Creditinfo semur um nýtt verkefni í Afríku Jón Hákon Halldórsson skrifar 21. janúar 2015 07:00 Reynir Grétarsson segir að stefnan sé sú að Creditinfo verði með lánshæfismatskerfi í 50 löndum árið 2020. fréttablaðið/Ernir Íslenska fyrirtækið Creditinfo hefur verið valið til að stýra miðlun fjárhagsupplýsinga í Vesturafríska myntbandalaginu. Átta þjóðir í Vestur-Afríku standa að bandalaginu en íbúar þess eru ríflega 100 milljónir. Seðlabanki Vestur-Afríkuríkja stóð fyrir útboði um einkarekið lánshæfiskerfi sem uppfyllti alþjóðlega staðla, fyrir átta aðildarríki Vesturafríska myntbandalagsins í fyrra. Sérfræðingar á vegum Alþjóðabankans (World Bank) aðstoðuðu við útboðið og val á fyrirtæki. Í lok árs 2014 var svo tilkynnt að Creditinfo og samstarfsaðili þess hefðu verið valin. Reynir Grétarsson, forstjóri Creditinfo Group, segir að Creditinfo hafi unnið fimm af síðustu stóru útboðum sem fyrirtækið hefur tekið þátt í. Öll hafi þau verið í þróunarlöndum og yfirleitt skipulögð af Alþjóðabankanum eða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Í Vestur-Afríku var Þróunarbanki Afríku einn þeirra aðila sem studdu umsókn Creditinfo. Skrifað var upp á samning um innleiðingu Creditinfo á lánshæfismatskerfi í Suður-Súdan, en sá samningur hljóðaði upp á 3,3 milljónir dollara, eða um 435 milljónir kóna á núverandi gengi, í ágúst 2014. Reynir segir stofnanir í þróunarsamvinnu í auknum mæli horfa til uppbyggingar tæknilegra innviða, ekki síst í fjármálakerfum. Það bæti aðgengi fólks og fyrirtækja að fjármagni. „Slík kerfi eru nauðsynlegur hluti fjármálakerfa og án þeirra er erfitt að stunda nokkra lánastarfsemi. Alþjóðlegar stofnanir eru að leiða þróun á þessu sviði með ráðgjöf og fjármögnun,“ segir hann. Reynir segir að um 100 lönd í heiminum vanti lánshæfiskerfi. „Við stefnum á að setja upp kerfi í 1/3 af þeim löndum. Við teljum það ekki óraunhæft miðað við niðurstöður í útboðum síðustu tveggja ára. Markmiðið er að vera í 50 löndum árið 2020,“ segir Reynir. Löndin sem tilheyra Vesturafríska myntbandalaginu eru Senegal, Fílabeinsströndin, Malí, Níger, Búrkína Fasó, Tógó, Benín og Gínea-Bissá. Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira
Íslenska fyrirtækið Creditinfo hefur verið valið til að stýra miðlun fjárhagsupplýsinga í Vesturafríska myntbandalaginu. Átta þjóðir í Vestur-Afríku standa að bandalaginu en íbúar þess eru ríflega 100 milljónir. Seðlabanki Vestur-Afríkuríkja stóð fyrir útboði um einkarekið lánshæfiskerfi sem uppfyllti alþjóðlega staðla, fyrir átta aðildarríki Vesturafríska myntbandalagsins í fyrra. Sérfræðingar á vegum Alþjóðabankans (World Bank) aðstoðuðu við útboðið og val á fyrirtæki. Í lok árs 2014 var svo tilkynnt að Creditinfo og samstarfsaðili þess hefðu verið valin. Reynir Grétarsson, forstjóri Creditinfo Group, segir að Creditinfo hafi unnið fimm af síðustu stóru útboðum sem fyrirtækið hefur tekið þátt í. Öll hafi þau verið í þróunarlöndum og yfirleitt skipulögð af Alþjóðabankanum eða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Í Vestur-Afríku var Þróunarbanki Afríku einn þeirra aðila sem studdu umsókn Creditinfo. Skrifað var upp á samning um innleiðingu Creditinfo á lánshæfismatskerfi í Suður-Súdan, en sá samningur hljóðaði upp á 3,3 milljónir dollara, eða um 435 milljónir kóna á núverandi gengi, í ágúst 2014. Reynir segir stofnanir í þróunarsamvinnu í auknum mæli horfa til uppbyggingar tæknilegra innviða, ekki síst í fjármálakerfum. Það bæti aðgengi fólks og fyrirtækja að fjármagni. „Slík kerfi eru nauðsynlegur hluti fjármálakerfa og án þeirra er erfitt að stunda nokkra lánastarfsemi. Alþjóðlegar stofnanir eru að leiða þróun á þessu sviði með ráðgjöf og fjármögnun,“ segir hann. Reynir segir að um 100 lönd í heiminum vanti lánshæfiskerfi. „Við stefnum á að setja upp kerfi í 1/3 af þeim löndum. Við teljum það ekki óraunhæft miðað við niðurstöður í útboðum síðustu tveggja ára. Markmiðið er að vera í 50 löndum árið 2020,“ segir Reynir. Löndin sem tilheyra Vesturafríska myntbandalaginu eru Senegal, Fílabeinsströndin, Malí, Níger, Búrkína Fasó, Tógó, Benín og Gínea-Bissá.
Mest lesið Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Vá en æðislegt: Fundurinn fellur niður í dag! Atvinnulíf Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Sjá meira