Ofbeldisbrot barna hafa margfaldast frá árinu 2011 Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 18. febrúar 2015 07:00 „Þau eru að berjast fyrir heiðri sínum. Þetta er orðið svo skrítið og afbakað ástand,“ segir Magnús Stefánsson um slagsmál og áhrifamátt netsins. Ofbeldisbrotum hefur fjölgað nokkuð frá árinu 2011 og hafa ekki borist fleiri tilkynningar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu líkt og árið 2014 þegar lögreglunni bárust 844 tilkynningar um ofbeldisbrot. Ofbeldi barna 14 ára og yngri hefur margfaldast frá hruni. Sjö börn á þessum aldri beittu ofbeldi 2014. Aðeins eitt barn árið 2011. Þrjátíu börn á aldrinum 15-17 ára beittu ofbeldi á síðasta ári og 48 árið 2013. Langstærstur hluti gerenda í ofbeldisbrotum er á aldrinum 21-30 ára, en líkamsárásir hafa lengi verið nátengdar skemmtanahaldi borgarbúa um helgar. Árið 2014 voru um 6% gerenda 17 ára eða yngri. Þrátt fyrir að tilkynningum til lögreglu fjölgi þá sést aukningin ekki í tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur. Í yfirliti frá Barnavernd Reykjavíkur sést að fjöldi tilkynninga um að barn beiti ofbeldi og fjöldi barna sem þær varða hefur ekki aukist.Árlega berast á bilinu 1-5 tilkynningar um að barn yngra en 5 ára beiti ofbeldi. Tilkynningum fjölgar með aldri barnanna. Þannig bárust 36 tilkynningar um ofbeldi barna á aldrinum 6-12 og 104 hjá börnum 13 ára og eldri. Fjallað var um skipulögð, blóðug slagsmál meðal barna og unglinga í Reykjavík Fréttablaðinu í vikunni. Myndböndum af slagsmálum barnanna var dreift á lokaðri síðu á Facebook. Ofbeldið var rannsakað af lögreglu og er rannsókninni lokið. Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir þann sem stofnaði síðuna hafa lokað henni. „Við höfðum samband við foreldra drengsins. Ef það kemur ekki fram kæra þá er það í höndum foreldra að taka á málinu. Enginn hefur komið og kært og síðunni hefur verið lokað. Þá kemur þetta okkur ekki við þar til barnið er orðið fullorðið,“ segir hann. Magnús Stefánsson, fræðslufulltrúi og framkvæmdastjóri Marita-fræðslunnar, sagði í viðtali við Fréttablaðið ljóst að þeim ungmennum sem ganga hvað harðast fram líði mjög illa og rekur líðan þeirra til hrunsins. „Við höfum gleymt okkur í hruninu. Þetta eru börn sem eru alin upp í skugga fjármálakrísu og mikils uppgjörs í samfélaginu. Þau upplifðu reiði foreldranna. Reiði er smitandi. Það hefur gætt ákveðins markaleysis og virðingarleysis í samskiptum frá hruni. Þetta hafa börnin okkar horft upp á.“ Hann heldur því einnig fram að ofbeldi hafi ekki verið svona gróft áður. Börnin séu að berjast fyrir heiðri sínum. „Ég held að það sé full ástæða til að fullyrða að þetta hefur ekki verið svona gróft áður. Í gamla daga var slegist en þetta er orðið svo miskunnarlaust. Það er mikil pressa á krökkum. Ef það er verið að skora á krakka á þessum slagsmálasíðum þar sem hundruð barna fylgjast með þá er bara að duga eða að drepast. Þau eru að berjast fyrir heiðri sínum. Þetta er orðið svo skrítið og afbakað ástand.“ Í þessu samhengi nefnir hann að í lífi ungmenna í dag gerist hlutirnir hratt og línur á milli hverfa séu horfnar. Netið sé einn samskiptavöllur. „Hverfalínurnar eru horfnar. Þetta er einn samskiptavöllur sem getur breyst í bardagavöll.“ Tengdar fréttir Slagsmálahópurinn á Facebook sprakk út Lögreglan rannsakar nú skipulögð slagsmál meðal barna og unglinga. Yfirvöld vita ekki hvað veldur að því er virðist auknum óróa meðal unglinga. 9. febrúar 2015 14:02 Myndböndum af íslenskum krökkum slást deilt á Facebook Lögreglan er með málið í skoðun en á síðunni birtast fjölmörg myndbönd af grófum slagsmálum barna undir lögaldri í Reykjavík. 8. febrúar 2015 19:30 „Ofbeldi unglinga á ekkert skylt við bardagaíþróttir“ Mjölnir sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hvers kyns ofbeldi er fordæmt. 16. febrúar 2015 23:06 Aldrei fleiri tilkynningar um ofbeldisbrot: Leikreglurnar engar og allt sýnt í beinni Tilkynningum um ofbeldisbrot barna undir lögaldri til lögreglu hefur fjölgað á síðustu árum. Fagmenn segja fjöldann ekki vera áhyggjuefni heldur öfgarnar. Í stað þess að kenna óheilbrigðri unglingamenningu um benda fagmenn fingri á foreldra. 14. febrúar 2015 08:00 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Ofbeldisbrotum hefur fjölgað nokkuð frá árinu 2011 og hafa ekki borist fleiri tilkynningar til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu líkt og árið 2014 þegar lögreglunni bárust 844 tilkynningar um ofbeldisbrot. Ofbeldi barna 14 ára og yngri hefur margfaldast frá hruni. Sjö börn á þessum aldri beittu ofbeldi 2014. Aðeins eitt barn árið 2011. Þrjátíu börn á aldrinum 15-17 ára beittu ofbeldi á síðasta ári og 48 árið 2013. Langstærstur hluti gerenda í ofbeldisbrotum er á aldrinum 21-30 ára, en líkamsárásir hafa lengi verið nátengdar skemmtanahaldi borgarbúa um helgar. Árið 2014 voru um 6% gerenda 17 ára eða yngri. Þrátt fyrir að tilkynningum til lögreglu fjölgi þá sést aukningin ekki í tilkynningum til Barnaverndar Reykjavíkur. Í yfirliti frá Barnavernd Reykjavíkur sést að fjöldi tilkynninga um að barn beiti ofbeldi og fjöldi barna sem þær varða hefur ekki aukist.Árlega berast á bilinu 1-5 tilkynningar um að barn yngra en 5 ára beiti ofbeldi. Tilkynningum fjölgar með aldri barnanna. Þannig bárust 36 tilkynningar um ofbeldi barna á aldrinum 6-12 og 104 hjá börnum 13 ára og eldri. Fjallað var um skipulögð, blóðug slagsmál meðal barna og unglinga í Reykjavík Fréttablaðinu í vikunni. Myndböndum af slagsmálum barnanna var dreift á lokaðri síðu á Facebook. Ofbeldið var rannsakað af lögreglu og er rannsókninni lokið. Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir þann sem stofnaði síðuna hafa lokað henni. „Við höfðum samband við foreldra drengsins. Ef það kemur ekki fram kæra þá er það í höndum foreldra að taka á málinu. Enginn hefur komið og kært og síðunni hefur verið lokað. Þá kemur þetta okkur ekki við þar til barnið er orðið fullorðið,“ segir hann. Magnús Stefánsson, fræðslufulltrúi og framkvæmdastjóri Marita-fræðslunnar, sagði í viðtali við Fréttablaðið ljóst að þeim ungmennum sem ganga hvað harðast fram líði mjög illa og rekur líðan þeirra til hrunsins. „Við höfum gleymt okkur í hruninu. Þetta eru börn sem eru alin upp í skugga fjármálakrísu og mikils uppgjörs í samfélaginu. Þau upplifðu reiði foreldranna. Reiði er smitandi. Það hefur gætt ákveðins markaleysis og virðingarleysis í samskiptum frá hruni. Þetta hafa börnin okkar horft upp á.“ Hann heldur því einnig fram að ofbeldi hafi ekki verið svona gróft áður. Börnin séu að berjast fyrir heiðri sínum. „Ég held að það sé full ástæða til að fullyrða að þetta hefur ekki verið svona gróft áður. Í gamla daga var slegist en þetta er orðið svo miskunnarlaust. Það er mikil pressa á krökkum. Ef það er verið að skora á krakka á þessum slagsmálasíðum þar sem hundruð barna fylgjast með þá er bara að duga eða að drepast. Þau eru að berjast fyrir heiðri sínum. Þetta er orðið svo skrítið og afbakað ástand.“ Í þessu samhengi nefnir hann að í lífi ungmenna í dag gerist hlutirnir hratt og línur á milli hverfa séu horfnar. Netið sé einn samskiptavöllur. „Hverfalínurnar eru horfnar. Þetta er einn samskiptavöllur sem getur breyst í bardagavöll.“
Tengdar fréttir Slagsmálahópurinn á Facebook sprakk út Lögreglan rannsakar nú skipulögð slagsmál meðal barna og unglinga. Yfirvöld vita ekki hvað veldur að því er virðist auknum óróa meðal unglinga. 9. febrúar 2015 14:02 Myndböndum af íslenskum krökkum slást deilt á Facebook Lögreglan er með málið í skoðun en á síðunni birtast fjölmörg myndbönd af grófum slagsmálum barna undir lögaldri í Reykjavík. 8. febrúar 2015 19:30 „Ofbeldi unglinga á ekkert skylt við bardagaíþróttir“ Mjölnir sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hvers kyns ofbeldi er fordæmt. 16. febrúar 2015 23:06 Aldrei fleiri tilkynningar um ofbeldisbrot: Leikreglurnar engar og allt sýnt í beinni Tilkynningum um ofbeldisbrot barna undir lögaldri til lögreglu hefur fjölgað á síðustu árum. Fagmenn segja fjöldann ekki vera áhyggjuefni heldur öfgarnar. Í stað þess að kenna óheilbrigðri unglingamenningu um benda fagmenn fingri á foreldra. 14. febrúar 2015 08:00 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Slagsmálahópurinn á Facebook sprakk út Lögreglan rannsakar nú skipulögð slagsmál meðal barna og unglinga. Yfirvöld vita ekki hvað veldur að því er virðist auknum óróa meðal unglinga. 9. febrúar 2015 14:02
Myndböndum af íslenskum krökkum slást deilt á Facebook Lögreglan er með málið í skoðun en á síðunni birtast fjölmörg myndbönd af grófum slagsmálum barna undir lögaldri í Reykjavík. 8. febrúar 2015 19:30
„Ofbeldi unglinga á ekkert skylt við bardagaíþróttir“ Mjölnir sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hvers kyns ofbeldi er fordæmt. 16. febrúar 2015 23:06
Aldrei fleiri tilkynningar um ofbeldisbrot: Leikreglurnar engar og allt sýnt í beinni Tilkynningum um ofbeldisbrot barna undir lögaldri til lögreglu hefur fjölgað á síðustu árum. Fagmenn segja fjöldann ekki vera áhyggjuefni heldur öfgarnar. Í stað þess að kenna óheilbrigðri unglingamenningu um benda fagmenn fingri á foreldra. 14. febrúar 2015 08:00