sumarfrí og til þess hvaða verkefni séu lögð fyrir þau í skólanum. Börn eiga rétt á að koma skoðunum sínum á framfæri ef þau eru ekki sátt við eitthvað í skólastarfinu og að á þau sé hlustað. Þau eiga að vera meira með í ráðum við skipulagningu á skólastarfi, svo sem við val á verkefnum og leiðum. Þau ættu ávallt að koma að vinnu og vera umsagnaraðilar um allar þær áætlanir sem þau varða, svo sem grunnskólalög og aðalnámskrá grunnskóla. Það ætti ekki að líta á þátttökuréttindi barna sem spariföt sem einungis eigi að klæðast upp á punt, heldur ætti alltaf að hafa þau í huga þegar teknar eru ákvarðanir sem snerta börn. Það er svo útfærsluatriði hver framkvæmdin er hverju sinni. Með því að venja okkur á þessa nýju hugsun kennum við börnunum lýðræðisleg vinnubrögð og að hafa áhrif á samfélag sitt. Það er á ábyrgð okkar allra að hlusta á sjónarmið barna og gera þeim kleift að móta samfélagið sem þau tilheyra og munu erfa. Um þessar mundir stendur yfir fjáröflunarátak Barnaheilla Út að borða fyrir börnin í samstarfi við 26 veitingastaði á landinu. Með því að fara út að borða með börnin leggur þú þitt af mörkum til verkefna Barnaheilla – Save the Children á Íslandi sem stuðla að vernd barna gegn ofbeldi. Hluti þeirra verkefna er að leyfa röddum barna að heyrast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þóra Jónsdóttir Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Í dag, 20. febrúar, eru tvö ár liðin frá því að Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur á Íslandi. Sá áfangi var mikil réttarbót fyrir íslensk börn. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa sérstaka tengingu við sáttmálann, því stofnandi Save the Children í Bretlandi, Eglantyne Jebb, ritaði drög að sáttmála um réttindi barna árið 1921, sem síðar varð grunnurinn að Barnasáttmálanum eins og við þekkjum hann í dag. Frá upphafi hefur sáttmálinn verið hafður að leiðarljósi í öllu starfi Barnaheilla og samtökin hafa lagt áherslu á mikilvægi innleiðingar hans í íslenskt samfélag. Barnasáttmálinn er afar merkilegt plagg af mörgum ástæðum. Einna merkilegast er að hann viðurkennir öll börn án mismununar af nokkru tagi sem einstaklinga með sjálfstæð réttindi. Með þeirri viðurkenningu leggur hann um leið þá skyldu á hina fullorðnu í samfélaginu að hugsa um börn á nýjan hátt. Börn eiga rétt á að komið sé fram við þau af virðingu og á jafningjagrundvelli.Þátttaka barna í samfélaginu Meðal fjögurra grunnréttinda sáttmálans eru þátttökuréttindi barna og ungmenna. Um þau segir í Barnasáttmálanum að barni, sem myndað getur sínar eigin skoðanir, skuli tryggður réttur til að láta þær frjálslega í ljós í öllum málum sem það varða. Einnig skuli taka réttmætt tillit til skoðana barnsins í samræmi við aldur þess og þroska. Réttindi þessi geta reynst mikil áskorun fyrir samfélagið því þau krefjast þess að við endurskoðum fyrri hugmyndir um stöðu og hlutverk barna í samfélaginu. Við þurfum að venja okkur á ný vinnubrögð hvarvetna í hlutverkum okkar og störfum sem snerta börn. Við eigum sem dæmi að spyrja börnin áður en við tökum ákvarðanir um málefni þeirra hvaða skoðun þau hafi á þeim og hvernig þeim þyki best að framkvæma verkefni sem að þeim snúa. Um getur verið að ræða ákvarðanir sem þau snerta allt frá því hvert eigi að fara í sumarfrí og til þess hvaða verkefni séu lögð fyrir þau í skólanum. Börn eiga rétt á að koma skoðunum sínum á framfæri ef þau eru ekki sátt við eitthvað í skólastarfinu og að á þau sé hlustað. Þau eiga að vera meira með í ráðum við skipulagningu á skólastarfi, svo sem við val á verkefnum og leiðum. Þau ættu ávallt að koma að vinnu og vera umsagnaraðilar um allar þær áætlanir sem þau varða, svo sem grunnskólalög og aðalnámskrá grunnskóla. Það ætti ekki að líta á þátttökuréttindi barna sem spariföt sem einungis eigi að klæðast upp á punt, heldur ætti alltaf að hafa þau í huga þegar teknar eru ákvarðanir sem snerta börn. Það er svo útfærsluatriði hver framkvæmdin er hverju sinni. Með því að venja okkur á þessa nýju hugsun kennum við börnunum lýðræðisleg vinnubrögð og að hafa áhrif á samfélag sitt. Það er á ábyrgð okkar allra að hlusta á sjónarmið barna og gera þeim kleift að móta samfélagið sem þau tilheyra og munu erfa. Um þessar mundir stendur yfir fjáröflunarátak Barnaheilla Út að borða fyrir börnin í samstarfi við 26 veitingastaði á landinu. Með því að fara út að borða með börnin leggur þú þitt af mörkum til verkefna Barnaheilla – Save the Children á Íslandi sem stuðla að vernd barna gegn ofbeldi. Hluti þeirra verkefna er að leyfa röddum barna að heyrast.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun