Viðskipti innlent

HSÍ sparar sér símkostnað

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Svona er viðmót Amivox í snjallsímanum.
Svona er viðmót Amivox í snjallsímanum. Mynd/Amivox
Íslenska handboltalandsliðið er um þessar mundir statt í Katar að keppa á heimsmeistaramótinu.

Hluti starfsmanna handknattleikssambandsins fylgir liðinu út á mótið.

Símkostnaður getur verið æði hár en samkvæmt upplýsingum í tilkynningu íslenska sprotafyrirtækisins Amivox er mínútuverð í GSM frá Katar 500 krónur.

Haft er eftir Róberti Geir Gíslasyni, hjá HSÍ, að starfsmenn hafa dregið úr kostnaðinum með því að notfæra sér hugbúnað Amivox en með því að nýta þá tækni kosti mínútan fimmtíu krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×