Leysir stjórnarskráin kvótadeiluna? Kolbeinn Óttarsson Proppe skrifar 20. febrúar 2015 09:34 Útgerðarmenn eru ekki samstíga í afstöðu sinni varðandi það hvort auðlindin eigi að vera ríkiseign eða ekki. Andstöðu við þær hugmyndir er ekki síst að finna í Suðurkjördæmi og þá sérstaklega Vestmannaeyjum. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, tilkynnti um það á miðvikudag að hann hygðist ekki leggja fram frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu á yfirstandandi þingi. Ákvörðunin lá í loftinu, eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku, en engu að síður kom hún mörgum sjálfstæðismönnum í opna skjöldu, sem töldu ekki fullreynt að ná sátt um málið. Sigurður Ingi sagði það nánast berum orðum að ágreiningur væri á milli stjórnarflokkanna um málið. Það er ekki í fyrsta sinn sem hann ýjar að því, hann svaraði fyrirspurn á Alþingi í síðustu viku um málið á þann hátt að ljóst var að ágreiningurinn væri fyrir hendi. „Það er hins vegar engin launung á því að innan stjórnmálaflokkanna, og það kom berlega í ljós þegar ég var að kynna þetta fyrir stjórnarandstöðunni, og auðvitað samstarfsflokknum, að þar eru ólíkir hagsmunir.“ Ráðherrar hafa þó verið áfram um að láta sem sá ágreiningur væri minna mál en hann í raun er. Það þarf enginn að velkjast í vafa um það að ef ráðherra er með tilbúið frumvarp en leggur það ekki fram þá er ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar um málið. Það á við almennt, en ekki síst í jafn stóru máli og kvótanum, en hagsmunaaðilar bíða eftir frumvarpi um málið.Sigurður Ingi JóhannssonRíkiseign eður ei Heimildir Fréttablaðsins herma að það sem ágreiningurinn fyrst og síðast snúist um sé eignarhald á auðlindinni. Sjálfstæðismenn hafi sett sig á móti skýru ákvæði um ríkiseign í frumvarpsdrögunum. Þar skiptir orðalag máli. Hvað þýðir ríkiseign og hvaða hömlur gæti hún sett á nýtingu auðlindarinnar? Og er hún eitthvað annað en þjóðareign? Skemmst er að minnast þess að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, líkti hugmyndum um ríkiseign á fiskauðlindinni við sovéskt fyrirkomulag. Í grunninn telur Sjálfstæðisflokkurinn að ekki þurfi að fara í grundvallarbreytingar á kerfi fiskveiðistjórnunar. Íslenska kerfið sé öfundarefni í öðrum löndum og engin ástæða sé til að breyta því sem gangi vel. Framsóknarflokkurinn vill hins vegar skýrt ákvæði um sameiginlega eign á auðlindinni í frumvarpið. Á þessu strandar, fyrst og fremst. Eftir á að ná sátt um ýmis önnur útfærsluatriði, svo sem byggðakvóta, en stóra deilumálið lýtur að eignarhaldinu.Ágreiningur um grundvallarmál Frumvarp Sigurðar Inga var kynnt á sameiginlegum þingflokksfundi stjórnarflokkanna í nóvember og Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að það hafi verið tilbúið í desemberbyrjun. Grundvallaratriði í því er að ríkið eigi veiðiheimildirnar. Um aðra þætti hefur verið reynt að fara samningaleið; lengd nýtingarréttar, hlutfall byggðakvóta og ýmislegt fleira. Útgerðin er ekki samstiga í málinu. „Þetta varðar mikilvæga hagsmuni fyrir alla. Ef vel er á málum haldið ætti þessi tími að duga, en því meiri sem umræðan verður, því betra. Það má ekki afgreiða málið án þess að allir fái að skoða það frá öllum endum og köntum,“ sagði Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku. Það er hins vegar erfitt að ná sátt um ríkiseign á auðlind eða ekki, annaðhvort er fólk fylgjandi henni eða ekki, og fjölmargir útgerðarmenn mega ekki heyra á hana minnst. Á meðal þeirra eru öflugir útgerðarmenn, til dæmis í Vestmannaeyjum, en heimildarmenn Fréttablaðsins herma að þar sé andstaðan sterkust. Þess má geta að Ásmundur Friðriksson er þingmaður Suðurkjördæmis.Veiðigjöldin verða að nást Nú þegar ljóst er að frumvarpið kemur ekki fram á yfirstandandi þingi bíður Alþingis að taka ákvörðun varðandi veiðigjöld. Þau eru samþykkt frá ári til árs og fyrir liggur að framlengja þau eitt ár í viðbót eða að setja lög til lengri tíma. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að ráðherra hyggist reyna að leggja fram frumvarp sem tæki á málunum til lengri tíma. Til þess hefur hann 28 daga, en frestur til að leggja fram ný frumvörp á yfirstandandi þingi rennur út 26. mars. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur kom á sérstökum veiðigjöldum undir lok starfstíma síns. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar lét það verða eitt af sínum fyrstu verkum að lækka þau, í júlí 2013. „Ef menn ná ekki að klára hitt [kvótafrumvarpið] verða menn allavega að klára veiðigjöldin,“ sagði Kolbeinn Árnason við Fréttablaðið í síðustu viku.Kolbeinn ÁrnasonStjórnarskráin til bjargar? Deila stjórnarflokkanna um eignarhald á auðlindum sjávar er deila um hugmyndafræði. Slíkar deilur er oft erfiðara að leysa en aðrar, fólk stendur fastar á prinsippmálum en öðrum, eða þannig er kenningin að minnsta kosti. Heimildarmenn Fréttablaðsins hafa horft til þess að vinna við endurskoðun stjórnarskrárinnar gæti skorið á þann gordíonshnút sem kvótamálin eru komin í. Þar er unnið að því að koma ákvæði inn í stjórnarskrána um að allar auðlindir verði í sameiginlegri eigu þjóðarinnar. Slíkt mundi vissulega ekki leysa allan vanda, eftir sem áður þyrfti að skilgreina fyrirkomulagið í lögum og setja ákvæði um hvað slíkt eignarhald í raun þýðir. Það væri því ekki hundrað prósent lausn, en þegar fast stendur í deilu er hundrað prósent lausn sjaldnast í boði. Þetta gæti hins vegar liðkað fyrir því að menn sæju hlutina á sama hátt. Samhliða áframhaldandi vinnu að fiskveiðistjórnunarfrumvarpi verður unnið að breytingum á stjórnarskránni og Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því úr báðum stjórnarflokkunum að ýmsum innan stjórnarliðsins hugnist sú leið til sáttagerðar. Það gæti orðið stórt skref í átt til sáttar um auðlindanýtingu ef í stjórnarskrá væri ákvæði um að auðlindir væru sameiginleg eign þjóðarinnar. Stjórnarskrárnefnd vinnur eftir því plani að hægt verði að leggja fram einhverjar tillögur fyrir næsta þing, sem sett verður í haust. Nú þegar ljóst er að ráðherra leggur ekki fram frumvarp um fiskveiðistjórnun fyrir yfirstandandi þing gætu málin fallið betur saman. Stjórnarskrárnefnd er fyrst og fremst að skoða fjögur skilgreind atriði sem setja á í stjórnarskrána.Ákvæði um þjóðareign auðlinda.Ákvæði um umhverfismál.Ákvæði um framsal valds til alþjóðlegra stofnana.Ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur að frumkvæði almennings. Samkvæmt bráðabirgðaákvæði má gera stjórnarskrárbreytingar á þessu kjörtímabili án þess að þær þurfi að gera á tveimur þingum með kosningum á milli. Einungis þarf aukinn meirihluta á Alþingi, eða tvo þriðju atkvæða. Nái nefndin að halda áætlun og leggja fram tillögur fyrir næsta þing, gæti verið hægt að afgreiða þær á næsta ári á grundvelli bráðabirgðaákvæðisins. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að vinna nefndarinnar gangi vel, engan stóran ágreining sé þar að finna. Það er þó ekkert fast í hendi.Löng saga ósættis með kvótannSigurður Ingi er ekki eini ráðherra sjávarútvegsmála sem lent hefur í vandræðum með að ná fylgi eigin stjórnarflokka um kvótafrumvarp. Fiskveiðistjórnunin var eitt af stóru deilumálunum innan síðustu ríkisstjórnar og hún fór frá án þess að hafa náð fram samþykktum um breytingar. Jón Bjarnason lagði fram frumvarp um fiskveiðistjórnun í mars 2012. Nokkrum mánuðum áður höfðu drög þess verið kynnt á vefnum, við vægast sagt misjafnar undirtektir. Engin sátt var um málið á milli stjórnarflokkanna og svo fór að kvótafrumvarpið dagaði uppi í nefnd, en frumvarp um veiðigjöld var samþykkt. Til að höggva á hnútinn var skipaður trúnaðarhópur til að vinna að kvótafrumvarpi og var málið þannig tekið úr höndum ráðherra. Það beið svo arftaka Jóns, Steingríms J. Sigfússonar, að leggja fram nýtt frumarp, en það kom fram í janúar 2013. Ríkisstjórninni entist ekki starfsaldur til að gera frumvarpið að lögum. Miklar umræður urðu um það, sem og önnur mál, og stjórnarliðar sökuðu stjórnarandstöðuna um að taka málið í gíslingu með málþófi. Á móti sökuðu stjórnarandstæðingar stjórnina um að koma með vanreifað mál á síðustu starfsmánuðum stjórnarinnar. Það mál sofnaði því einnig í nefnd. Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, tilkynnti um það á miðvikudag að hann hygðist ekki leggja fram frumvarp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu á yfirstandandi þingi. Ákvörðunin lá í loftinu, eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku, en engu að síður kom hún mörgum sjálfstæðismönnum í opna skjöldu, sem töldu ekki fullreynt að ná sátt um málið. Sigurður Ingi sagði það nánast berum orðum að ágreiningur væri á milli stjórnarflokkanna um málið. Það er ekki í fyrsta sinn sem hann ýjar að því, hann svaraði fyrirspurn á Alþingi í síðustu viku um málið á þann hátt að ljóst var að ágreiningurinn væri fyrir hendi. „Það er hins vegar engin launung á því að innan stjórnmálaflokkanna, og það kom berlega í ljós þegar ég var að kynna þetta fyrir stjórnarandstöðunni, og auðvitað samstarfsflokknum, að þar eru ólíkir hagsmunir.“ Ráðherrar hafa þó verið áfram um að láta sem sá ágreiningur væri minna mál en hann í raun er. Það þarf enginn að velkjast í vafa um það að ef ráðherra er með tilbúið frumvarp en leggur það ekki fram þá er ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar um málið. Það á við almennt, en ekki síst í jafn stóru máli og kvótanum, en hagsmunaaðilar bíða eftir frumvarpi um málið.Sigurður Ingi JóhannssonRíkiseign eður ei Heimildir Fréttablaðsins herma að það sem ágreiningurinn fyrst og síðast snúist um sé eignarhald á auðlindinni. Sjálfstæðismenn hafi sett sig á móti skýru ákvæði um ríkiseign í frumvarpsdrögunum. Þar skiptir orðalag máli. Hvað þýðir ríkiseign og hvaða hömlur gæti hún sett á nýtingu auðlindarinnar? Og er hún eitthvað annað en þjóðareign? Skemmst er að minnast þess að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, líkti hugmyndum um ríkiseign á fiskauðlindinni við sovéskt fyrirkomulag. Í grunninn telur Sjálfstæðisflokkurinn að ekki þurfi að fara í grundvallarbreytingar á kerfi fiskveiðistjórnunar. Íslenska kerfið sé öfundarefni í öðrum löndum og engin ástæða sé til að breyta því sem gangi vel. Framsóknarflokkurinn vill hins vegar skýrt ákvæði um sameiginlega eign á auðlindinni í frumvarpið. Á þessu strandar, fyrst og fremst. Eftir á að ná sátt um ýmis önnur útfærsluatriði, svo sem byggðakvóta, en stóra deilumálið lýtur að eignarhaldinu.Ágreiningur um grundvallarmál Frumvarp Sigurðar Inga var kynnt á sameiginlegum þingflokksfundi stjórnarflokkanna í nóvember og Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að það hafi verið tilbúið í desemberbyrjun. Grundvallaratriði í því er að ríkið eigi veiðiheimildirnar. Um aðra þætti hefur verið reynt að fara samningaleið; lengd nýtingarréttar, hlutfall byggðakvóta og ýmislegt fleira. Útgerðin er ekki samstiga í málinu. „Þetta varðar mikilvæga hagsmuni fyrir alla. Ef vel er á málum haldið ætti þessi tími að duga, en því meiri sem umræðan verður, því betra. Það má ekki afgreiða málið án þess að allir fái að skoða það frá öllum endum og köntum,“ sagði Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku. Það er hins vegar erfitt að ná sátt um ríkiseign á auðlind eða ekki, annaðhvort er fólk fylgjandi henni eða ekki, og fjölmargir útgerðarmenn mega ekki heyra á hana minnst. Á meðal þeirra eru öflugir útgerðarmenn, til dæmis í Vestmannaeyjum, en heimildarmenn Fréttablaðsins herma að þar sé andstaðan sterkust. Þess má geta að Ásmundur Friðriksson er þingmaður Suðurkjördæmis.Veiðigjöldin verða að nást Nú þegar ljóst er að frumvarpið kemur ekki fram á yfirstandandi þingi bíður Alþingis að taka ákvörðun varðandi veiðigjöld. Þau eru samþykkt frá ári til árs og fyrir liggur að framlengja þau eitt ár í viðbót eða að setja lög til lengri tíma. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að ráðherra hyggist reyna að leggja fram frumvarp sem tæki á málunum til lengri tíma. Til þess hefur hann 28 daga, en frestur til að leggja fram ný frumvörp á yfirstandandi þingi rennur út 26. mars. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur kom á sérstökum veiðigjöldum undir lok starfstíma síns. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar lét það verða eitt af sínum fyrstu verkum að lækka þau, í júlí 2013. „Ef menn ná ekki að klára hitt [kvótafrumvarpið] verða menn allavega að klára veiðigjöldin,“ sagði Kolbeinn Árnason við Fréttablaðið í síðustu viku.Kolbeinn ÁrnasonStjórnarskráin til bjargar? Deila stjórnarflokkanna um eignarhald á auðlindum sjávar er deila um hugmyndafræði. Slíkar deilur er oft erfiðara að leysa en aðrar, fólk stendur fastar á prinsippmálum en öðrum, eða þannig er kenningin að minnsta kosti. Heimildarmenn Fréttablaðsins hafa horft til þess að vinna við endurskoðun stjórnarskrárinnar gæti skorið á þann gordíonshnút sem kvótamálin eru komin í. Þar er unnið að því að koma ákvæði inn í stjórnarskrána um að allar auðlindir verði í sameiginlegri eigu þjóðarinnar. Slíkt mundi vissulega ekki leysa allan vanda, eftir sem áður þyrfti að skilgreina fyrirkomulagið í lögum og setja ákvæði um hvað slíkt eignarhald í raun þýðir. Það væri því ekki hundrað prósent lausn, en þegar fast stendur í deilu er hundrað prósent lausn sjaldnast í boði. Þetta gæti hins vegar liðkað fyrir því að menn sæju hlutina á sama hátt. Samhliða áframhaldandi vinnu að fiskveiðistjórnunarfrumvarpi verður unnið að breytingum á stjórnarskránni og Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því úr báðum stjórnarflokkunum að ýmsum innan stjórnarliðsins hugnist sú leið til sáttagerðar. Það gæti orðið stórt skref í átt til sáttar um auðlindanýtingu ef í stjórnarskrá væri ákvæði um að auðlindir væru sameiginleg eign þjóðarinnar. Stjórnarskrárnefnd vinnur eftir því plani að hægt verði að leggja fram einhverjar tillögur fyrir næsta þing, sem sett verður í haust. Nú þegar ljóst er að ráðherra leggur ekki fram frumvarp um fiskveiðistjórnun fyrir yfirstandandi þing gætu málin fallið betur saman. Stjórnarskrárnefnd er fyrst og fremst að skoða fjögur skilgreind atriði sem setja á í stjórnarskrána.Ákvæði um þjóðareign auðlinda.Ákvæði um umhverfismál.Ákvæði um framsal valds til alþjóðlegra stofnana.Ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur að frumkvæði almennings. Samkvæmt bráðabirgðaákvæði má gera stjórnarskrárbreytingar á þessu kjörtímabili án þess að þær þurfi að gera á tveimur þingum með kosningum á milli. Einungis þarf aukinn meirihluta á Alþingi, eða tvo þriðju atkvæða. Nái nefndin að halda áætlun og leggja fram tillögur fyrir næsta þing, gæti verið hægt að afgreiða þær á næsta ári á grundvelli bráðabirgðaákvæðisins. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að vinna nefndarinnar gangi vel, engan stóran ágreining sé þar að finna. Það er þó ekkert fast í hendi.Löng saga ósættis með kvótannSigurður Ingi er ekki eini ráðherra sjávarútvegsmála sem lent hefur í vandræðum með að ná fylgi eigin stjórnarflokka um kvótafrumvarp. Fiskveiðistjórnunin var eitt af stóru deilumálunum innan síðustu ríkisstjórnar og hún fór frá án þess að hafa náð fram samþykktum um breytingar. Jón Bjarnason lagði fram frumvarp um fiskveiðistjórnun í mars 2012. Nokkrum mánuðum áður höfðu drög þess verið kynnt á vefnum, við vægast sagt misjafnar undirtektir. Engin sátt var um málið á milli stjórnarflokkanna og svo fór að kvótafrumvarpið dagaði uppi í nefnd, en frumvarp um veiðigjöld var samþykkt. Til að höggva á hnútinn var skipaður trúnaðarhópur til að vinna að kvótafrumvarpi og var málið þannig tekið úr höndum ráðherra. Það beið svo arftaka Jóns, Steingríms J. Sigfússonar, að leggja fram nýtt frumarp, en það kom fram í janúar 2013. Ríkisstjórninni entist ekki starfsaldur til að gera frumvarpið að lögum. Miklar umræður urðu um það, sem og önnur mál, og stjórnarliðar sökuðu stjórnarandstöðuna um að taka málið í gíslingu með málþófi. Á móti sökuðu stjórnarandstæðingar stjórnina um að koma með vanreifað mál á síðustu starfsmánuðum stjórnarinnar. Það mál sofnaði því einnig í nefnd.
Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“