Viðskiptaráð vill reyna afur Ögmundur Jónasson skrifar 13. febrúar 2015 11:00 Á tíunda áratug síðustu aldar og upphafsárum nýrrar aldar var Viðskiptaráð og forveri þess, Verslunarráðið, óhemju duglegt. Þetta var í aðdraganda hrunsins. Ætli nokkur stofnun, nema ef vera skyldi Samtök banka og fjármálafyrirtækja, hafi verið eins dugleg í baráttunni fyrir „einfaldara Íslandi“ einsog það hét þegar talað var fyrir afnámi alls þess sem þótti setja markaðsviðskiptum hömlur. Fluttir voru inn trúboðar sem kenndu aðferðafræði einkavæðingar og minnist ég sérstaklega dr. Pieris í því sambandi en hann setti ráðleggingar sínar einmitt fram að hætti trúboða. Verslunarráðið sló upp í málgagni sínu: 10 boðorð dr. Pieris! Þá var hamast á því að „framleiðni“ væri ekki næg í opinbera geiranum, sem náttúrlega þýddi það eitt að fækka þyrfti þar fólki. Starfsfólki sjúkrahúsa, skóla, lögreglu og umönnunarstofnana kom þetta alltaf nokkuð spánskt fyrir sjónir þótt öllum bæri saman um að stöðugt ætti að reyna að finna nýjar leiðir til að hagnýta fjármagn sem best með nýrri tækni og markvissara vinnufyrirkomulagi. Og svo var það sala eigna ríkis og sveitarfélaga. Hún skyldi sett í forgang! Þetta var framlag Verslunar-/Viðskiptaráðs í aðdraganda hrunsins.Varnarorðum ekki sinnt Ekki verður sagt að talað hafi verið fyrir daufum eyrum. Hafist var handa um lagabreytingar í framangreindum anda, reynt var að skerða réttindi opinberra starfsmanna þannig að kostnaðarminna yrði að reka þá og síðast en ekki síst var farið að selja/gefa ríkiseignir, banka og orkustofnanir því allt átti að verða betra á markaði en hjá hinu opinbera. Meira að segja varð það bannorð að ríki og sveitarfélög ættu húsnæðið undir starfsemi sína heldur bæri að selja það og leigja síðan af nýjum eigendum. Samkvæmt forskriftinni átti þetta að verða miklu betra. Varnaðarorðum var engu sinnt. Ekki einu sinni að ríkið ætti í okkar agnarsmáa hagkerfi að hafa einn banka á sinni hendi til að tryggja nægilega kjölfestu í fjármálakerfinu. Fróðlegt er að skoða afleiðingar þessarar stefnu. Nýlega fengum við fréttir af 28,5 milljarða gjaldþroti Geysi GreenEnergy orkufyrirtækisins, bankarnir urðu taumlausri græðgi eigenda og stjórnenda að bráð, Reykjanesbær sem lengst gekk í sölu eigna sinna varð nánast gjaldþrota, einkaframkvæmd reyndist skattborgurum dýrkeypt og engin deilir lengur um að mannfækkun á umönnunarstofnunum, „aukin framleiðni“ þar, hefur reynst dýrkeypt. En nú stígur Viðskiptaráðið aftur fram eins og ekkert hafi í skorist með glænýrri áskorun en um leið svo gamalkunnri: Ríki og sveitarfélög eiga að selja eignir fyrir 800 milljarða, hefja á sölu Landsvirkjunar og Landsbankans, eina ríkisbankans, auka þarf framleiðni í umönnunargeiranum og hjá lögreglunni. Skyldum við eiga von á dr. Pieri með vorinu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á tíunda áratug síðustu aldar og upphafsárum nýrrar aldar var Viðskiptaráð og forveri þess, Verslunarráðið, óhemju duglegt. Þetta var í aðdraganda hrunsins. Ætli nokkur stofnun, nema ef vera skyldi Samtök banka og fjármálafyrirtækja, hafi verið eins dugleg í baráttunni fyrir „einfaldara Íslandi“ einsog það hét þegar talað var fyrir afnámi alls þess sem þótti setja markaðsviðskiptum hömlur. Fluttir voru inn trúboðar sem kenndu aðferðafræði einkavæðingar og minnist ég sérstaklega dr. Pieris í því sambandi en hann setti ráðleggingar sínar einmitt fram að hætti trúboða. Verslunarráðið sló upp í málgagni sínu: 10 boðorð dr. Pieris! Þá var hamast á því að „framleiðni“ væri ekki næg í opinbera geiranum, sem náttúrlega þýddi það eitt að fækka þyrfti þar fólki. Starfsfólki sjúkrahúsa, skóla, lögreglu og umönnunarstofnana kom þetta alltaf nokkuð spánskt fyrir sjónir þótt öllum bæri saman um að stöðugt ætti að reyna að finna nýjar leiðir til að hagnýta fjármagn sem best með nýrri tækni og markvissara vinnufyrirkomulagi. Og svo var það sala eigna ríkis og sveitarfélaga. Hún skyldi sett í forgang! Þetta var framlag Verslunar-/Viðskiptaráðs í aðdraganda hrunsins.Varnarorðum ekki sinnt Ekki verður sagt að talað hafi verið fyrir daufum eyrum. Hafist var handa um lagabreytingar í framangreindum anda, reynt var að skerða réttindi opinberra starfsmanna þannig að kostnaðarminna yrði að reka þá og síðast en ekki síst var farið að selja/gefa ríkiseignir, banka og orkustofnanir því allt átti að verða betra á markaði en hjá hinu opinbera. Meira að segja varð það bannorð að ríki og sveitarfélög ættu húsnæðið undir starfsemi sína heldur bæri að selja það og leigja síðan af nýjum eigendum. Samkvæmt forskriftinni átti þetta að verða miklu betra. Varnaðarorðum var engu sinnt. Ekki einu sinni að ríkið ætti í okkar agnarsmáa hagkerfi að hafa einn banka á sinni hendi til að tryggja nægilega kjölfestu í fjármálakerfinu. Fróðlegt er að skoða afleiðingar þessarar stefnu. Nýlega fengum við fréttir af 28,5 milljarða gjaldþroti Geysi GreenEnergy orkufyrirtækisins, bankarnir urðu taumlausri græðgi eigenda og stjórnenda að bráð, Reykjanesbær sem lengst gekk í sölu eigna sinna varð nánast gjaldþrota, einkaframkvæmd reyndist skattborgurum dýrkeypt og engin deilir lengur um að mannfækkun á umönnunarstofnunum, „aukin framleiðni“ þar, hefur reynst dýrkeypt. En nú stígur Viðskiptaráðið aftur fram eins og ekkert hafi í skorist með glænýrri áskorun en um leið svo gamalkunnri: Ríki og sveitarfélög eiga að selja eignir fyrir 800 milljarða, hefja á sölu Landsvirkjunar og Landsbankans, eina ríkisbankans, auka þarf framleiðni í umönnunargeiranum og hjá lögreglunni. Skyldum við eiga von á dr. Pieri með vorinu?
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar