Stúlkur niður í fjórtán ára aldur láta gata á sér geirvörturnar Guðrún Ansnes skrifar 19. febrúar 2015 08:00 Snædís Snorradóttir sér eftir því að hafa gatað sig. vísir/stefán Mikil aukning hefur orðið á því að stúlkur og ungar konur láti gata á sér geirvörturnar. Eigandi stofu sem sér um slíkar aðgerðir segir að aðsóknin hafi aukist um 100 prósent á síðustu árum og að stúlkur allt niður í fjórtán ára gamlar láti gata á sér geirvörturnar. Hin 28 ára Snædís Snorradóttir lét gata á sér geirvörturnar fyrir þrettán árum og segist sjá eftir því. „Ástæða þess að ég gataði á mér geirvörtuna er beinlínis rekjanleg til uppreisnar gegn foreldrum mínum,“ segir hún og bætir við: „Ég hugsaði þetta ekki til enda og var ómeðvituð um mögulegar afleiðingar á brjóstagjöf.“Seselia Sigurðardóttir„Þetta er gríðarlega vinsælt hjá ungu stelpunum í dag og við erum að fá stúlkur allt niður í 14 ára inn á stofu til okkar í fylgd með foreldrum,“ segir Seselia Guðrún Sigurðardóttir, eigandi Tattoo og skart á Hverfisgötu, og bætir við að augljóslega sé um trend að ræða. „Undanfarið ár hefur aðsóknin aukist um 100% og aldur þeirra sem óska eftir þjónustunni verður sífellt lægri,“ segir Seselia. „Heilu dagarnir eru bókaðir í geirvörtugötun. Við þekkjum dæmi þess að heilu vinkvennahóparnir eru gataðir og partur af innvígsluferlinu er einmitt að láta gata geirvörtu,“ útskýrir Seselia. Hún bætir við að konur sem taki þátt í fitness-keppni sé stór hópur viðskiptavina sinna og telur að vinsældir götunar á geirvörtum tengist auknum vinsældum fitness-keppni hér á landi. Seselia segist jafnframt fullviss um að stúlkurnar sem sækja í götunina séu í ákveðinni uppreisn gegn foreldrum sínum, sér í lagi þær yngstu. Þetta kemur heim og saman við sögu Snædísar. „Lokkinn var ég með í mér í 2 ár eða þar til það rann upp fyrir mér að þetta væri gersamlega tilgangslaust. Þetta var skraut sem fékk aldrei að njóta sín og gerði ekkert fyrir mig í ástarlífinu. Uppreisnin var sumsé allsráðandi.“ Snædís segist sjá mikið eftir að hafa gengist undir götunina og bendir á að það sé eitt að vera í uppreisn og annað að sætta sig við orðinn hlut þegar konur þurfa að höndla „að geta ekki gefið barninu ykkar brjóstamjólk út af ákvörðun sem þið tókuð í frekju- eða flippkasti“. Mest lesið Ættleiða tvö börn á sama ári Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Fleiri fréttir Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Ættleiða tvö börn á sama ári Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Sjá meira
Mikil aukning hefur orðið á því að stúlkur og ungar konur láti gata á sér geirvörturnar. Eigandi stofu sem sér um slíkar aðgerðir segir að aðsóknin hafi aukist um 100 prósent á síðustu árum og að stúlkur allt niður í fjórtán ára gamlar láti gata á sér geirvörturnar. Hin 28 ára Snædís Snorradóttir lét gata á sér geirvörturnar fyrir þrettán árum og segist sjá eftir því. „Ástæða þess að ég gataði á mér geirvörtuna er beinlínis rekjanleg til uppreisnar gegn foreldrum mínum,“ segir hún og bætir við: „Ég hugsaði þetta ekki til enda og var ómeðvituð um mögulegar afleiðingar á brjóstagjöf.“Seselia Sigurðardóttir„Þetta er gríðarlega vinsælt hjá ungu stelpunum í dag og við erum að fá stúlkur allt niður í 14 ára inn á stofu til okkar í fylgd með foreldrum,“ segir Seselia Guðrún Sigurðardóttir, eigandi Tattoo og skart á Hverfisgötu, og bætir við að augljóslega sé um trend að ræða. „Undanfarið ár hefur aðsóknin aukist um 100% og aldur þeirra sem óska eftir þjónustunni verður sífellt lægri,“ segir Seselia. „Heilu dagarnir eru bókaðir í geirvörtugötun. Við þekkjum dæmi þess að heilu vinkvennahóparnir eru gataðir og partur af innvígsluferlinu er einmitt að láta gata geirvörtu,“ útskýrir Seselia. Hún bætir við að konur sem taki þátt í fitness-keppni sé stór hópur viðskiptavina sinna og telur að vinsældir götunar á geirvörtum tengist auknum vinsældum fitness-keppni hér á landi. Seselia segist jafnframt fullviss um að stúlkurnar sem sækja í götunina séu í ákveðinni uppreisn gegn foreldrum sínum, sér í lagi þær yngstu. Þetta kemur heim og saman við sögu Snædísar. „Lokkinn var ég með í mér í 2 ár eða þar til það rann upp fyrir mér að þetta væri gersamlega tilgangslaust. Þetta var skraut sem fékk aldrei að njóta sín og gerði ekkert fyrir mig í ástarlífinu. Uppreisnin var sumsé allsráðandi.“ Snædís segist sjá mikið eftir að hafa gengist undir götunina og bendir á að það sé eitt að vera í uppreisn og annað að sætta sig við orðinn hlut þegar konur þurfa að höndla „að geta ekki gefið barninu ykkar brjóstamjólk út af ákvörðun sem þið tókuð í frekju- eða flippkasti“.
Mest lesið Ættleiða tvö börn á sama ári Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Fleiri fréttir Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Ættleiða tvö börn á sama ári Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist