Gleymist raunhagkerfið enn? Skjóðan skrifar 18. febrúar 2015 12:00 Árið 2008 varð alvarleg fjármálakreppa í heiminum. Bankar á Vesturlöndum riðuðu til falls og hér á Íslandi féllu allir stóru bankarnir. Íslendingar hafa síðan barið sér á brjóst fyrir að hafa látið bankana falla í stað þess að setja fjármuni skattgreiðenda í að bjarga þeim eins og gert var víða annars staðar. Hér á Íslandi féllu bankarnir en nýir voru stofnaðir á rústum hinna gömlu. Eignir hafa fallið gríðarlega í verði hér eins og annars staðar. Við stóðum frammi fyrir vanda sem aðrar þjóðir hafa ekki þurft að kljást við. Skuldir íslenskra fyrirtækja og heimila stökkbreyttust á nánast einni nóttu vegna þess að þorri skulda var annaðhvort bundinn við gengiskörfu eða vísitölu neysluverðs. Í öðrum löndum hækkaði ekki höfuðstóll skulda. Segja má að við Íslendingar höfum orðið fyrir tvöföldu áfalli; eignir féllu í verði og skuldir hækkuðu. Í upphafi stóð til að afsláttur sem gefinn var á lánum fyrirtækja og heimila, sem flutt voru úr föllnu bönkunum í þá nýju, yrði nýttur til að lækka stökkbreytta skuldabyrði fyrirtækja og einstaklinga en sú ríkisstjórn sem tók við í febrúar 2009 hvarf frá þeirri stefnu. Í Evrópu heyrast raddir sem telja stjórnvöld á evrusvæðinu og víðar hafa gert mistök í kjölfar bankahrunsins. Áherslan hafi verið að bjarga fjármálastofnunum en minni gaumur gefinn að raunhagkerfinu, þar sem fyrirtækin starfa, sem skapa störf og verðmæti. Í jafnvægisstilltu hagkerfi gegna fjármálastofnanir stuðningshlutverki fyrir raunhagkerfið. Eftir hrun hefur áherslan verið á að verja, styrkja og efla fjármálastofnanir. Ísland hefur þar í engu skorið sig frá öðrum löndum. Víðast hvar reyna stjórnvöld að stuðla að hagvexti með auknum ríkisútgjöldum og seðlaprentun. Þetta hefur að takmörkuðu leyti skilað sér í fjárfestingum en meira í verðhækkun á verðbréfa- og fasteignamörkuðum. Hér á landi er leið seðlaprentunar og ríkisútgjalda út úr kreppunni hins vegar ófær. Verðtryggingin ónýtir seðlaprentunarvaldið og ríkissjóður er of skuldsettur til að bætandi sé á. Samt hækka hlutabréf og fasteignir hér á landi líkt og annars staðar. Því valda gjaldeyrishöftin. Lítil sem engin fjárfesting rennur til raunhagkerfisins, sem skapar störf og verðmæti. Eftirhrunið á Íslandi snýst um verðbréfa- og fasteignabrask sem aldrei fyrr. Ofuráhersla stjórnvalda á að bæta skilyrði fyrir fjármálastofnanir á kostnað annarra atvinnugreina leiðir til stöðnunar og versnandi lífskjara hér á landi. Afnám gjaldeyrishafta nægir ekki til að snúa við blaðinu. Raunverulegur viðsnúningur í átt til aukinnar verðmætasköpunar og bættra lífskjara kallar á að fjármálastofnanir verði settar skör lægra en raunhagkerfið.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Árið 2008 varð alvarleg fjármálakreppa í heiminum. Bankar á Vesturlöndum riðuðu til falls og hér á Íslandi féllu allir stóru bankarnir. Íslendingar hafa síðan barið sér á brjóst fyrir að hafa látið bankana falla í stað þess að setja fjármuni skattgreiðenda í að bjarga þeim eins og gert var víða annars staðar. Hér á Íslandi féllu bankarnir en nýir voru stofnaðir á rústum hinna gömlu. Eignir hafa fallið gríðarlega í verði hér eins og annars staðar. Við stóðum frammi fyrir vanda sem aðrar þjóðir hafa ekki þurft að kljást við. Skuldir íslenskra fyrirtækja og heimila stökkbreyttust á nánast einni nóttu vegna þess að þorri skulda var annaðhvort bundinn við gengiskörfu eða vísitölu neysluverðs. Í öðrum löndum hækkaði ekki höfuðstóll skulda. Segja má að við Íslendingar höfum orðið fyrir tvöföldu áfalli; eignir féllu í verði og skuldir hækkuðu. Í upphafi stóð til að afsláttur sem gefinn var á lánum fyrirtækja og heimila, sem flutt voru úr föllnu bönkunum í þá nýju, yrði nýttur til að lækka stökkbreytta skuldabyrði fyrirtækja og einstaklinga en sú ríkisstjórn sem tók við í febrúar 2009 hvarf frá þeirri stefnu. Í Evrópu heyrast raddir sem telja stjórnvöld á evrusvæðinu og víðar hafa gert mistök í kjölfar bankahrunsins. Áherslan hafi verið að bjarga fjármálastofnunum en minni gaumur gefinn að raunhagkerfinu, þar sem fyrirtækin starfa, sem skapa störf og verðmæti. Í jafnvægisstilltu hagkerfi gegna fjármálastofnanir stuðningshlutverki fyrir raunhagkerfið. Eftir hrun hefur áherslan verið á að verja, styrkja og efla fjármálastofnanir. Ísland hefur þar í engu skorið sig frá öðrum löndum. Víðast hvar reyna stjórnvöld að stuðla að hagvexti með auknum ríkisútgjöldum og seðlaprentun. Þetta hefur að takmörkuðu leyti skilað sér í fjárfestingum en meira í verðhækkun á verðbréfa- og fasteignamörkuðum. Hér á landi er leið seðlaprentunar og ríkisútgjalda út úr kreppunni hins vegar ófær. Verðtryggingin ónýtir seðlaprentunarvaldið og ríkissjóður er of skuldsettur til að bætandi sé á. Samt hækka hlutabréf og fasteignir hér á landi líkt og annars staðar. Því valda gjaldeyrishöftin. Lítil sem engin fjárfesting rennur til raunhagkerfisins, sem skapar störf og verðmæti. Eftirhrunið á Íslandi snýst um verðbréfa- og fasteignabrask sem aldrei fyrr. Ofuráhersla stjórnvalda á að bæta skilyrði fyrir fjármálastofnanir á kostnað annarra atvinnugreina leiðir til stöðnunar og versnandi lífskjara hér á landi. Afnám gjaldeyrishafta nægir ekki til að snúa við blaðinu. Raunverulegur viðsnúningur í átt til aukinnar verðmætasköpunar og bættra lífskjara kallar á að fjármálastofnanir verði settar skör lægra en raunhagkerfið.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira