Olíudraumur að baki Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 17. janúar 2015 00:01 Við Grænland. Grænlendingar vonuðust til að olía og málmar myndu færa þeim milljarða í tekjur. Fréttablaðið/Vilhelm Danska fyrirtækið Maersk Oil hefur ákveðið að bíða með ákvörðun um að bora eftir olíu undan strönd Grænlands. Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna áætlar að allt að 50 milljarðar fata af olíu og gasi kunni að finnast í landgrunninu utan við Grænland. Olíurisarnir BP, Shell og Statoil hafa tekið þátt í leitinni að olíu auk Cairn Energy en árangur hefur verið lítill, að því er segir á vef Dagens Industri. London Mining var með áætlun um að grafa eftir járnmálmi fyrir norðan Nuuk en verðfall á málmi og ebóla meðal námumanna á vegum fyrirtækisins í Síerra Leóne kom því á kné. Grænlendingar vonuðust til þess að þegar tekjur af olíu færu að streyma inn væri hægt að hefja viðræður við Dani um sjálfstæði. Andreas Uldum, fjármála- og auðlindaráðherra Grænlands, segir draumana um milljarðatekjur barnalega. Fréttaveitan Bloomberg hefur eftir honum að þegar hann var kjörinn á þing, sem var árið 2009, hafi hann talið að milljarðatekjur af olíu- og málmvinnslu færu að streyma inn eftir eitt eða tvö ár. Sú hafi ekki orðið raunin. Hann segist ekki vita um neinn grænlenskan stjórnmálamann sem viðurkenni ekki að hafa átt þátt í að byggja upp loftkastala. Mest lesið Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Danska fyrirtækið Maersk Oil hefur ákveðið að bíða með ákvörðun um að bora eftir olíu undan strönd Grænlands. Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna áætlar að allt að 50 milljarðar fata af olíu og gasi kunni að finnast í landgrunninu utan við Grænland. Olíurisarnir BP, Shell og Statoil hafa tekið þátt í leitinni að olíu auk Cairn Energy en árangur hefur verið lítill, að því er segir á vef Dagens Industri. London Mining var með áætlun um að grafa eftir járnmálmi fyrir norðan Nuuk en verðfall á málmi og ebóla meðal námumanna á vegum fyrirtækisins í Síerra Leóne kom því á kné. Grænlendingar vonuðust til þess að þegar tekjur af olíu færu að streyma inn væri hægt að hefja viðræður við Dani um sjálfstæði. Andreas Uldum, fjármála- og auðlindaráðherra Grænlands, segir draumana um milljarðatekjur barnalega. Fréttaveitan Bloomberg hefur eftir honum að þegar hann var kjörinn á þing, sem var árið 2009, hafi hann talið að milljarðatekjur af olíu- og málmvinnslu færu að streyma inn eftir eitt eða tvö ár. Sú hafi ekki orðið raunin. Hann segist ekki vita um neinn grænlenskan stjórnmálamann sem viðurkenni ekki að hafa átt þátt í að byggja upp loftkastala.
Mest lesið Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent