Byrjaði á öfugum enda Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. febrúar 2015 14:00 Védís á morgungöngu með Lappa á Viale della Domus Aurea við Colosseo í Róm í gær í 14 stiga hita og sól. Mynd/úr einkasafni Védís Jónsdóttir hönnuður er fimmtug í dag. Prjónafólk á Íslandi þekkir nafn hennar því hún var aðalhönnuður nýrra prjónauppskrifta fyrir Ístex um árabil en síðustu ár hefur hún búið erlendis, þar sem eiginmaðurinn starfar við utanríkisþjónustuna. Þau hjón fluttu í sumarlok til Rómar frá New York og Védís líkir því við að fara aftur í tímann. En hún segir veðrið í Róm einstakt og birtuna engu líka. „Maturinn, gæðin og menningin kringum hann er líka mjög að mínu skapi. Ég fer reglulega á Esquilino-markaðinn en hann er afar litskrúðugur bæði hvað varðar mat og mannlíf. Það eru mikil lífsgæði að geta keypt nýupptekið grænmeti og geta séð hversu ferskur fiskurinn er með því að horfa í augun á honum!“ Védís segir það eins og að gera upp á milli barnanna sinna að bera saman borgirnar New York og Róm. „Mér finnst borgirnar báðar dásamlegar hvor á sinn hátt. Róm er svo falleg þó að hún sé illa hirt og svolítið spillt. Litirnir, byggingarnar, sagan, menningin og hvað fólkið er elskulegt gerir hana einstaka. New York er hins vegar svo mikill töffari, hröð með hágæða listviðburðum og mannlífskokteil. Ég bjó á Manhattan og fannst gott að vera í hlíðum þessa ljósum prýdda manngerða fjallgarðs með sínum djúpu gljúfrum, sem er ekki allra.“ Veturinn í Róm er afar þægilegur, að mati Védísar. „Auðvitað getur orðið kalt og rakinn gerir það að verkum að hér verður napurt en það varir aldrei lengi. Rómverjar segja að það rigni meira nú en áður fyrr og vissulega getur komið úrhelli eða vatnssprengjur eins og þeir segja, en fyrir Íslending er það ekkert til að hafa orð á.“ Védís kveðst koma heim á sumrin til þess að njóta besta tímans hér. En umgengst hún einhverja landa í Róm? „Já, það eru nokkrir Íslendingar sem búa hér og hægt að ná saman í einn saumaklúbb af góðum íslenskum konum. Ef ég ætti að nefna einhvern þá er það Hrefna Tynes sem hefur búið lengi í Róm og verið minn verndari hér.“ Nú vil ég vita hvernig hún Védís ætlar að halda upp á stórafmælið í dag. „Þar sem ég er fædd á Skaganum ætla ég að skreppa niður á Sorrentó-skagann. Fá mér góðan fisk og gista á litríkum litlum stað sem hangir utan í klettunum með útsýni yfir Napólíflóa og Vesúvíus enda er ég alin uppi á Melabökkum með útsýni á Faxaflóann og Snæfellsjökul.“ En manstu eftir einhverju afmæli frá bernskuárunum í Melasveit? „Ekki sérstaklega. Í minningunni var yfirleitt leiðindaveður og þegar ég fæddist var stórhríð, ég er viss um að ég fæ betra veður núna! Ég fæddist víst í sitjandi stöðu og við mamma vorum hafðar fyrstu dagana á ellideildinni því það var ekki pláss á fæðingardeildinni, það má því segja að ég hafi byrjað lífið á öfugum enda!“ Eins og vænta má er Védís með verkefni á hönnunar- og hannyrðasviði hvar sem hún er. „Ég er svo heppin að vera að byrja að spá í nýja liti fyrir splunkunýtt prjónaband sem ekki er enn komið á markað. Síðan hef ég verið að vinna að útfærslum og endurbótum á gömlum uppskriftum í eigu Ístex sem mér fannst eiga rétt á endurnýjun lífdaga. Þær munu koma út í bók á þessu ári. En það sem ég get ekki beðið eftir er að halda áfram að vinna í prjónaskúlptúrunum mínum og öðrum verkum sem ég byrjaði á í New York. Ég hef verið að prjóna úr óhefðbundnu efni eins og rafmagnsvír sem er hreint ekki auðveldur í höndum. Mér finnst líka skemmtilegt að vinna með fíngerðan frjálsan útsaum, gjarnan pínulítil verk. Svo hef ég líka verið að prófa að teikna fríhendis með saumavél. Ég hef notað tímann erlendis til að reyna að þroskast sem listamaður en virðist laðast að tímafrekum verkefnum þannig að það gengur hægt!“ Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Védís Jónsdóttir hönnuður er fimmtug í dag. Prjónafólk á Íslandi þekkir nafn hennar því hún var aðalhönnuður nýrra prjónauppskrifta fyrir Ístex um árabil en síðustu ár hefur hún búið erlendis, þar sem eiginmaðurinn starfar við utanríkisþjónustuna. Þau hjón fluttu í sumarlok til Rómar frá New York og Védís líkir því við að fara aftur í tímann. En hún segir veðrið í Róm einstakt og birtuna engu líka. „Maturinn, gæðin og menningin kringum hann er líka mjög að mínu skapi. Ég fer reglulega á Esquilino-markaðinn en hann er afar litskrúðugur bæði hvað varðar mat og mannlíf. Það eru mikil lífsgæði að geta keypt nýupptekið grænmeti og geta séð hversu ferskur fiskurinn er með því að horfa í augun á honum!“ Védís segir það eins og að gera upp á milli barnanna sinna að bera saman borgirnar New York og Róm. „Mér finnst borgirnar báðar dásamlegar hvor á sinn hátt. Róm er svo falleg þó að hún sé illa hirt og svolítið spillt. Litirnir, byggingarnar, sagan, menningin og hvað fólkið er elskulegt gerir hana einstaka. New York er hins vegar svo mikill töffari, hröð með hágæða listviðburðum og mannlífskokteil. Ég bjó á Manhattan og fannst gott að vera í hlíðum þessa ljósum prýdda manngerða fjallgarðs með sínum djúpu gljúfrum, sem er ekki allra.“ Veturinn í Róm er afar þægilegur, að mati Védísar. „Auðvitað getur orðið kalt og rakinn gerir það að verkum að hér verður napurt en það varir aldrei lengi. Rómverjar segja að það rigni meira nú en áður fyrr og vissulega getur komið úrhelli eða vatnssprengjur eins og þeir segja, en fyrir Íslending er það ekkert til að hafa orð á.“ Védís kveðst koma heim á sumrin til þess að njóta besta tímans hér. En umgengst hún einhverja landa í Róm? „Já, það eru nokkrir Íslendingar sem búa hér og hægt að ná saman í einn saumaklúbb af góðum íslenskum konum. Ef ég ætti að nefna einhvern þá er það Hrefna Tynes sem hefur búið lengi í Róm og verið minn verndari hér.“ Nú vil ég vita hvernig hún Védís ætlar að halda upp á stórafmælið í dag. „Þar sem ég er fædd á Skaganum ætla ég að skreppa niður á Sorrentó-skagann. Fá mér góðan fisk og gista á litríkum litlum stað sem hangir utan í klettunum með útsýni yfir Napólíflóa og Vesúvíus enda er ég alin uppi á Melabökkum með útsýni á Faxaflóann og Snæfellsjökul.“ En manstu eftir einhverju afmæli frá bernskuárunum í Melasveit? „Ekki sérstaklega. Í minningunni var yfirleitt leiðindaveður og þegar ég fæddist var stórhríð, ég er viss um að ég fæ betra veður núna! Ég fæddist víst í sitjandi stöðu og við mamma vorum hafðar fyrstu dagana á ellideildinni því það var ekki pláss á fæðingardeildinni, það má því segja að ég hafi byrjað lífið á öfugum enda!“ Eins og vænta má er Védís með verkefni á hönnunar- og hannyrðasviði hvar sem hún er. „Ég er svo heppin að vera að byrja að spá í nýja liti fyrir splunkunýtt prjónaband sem ekki er enn komið á markað. Síðan hef ég verið að vinna að útfærslum og endurbótum á gömlum uppskriftum í eigu Ístex sem mér fannst eiga rétt á endurnýjun lífdaga. Þær munu koma út í bók á þessu ári. En það sem ég get ekki beðið eftir er að halda áfram að vinna í prjónaskúlptúrunum mínum og öðrum verkum sem ég byrjaði á í New York. Ég hef verið að prjóna úr óhefðbundnu efni eins og rafmagnsvír sem er hreint ekki auðveldur í höndum. Mér finnst líka skemmtilegt að vinna með fíngerðan frjálsan útsaum, gjarnan pínulítil verk. Svo hef ég líka verið að prófa að teikna fríhendis með saumavél. Ég hef notað tímann erlendis til að reyna að þroskast sem listamaður en virðist laðast að tímafrekum verkefnum þannig að það gengur hægt!“
Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Fleiri fréttir Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist