Heldur upp á afmæli að hætti Betu drottningar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. febrúar 2015 13:00 „Þó mér finnist sjötíu há tala í þessu samhengi þá er ég hamingjusöm yfir að hafa náð þeim aldri,“ segir Þórunn Blöndal. Vísir/Valli „Ég er orðin svo leið á að eiga afmæli á þorranum að ég ætla að vera eins og Elísabet Englandsdrottning, hún á venjulegan afmælisdag og svo annan opinberan. Ég ætla að eiga opinberan afmælisdag í ágúst og þá ætla ég að halda garðveislu. Það eru allir svo gráir og kvefaðir og daprir á þessum tíma að ég ætla að bíða með stórveislu þar til sól og sumar er á landinu, garðurinn í blóma og fólkið fallegt, brúnt og útitekið og fullt af D-vítamíni!“ Þetta segir Þórunn Blöndal dósent sem er sjötug í dag. Reyndar kveðst Þórunn hafa haldið veislu á fimmtugsafmælinu sem hafi verið mjög skemmtileg en svona verði fyrirkomulagið í ár. „Ég á fínan garð rétt við Hamarinn í Hafnarfirði og hingað til hefur maðurinn minn haft einkaafnot af honum fyrir afmælisveislur!“ segir hún glaðlega. Þrátt fyrir árstímann á Þórunn von á góðum degi í dag með fjölskyldunni. „Við hjónin eigum þrjár dætur og þær ætla að elda. Ein þeirra flaug heim frá Lúxemborg í vonda veðrinu á mánudaginn til að vera með okkur. Barnabörnin verða flest hér líka, þau eru fimm á aldrinum átta til 27 ára.“ Þórunn kennir við Háskóla Íslands og kveðst ekki hafa fengið neitt uppsagnarbréf þrátt fyrir hækkandi aldurstölu. „Ég er í miðjum kúrsi og veit ekkert hvað verður um mig. Ætla bara að bíða og vita hvort einhver man eftir að láta mig fara. Það er líklegt að það verði launadeildin, hún er með kennitöluna og lokar sennilega á mig einhvern daginn. En ég hef engar áhyggjur. Þó mér finnist sjötíu há tala í þessu samhengi þá er ég hamingjusöm yfir að hafa náð þeim aldri, ég er búin að missa svo marga góða vini gegnum tíðina sem ekki hafa náð honum. Auðvitað ber að fagna hverju ári sem manni tekst að þrauka gegnum myrkur og kulda.“ Mest lesið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Fárveik í París Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira
„Ég er orðin svo leið á að eiga afmæli á þorranum að ég ætla að vera eins og Elísabet Englandsdrottning, hún á venjulegan afmælisdag og svo annan opinberan. Ég ætla að eiga opinberan afmælisdag í ágúst og þá ætla ég að halda garðveislu. Það eru allir svo gráir og kvefaðir og daprir á þessum tíma að ég ætla að bíða með stórveislu þar til sól og sumar er á landinu, garðurinn í blóma og fólkið fallegt, brúnt og útitekið og fullt af D-vítamíni!“ Þetta segir Þórunn Blöndal dósent sem er sjötug í dag. Reyndar kveðst Þórunn hafa haldið veislu á fimmtugsafmælinu sem hafi verið mjög skemmtileg en svona verði fyrirkomulagið í ár. „Ég á fínan garð rétt við Hamarinn í Hafnarfirði og hingað til hefur maðurinn minn haft einkaafnot af honum fyrir afmælisveislur!“ segir hún glaðlega. Þrátt fyrir árstímann á Þórunn von á góðum degi í dag með fjölskyldunni. „Við hjónin eigum þrjár dætur og þær ætla að elda. Ein þeirra flaug heim frá Lúxemborg í vonda veðrinu á mánudaginn til að vera með okkur. Barnabörnin verða flest hér líka, þau eru fimm á aldrinum átta til 27 ára.“ Þórunn kennir við Háskóla Íslands og kveðst ekki hafa fengið neitt uppsagnarbréf þrátt fyrir hækkandi aldurstölu. „Ég er í miðjum kúrsi og veit ekkert hvað verður um mig. Ætla bara að bíða og vita hvort einhver man eftir að láta mig fara. Það er líklegt að það verði launadeildin, hún er með kennitöluna og lokar sennilega á mig einhvern daginn. En ég hef engar áhyggjur. Þó mér finnist sjötíu há tala í þessu samhengi þá er ég hamingjusöm yfir að hafa náð þeim aldri, ég er búin að missa svo marga góða vini gegnum tíðina sem ekki hafa náð honum. Auðvitað ber að fagna hverju ári sem manni tekst að þrauka gegnum myrkur og kulda.“
Mest lesið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Lífið Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Lífið Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Lífið Fárveik í París Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Lífið Fleiri fréttir Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Sjá meira