Lífeyrir aldraðra borgara er skammarlega lágur Björgvin Guðmundsson skrifar 8. janúar 2015 07:00 Stjórnvöld fara skammarlega með lífeyrisþega. Lífeyrir almannatrygginga til aldraðra og öryrkja er svo lágur, að engin leið er að lifa mannsæmandi lífi af honum. Einhleypur ellilífeyrisþegi, sem einungis hefur tekjur frá almannatryggingum, fær 187 þús. kr. á mánuði eftir skatt. Megnið af þeirri fjárhæð fer í húsaleigu, ef viðkomandi þarf að búa í leiguhúsnæði. Það er þá lítið eftir fyrir mat, fatnaði, rafmagni og hita, síma, tölvukostnaði og öllum öðrum útgjöldum. Ástandið er miklu betra hjá þeim, sem búa í eigin húsnæði. En þó er afkoman erfið. Þessar smánarbætur aldraðra frá TR duga rétt fyrir allra brýnustu nauðsynjum en ekkert er til fyrir skemmtunum, gjöfum eða öðru til þess að lífga upp á tilveruna. Ekki er inni í myndinni að reka bíl af þessum lágu bótum. Eldri borgarar hafa byggt upp það þjóðfélag, sem við búum við í dag. Eldri borgarar eiga það því inni að fá að búa með reisn síðustu ár ævi sinnar.Vantar 134 þús. kr. á mánuði Samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar eyðir hver einstaklingur til jafnaðar 321 þús. kr. á mánuði í neyslu. Engir skattar eru innifaldir í þeirri tölu. Ellilífeyrir Tryggingastofnunar er hins vegar aðeins 187 þús. kr. á mánuði eftir skatta hjá einhleypingi. Það vantar því 134 þús. kr. á mánuði til þess að lífeyrir TR dugi fyrir meðaltals neysluútgjöldum. Með því að engir skattar eru inni í neyslukönnun Hagstofunnar er um sambærilegar tölur að ræða. Þegar litið er á þessar tölur verður ljóst hvað stjórnvöld búa illa að eldri borgurum. Hér hefur verið fjallað um þá eldri borgara, sem einungis hafa tekjur frá almannatryggingum. En ástandið er lítið betra hjá þeim, sem hafa lífeyri úr lífeyrissjóði vegna mikilla skerðinga á tryggingabótum hjá Tryggingastofnun ríkisins. Þorri lífeyrisþega hefur fremur lélegan lífeyrissjóð, 70-100 þús. kr. á mánuði. Þeir, sem hafa 70 þús. kr. á mánuði úr lífeyrissjóði eru engu betur settir en þeir, sem aldrei hafa greitt í lífeyrissjóð. Tryggingastofnun skerðir lífeyri þeirra um hátt í 70 þús. kr. á mánuði.Hækka verður lífeyri um 20% strax Augljóst er, að hækka verður ríflega lífeyri eldri borgara, eigi þeir að geta lifað mannsæmandi lífi af honum. Það er lágmark að hækka lífeyrinn um 40-50 þús. kr. á mánuði enda þótt stefna eigi að 134 þús. króna hækkun til þess að ná neysluviðmiði Hagstofunnar. Það vill svo til, að ríkisstjórnin skuldar öldruðum og öryrkjum einmitt 44 þúsund króna hækkun á mánuði (20%) ætli hún að standa við loforðið um að leiðrétta lífeyrinn vegna kjaragliðnunar á krepputímanum. En það þarf einmitt að hækka lífeyri um 20% til þess að framkvæma þá leiðréttingu. Þessari leiðréttingu var lofað í kosningabaráttunni 2013. Við hana verður að standa strax. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Stjórnvöld fara skammarlega með lífeyrisþega. Lífeyrir almannatrygginga til aldraðra og öryrkja er svo lágur, að engin leið er að lifa mannsæmandi lífi af honum. Einhleypur ellilífeyrisþegi, sem einungis hefur tekjur frá almannatryggingum, fær 187 þús. kr. á mánuði eftir skatt. Megnið af þeirri fjárhæð fer í húsaleigu, ef viðkomandi þarf að búa í leiguhúsnæði. Það er þá lítið eftir fyrir mat, fatnaði, rafmagni og hita, síma, tölvukostnaði og öllum öðrum útgjöldum. Ástandið er miklu betra hjá þeim, sem búa í eigin húsnæði. En þó er afkoman erfið. Þessar smánarbætur aldraðra frá TR duga rétt fyrir allra brýnustu nauðsynjum en ekkert er til fyrir skemmtunum, gjöfum eða öðru til þess að lífga upp á tilveruna. Ekki er inni í myndinni að reka bíl af þessum lágu bótum. Eldri borgarar hafa byggt upp það þjóðfélag, sem við búum við í dag. Eldri borgarar eiga það því inni að fá að búa með reisn síðustu ár ævi sinnar.Vantar 134 þús. kr. á mánuði Samkvæmt neyslukönnun Hagstofunnar eyðir hver einstaklingur til jafnaðar 321 þús. kr. á mánuði í neyslu. Engir skattar eru innifaldir í þeirri tölu. Ellilífeyrir Tryggingastofnunar er hins vegar aðeins 187 þús. kr. á mánuði eftir skatta hjá einhleypingi. Það vantar því 134 þús. kr. á mánuði til þess að lífeyrir TR dugi fyrir meðaltals neysluútgjöldum. Með því að engir skattar eru inni í neyslukönnun Hagstofunnar er um sambærilegar tölur að ræða. Þegar litið er á þessar tölur verður ljóst hvað stjórnvöld búa illa að eldri borgurum. Hér hefur verið fjallað um þá eldri borgara, sem einungis hafa tekjur frá almannatryggingum. En ástandið er lítið betra hjá þeim, sem hafa lífeyri úr lífeyrissjóði vegna mikilla skerðinga á tryggingabótum hjá Tryggingastofnun ríkisins. Þorri lífeyrisþega hefur fremur lélegan lífeyrissjóð, 70-100 þús. kr. á mánuði. Þeir, sem hafa 70 þús. kr. á mánuði úr lífeyrissjóði eru engu betur settir en þeir, sem aldrei hafa greitt í lífeyrissjóð. Tryggingastofnun skerðir lífeyri þeirra um hátt í 70 þús. kr. á mánuði.Hækka verður lífeyri um 20% strax Augljóst er, að hækka verður ríflega lífeyri eldri borgara, eigi þeir að geta lifað mannsæmandi lífi af honum. Það er lágmark að hækka lífeyrinn um 40-50 þús. kr. á mánuði enda þótt stefna eigi að 134 þús. króna hækkun til þess að ná neysluviðmiði Hagstofunnar. Það vill svo til, að ríkisstjórnin skuldar öldruðum og öryrkjum einmitt 44 þúsund króna hækkun á mánuði (20%) ætli hún að standa við loforðið um að leiðrétta lífeyrinn vegna kjaragliðnunar á krepputímanum. En það þarf einmitt að hækka lífeyri um 20% til þess að framkvæma þá leiðréttingu. Þessari leiðréttingu var lofað í kosningabaráttunni 2013. Við hana verður að standa strax.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun