KR-ingar voru bara einum sigri frá metinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. janúar 2015 09:00 Darrel Keith Lewis hefur hjálpað nýliðum Tindastóls mikið í vetur en þessi 38 ára gamli leikmaður kom á Krókinn fyrir þessa leiktíð. Vísir/Ernir Nýliðar Tindastóls hafa stimplað sig inn í Dominos-deildina með sögulegum krafti og síðasta liðið til sökkva í Síkinu voru sjálfir Íslandsmeistarar KR-inga sem fóru tómhentir heim á fimmtudagskvöldið. Spánverjanum Israel Martin tókst það sem engum íslenskum þjálfara hafði tekist í tæpa þrettán mánuði – að vinna deildarleik á móti KR. Stólarnir hafa nú unnið alla sjö heimaleiki sína í deildinni í vetur og þó að þessi hafi verið sá minnsti (í tölum) þá var hann sá stærsti. Möguleikar Tindastóls á deildarmeistaratitlinum eru kannski ekki miklir enda KR með fjögurra stiga forskot og betri innbyrðisstöðu en sigur sem þessi sýnir það svart á hvítu hversu erfitt það verður fyrir hin liðin að heimsækja Síkið í úrslitakeppninni í vor. Valur Ingimundarson er farsælasti leikmaður og þjálfari Tindastóls í úrvalsdeild karla enda sá leikmaður sem hefur skorað flest stig fyrir félagið í úrvalsdeild 3.143) og sá þjálfari sem hefur stýrt Stólunum til sigurs í flestum leikjum í úrvalsdeild (99). Stólarnir gáfu honum kannski aðeins til baka í fyrrakvöld þegar þeir enduðu 23 leikja sigurgöngu KR-inga og komu í veg fyrir að Vesturbæingar tækju metið af Njarðvíkurliðinu sem Valur þjálfaði fyrir rúmum nítján árum. Njarðvíkingar unnu 24 deildarleiki í röð frá lokum október 1994 til byrjunar október 1995. Valur stýrði Njarðvíkurliðinu 1994-95 og þar með í 23 af þessum 24 leikjum. Hann og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, eru nú þeir þjálfarar sem hafa unnið flesta deildarleiki í röð (23) en Hrannar Hólm tók við Njarðvíkurliðinu af Val sumarið 1995 og stýrði liðinu í 24. og síðasta sigurleiknum. Valur var þá búinn að gera Njarðvíkinga að Íslandsmeisturum tvö ár í röð en gerðist síðan þjálfari í Danmörku. Það vill þannig til að það voru líka Tindastólsmenn sem stöðvuðu met-sigurgönguna í byrjun október 1995 en Tindastóll vann þá þriggja stiga sigur á Njarðvík í Ljónagryfjunni, 88-85. Dominos-deild karla Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Sjá meira
Nýliðar Tindastóls hafa stimplað sig inn í Dominos-deildina með sögulegum krafti og síðasta liðið til sökkva í Síkinu voru sjálfir Íslandsmeistarar KR-inga sem fóru tómhentir heim á fimmtudagskvöldið. Spánverjanum Israel Martin tókst það sem engum íslenskum þjálfara hafði tekist í tæpa þrettán mánuði – að vinna deildarleik á móti KR. Stólarnir hafa nú unnið alla sjö heimaleiki sína í deildinni í vetur og þó að þessi hafi verið sá minnsti (í tölum) þá var hann sá stærsti. Möguleikar Tindastóls á deildarmeistaratitlinum eru kannski ekki miklir enda KR með fjögurra stiga forskot og betri innbyrðisstöðu en sigur sem þessi sýnir það svart á hvítu hversu erfitt það verður fyrir hin liðin að heimsækja Síkið í úrslitakeppninni í vor. Valur Ingimundarson er farsælasti leikmaður og þjálfari Tindastóls í úrvalsdeild karla enda sá leikmaður sem hefur skorað flest stig fyrir félagið í úrvalsdeild 3.143) og sá þjálfari sem hefur stýrt Stólunum til sigurs í flestum leikjum í úrvalsdeild (99). Stólarnir gáfu honum kannski aðeins til baka í fyrrakvöld þegar þeir enduðu 23 leikja sigurgöngu KR-inga og komu í veg fyrir að Vesturbæingar tækju metið af Njarðvíkurliðinu sem Valur þjálfaði fyrir rúmum nítján árum. Njarðvíkingar unnu 24 deildarleiki í röð frá lokum október 1994 til byrjunar október 1995. Valur stýrði Njarðvíkurliðinu 1994-95 og þar með í 23 af þessum 24 leikjum. Hann og Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, eru nú þeir þjálfarar sem hafa unnið flesta deildarleiki í röð (23) en Hrannar Hólm tók við Njarðvíkurliðinu af Val sumarið 1995 og stýrði liðinu í 24. og síðasta sigurleiknum. Valur var þá búinn að gera Njarðvíkinga að Íslandsmeisturum tvö ár í röð en gerðist síðan þjálfari í Danmörku. Það vill þannig til að það voru líka Tindastólsmenn sem stöðvuðu met-sigurgönguna í byrjun október 1995 en Tindastóll vann þá þriggja stiga sigur á Njarðvík í Ljónagryfjunni, 88-85.
Dominos-deild karla Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Sjá meira