Viðskipti innlent

Creditinfo semur um nýtt verkefni í Afríku

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Reynir Grétarsson segir að stefnan sé sú að Creditinfo verði með lánshæfismatskerfi í 50 löndum árið 2020.
Reynir Grétarsson segir að stefnan sé sú að Creditinfo verði með lánshæfismatskerfi í 50 löndum árið 2020. fréttablaðið/Ernir
Íslenska fyrirtækið Creditinfo hefur verið valið til að stýra miðlun fjárhagsupplýsinga í Vesturafríska myntbandalaginu. Átta þjóðir í Vestur-Afríku standa að bandalaginu en íbúar þess eru ríflega 100 milljónir.

Seðlabanki Vestur-Afríkuríkja stóð fyrir útboði um einkarekið lánshæfiskerfi sem uppfyllti alþjóðlega staðla, fyrir átta aðildarríki Vesturafríska myntbandalagsins í fyrra. Sérfræðingar á vegum Alþjóðabankans (World Bank) aðstoðuðu við útboðið og val á fyrirtæki. Í lok árs 2014 var svo tilkynnt að Creditinfo og samstarfsaðili þess hefðu verið valin.

Reynir Grétarsson, forstjóri Creditinfo Group, segir að Creditinfo hafi unnið fimm af síðustu stóru útboðum sem fyrirtækið hefur tekið þátt í. Öll hafi þau verið í þróunarlöndum og yfirleitt skipulögð af Alþjóðabankanum eða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Í Vestur-Afríku var Þróunarbanki Afríku einn þeirra aðila sem studdu umsókn Creditinfo. Skrifað var upp á samning um innleiðingu Creditinfo á lánshæfismatskerfi í Suður-Súdan, en sá samningur hljóðaði upp á 3,3 milljónir dollara, eða um 435 milljónir kóna á núverandi gengi, í ágúst 2014.

Reynir segir stofnanir í þróunarsamvinnu í auknum mæli horfa til uppbyggingar tæknilegra innviða, ekki síst í fjármálakerfum. Það bæti aðgengi fólks og fyrirtækja að fjármagni. „Slík kerfi eru nauðsynlegur hluti fjármálakerfa og án þeirra er erfitt að stunda nokkra lánastarfsemi. Alþjóðlegar stofnanir eru að leiða þróun á þessu sviði með ráðgjöf og fjármögnun,“ segir hann.

Reynir segir að um 100 lönd í heiminum vanti lánshæfiskerfi. „Við stefnum á að setja upp kerfi í 1/3 af þeim löndum. Við teljum það ekki óraunhæft miðað við niðurstöður í útboðum síðustu tveggja ára. Markmiðið er að vera í 50 löndum árið 2020,“ segir Reynir.

Löndin sem tilheyra Vesturafríska myntbandalaginu eru Senegal, Fílabeinsströndin, Malí, Níger, Búrkína Fasó, Tógó, Benín og Gínea-Bissá.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
1,24
26
64.640
MAREL
1,23
2
4.807
EIK
0,85
1
500
BRIM
0,66
1
3.641
REITIR
0,61
1
7.227

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-0,85
2
7.143
LEQ
-0,81
1
9.682
SYN
-0,8
6
42.240
SVN
-0,2
2
7.365
ICESEA
0
3
4.713
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.