Endurútgefur tuttugu ára gamlar mánaðarkassettur Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 23. janúar 2015 09:30 Kasetturnar voru gefnar út í fáum eintökum en Curver hefur nú hafið endurútgáfu á þeim. Vísir/Ernir „Þetta er í tilefni þess að tuttugu ár eru síðan ég startaði þessu verkefni. Þessar kassettur voru gefnar út í mjög fáum eintökum, jafnmörgum þeim dögum og voru í mánuðinum,“ segir tón- og myndlistarmaðurinn Curver Thoroddsen. Í janúar hóf hann endurútgáfu á svokölluðum mánaðarkassettum sem hann gaf út árið 1995. „Ég var mikið að gera tilraunir með tónlist. Mikið að taka upp á fjögurra rása tæki og prófa allar gerðir tón- og hljóðlistar,“ segir Curver en hugmyndin að verkefninu kviknaði við óvenjulegar aðstæður. „Í rauninni datt mér þetta í hug þegar ég var að vinna í uppvaski á 17. júní, það var búið að spila Hæ hó jibbí jei alveg skrilljón sinnum í útvarpinu, þá datt mér í hug að það væri frábær hugmynd að semja lag fyrir hvern dag ársins.“ Hann lét hugmyndina verða að veruleika og gaf út kassettu í hverjum mánuði. „Lögin heita eftir dögum mánaðarins en stundum voru undirtitlar. Lögin tengdust stundum afmælisdögum vina eða merku fólki í mannkynssögunni, dánardagur Marilyn Monroe, Elvis Presley og slíkt.“ Curver segir talsverðan tíma hafa farið í kassettugerðina enda sá hann einn um að semja og útsetja öll lögin. „Þetta var mjög skemmtilegt verkefni, gaf manni svona tækifæri til þess að prufa alls konar gerðir tónlistar, ég var mikið að spá í skilgreiningar á tónlist, hvað gæti talist lag og slíkt,“ segir hann og bætir við að útkoman hafi verið allt frá popplögum út í óhljóða- og hljóðatilraunir. „Einhvern veginn þá finnst mér þetta alltaf vera öll litlu börnin mín, ég á mjög erfitt með að gera upp á milli þeirra,“ segir Curver, spurður að því hvort hann eigi sér einhvern uppáhaldsdag. Endurútgáfunni hefur verið vel tekið að hans sögn. „Fullt af fólki sem man eftir þessu verkefni og átti spólur. Einhverjir sem voru að reyna að safna öllum mánuðunum. Fólk hefur núna aftur aðgang að þessum lögum af því þetta var í svo takmörkuðu upplagi. Fólk hefur kannski heyrt af verkefninu en ekki haft tök á því að heyra þetta.“ Mánaðarkassettur Curvers er hægt að nálgast á Facebook.com/CurverThoroddsen þar sem hann birtir lag dagsins. Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Fleiri fréttir Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sjá meira
„Þetta er í tilefni þess að tuttugu ár eru síðan ég startaði þessu verkefni. Þessar kassettur voru gefnar út í mjög fáum eintökum, jafnmörgum þeim dögum og voru í mánuðinum,“ segir tón- og myndlistarmaðurinn Curver Thoroddsen. Í janúar hóf hann endurútgáfu á svokölluðum mánaðarkassettum sem hann gaf út árið 1995. „Ég var mikið að gera tilraunir með tónlist. Mikið að taka upp á fjögurra rása tæki og prófa allar gerðir tón- og hljóðlistar,“ segir Curver en hugmyndin að verkefninu kviknaði við óvenjulegar aðstæður. „Í rauninni datt mér þetta í hug þegar ég var að vinna í uppvaski á 17. júní, það var búið að spila Hæ hó jibbí jei alveg skrilljón sinnum í útvarpinu, þá datt mér í hug að það væri frábær hugmynd að semja lag fyrir hvern dag ársins.“ Hann lét hugmyndina verða að veruleika og gaf út kassettu í hverjum mánuði. „Lögin heita eftir dögum mánaðarins en stundum voru undirtitlar. Lögin tengdust stundum afmælisdögum vina eða merku fólki í mannkynssögunni, dánardagur Marilyn Monroe, Elvis Presley og slíkt.“ Curver segir talsverðan tíma hafa farið í kassettugerðina enda sá hann einn um að semja og útsetja öll lögin. „Þetta var mjög skemmtilegt verkefni, gaf manni svona tækifæri til þess að prufa alls konar gerðir tónlistar, ég var mikið að spá í skilgreiningar á tónlist, hvað gæti talist lag og slíkt,“ segir hann og bætir við að útkoman hafi verið allt frá popplögum út í óhljóða- og hljóðatilraunir. „Einhvern veginn þá finnst mér þetta alltaf vera öll litlu börnin mín, ég á mjög erfitt með að gera upp á milli þeirra,“ segir Curver, spurður að því hvort hann eigi sér einhvern uppáhaldsdag. Endurútgáfunni hefur verið vel tekið að hans sögn. „Fullt af fólki sem man eftir þessu verkefni og átti spólur. Einhverjir sem voru að reyna að safna öllum mánuðunum. Fólk hefur núna aftur aðgang að þessum lögum af því þetta var í svo takmörkuðu upplagi. Fólk hefur kannski heyrt af verkefninu en ekki haft tök á því að heyra þetta.“ Mánaðarkassettur Curvers er hægt að nálgast á Facebook.com/CurverThoroddsen þar sem hann birtir lag dagsins.
Mest lesið Brúðkaup ársins 2025 Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Lífið „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Lífið Helvíti á jörðu: Emmsjé Gauti minnti á líkamsræktarþjálfara í maníu Gagnrýni Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Lífið Fleiri fréttir Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sjá meira