Að hafna lækningu vegna trúar Valgarður Guðjónsson skrifar 8. janúar 2015 07:00 Stöku sinnum skýtur upp kollinum umræða um þá afstöðu ákveðinnar trúarhreyfingar að meðlimir hennar eigi að neita að þiggja blóðgjöf þó lífið liggi bókstaflega við. Hreyfingin treystir þannig á æðri máttarvöld, mikilvægi þess að fylgja (mögulega misskildum) boðum trúarinnar og lætur vísindi lönd og leið. Þetta verður til þess að einstaklingar deyja að óþörfu, jafnvel börn sem aldrei hafa valið sér viðkomandi trúarkenningar.Valkostur eða ekki Það velur sér enginn að verða veikur og gott heilbrigðiskerfi eykur lífslíkur og lífsgæði – og ef þau rök duga ekki til, þá skilar það líka aukinni hagsæld. Þeir sem verða veikir eiga einfaldlega ekki þann valkost að lifa án heilbrigðisþjónustu. Þannig er nokkuð augljóst að mínu viti að við eigum að nota sameiginlega sjóði til að tryggja boðlega heilbrigðisþjónustu. Starfsemi trúfélaga er svo aftur eitthvað sem er einkamál hvers og eins – það er jú valkostur hvers og eins að tilheyra trúfélagi eða lífsskoðunarfélagi. Enginn neyðist til þess að vera meðlimur í trúfélagi og það er vel hægt að lifa góðu lífi án þess. Þannig er jafn augljóst að engin ástæða er til að reka trúfélög úr sameiginlegum sjóðum.Virkar eða ekki Heilbrigðiskerfið byggir á vísindum, þar eru notaðar aðferðir sem búið er að sanna að virka, auðvitað ekki fullkomnar, en stöðugt er unnið að því að bæta þær, með aðferðum vísindanna. Þarna eru aðferðir sem bjargað hafa lífi óteljandi einstaklinga og bætt lífskjör enn fleiri. Þetta réttlætir fjárframlög úr sameiginlegum sjóðum. Trúfélög byggja aftur á óstaðfestum hugmyndum og vangaveltum um yfirnáttúruleg öfl. Yfirnáttúru sem aldrei – ekki í eitt einasta sinn – hefur verið sýnt fram á að styðjist við staðreyndir hvað þá að grundvöllur hennar hafi verið sannaður. Enda þyrfti ekki „trú“ til ef hægt væri að sýna fram á að einhver fótur væri fyrir þessu. Það er auðvitað ekki hægt að réttlæta framlög úr sameiginlegum sjóðum fyrir þess háttar starfsemi. Þá nægir ekki að benda á ýmiss konar athafnaþjónustu til að réttlæta þetta, það er greitt sérstaklega fyrir hana.Framlög í anda sértrúarsafnaðar Mér er fyrirmunað að skilja hvers vegna við eyðum háum fjárhæðum úr sameiginlegum sjóðum í fyrirbæri sem enginn getur sýnt fram á að eigi sér nokkra stoð í raunveruleikanum. Og það á sama tíma og skorið er niður í lífsnauðsynlegum þáttum sem margoft hefur verið sýnt fram á að virka til að bæta lífskjör fólks. Krafan um að hækka enn frekar framlög til trúmála á meðan heilbrigðiskerfinu „blæðir“ er nánast súrrealísk. Ríkisvald sem fer þannig með sameiginlega sjóði hagar sér þannig nákvæmlega eins og sértrúarsöfnuður sem fórnar mannslífum fyrir trúarkenningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Stöku sinnum skýtur upp kollinum umræða um þá afstöðu ákveðinnar trúarhreyfingar að meðlimir hennar eigi að neita að þiggja blóðgjöf þó lífið liggi bókstaflega við. Hreyfingin treystir þannig á æðri máttarvöld, mikilvægi þess að fylgja (mögulega misskildum) boðum trúarinnar og lætur vísindi lönd og leið. Þetta verður til þess að einstaklingar deyja að óþörfu, jafnvel börn sem aldrei hafa valið sér viðkomandi trúarkenningar.Valkostur eða ekki Það velur sér enginn að verða veikur og gott heilbrigðiskerfi eykur lífslíkur og lífsgæði – og ef þau rök duga ekki til, þá skilar það líka aukinni hagsæld. Þeir sem verða veikir eiga einfaldlega ekki þann valkost að lifa án heilbrigðisþjónustu. Þannig er nokkuð augljóst að mínu viti að við eigum að nota sameiginlega sjóði til að tryggja boðlega heilbrigðisþjónustu. Starfsemi trúfélaga er svo aftur eitthvað sem er einkamál hvers og eins – það er jú valkostur hvers og eins að tilheyra trúfélagi eða lífsskoðunarfélagi. Enginn neyðist til þess að vera meðlimur í trúfélagi og það er vel hægt að lifa góðu lífi án þess. Þannig er jafn augljóst að engin ástæða er til að reka trúfélög úr sameiginlegum sjóðum.Virkar eða ekki Heilbrigðiskerfið byggir á vísindum, þar eru notaðar aðferðir sem búið er að sanna að virka, auðvitað ekki fullkomnar, en stöðugt er unnið að því að bæta þær, með aðferðum vísindanna. Þarna eru aðferðir sem bjargað hafa lífi óteljandi einstaklinga og bætt lífskjör enn fleiri. Þetta réttlætir fjárframlög úr sameiginlegum sjóðum. Trúfélög byggja aftur á óstaðfestum hugmyndum og vangaveltum um yfirnáttúruleg öfl. Yfirnáttúru sem aldrei – ekki í eitt einasta sinn – hefur verið sýnt fram á að styðjist við staðreyndir hvað þá að grundvöllur hennar hafi verið sannaður. Enda þyrfti ekki „trú“ til ef hægt væri að sýna fram á að einhver fótur væri fyrir þessu. Það er auðvitað ekki hægt að réttlæta framlög úr sameiginlegum sjóðum fyrir þess háttar starfsemi. Þá nægir ekki að benda á ýmiss konar athafnaþjónustu til að réttlæta þetta, það er greitt sérstaklega fyrir hana.Framlög í anda sértrúarsafnaðar Mér er fyrirmunað að skilja hvers vegna við eyðum háum fjárhæðum úr sameiginlegum sjóðum í fyrirbæri sem enginn getur sýnt fram á að eigi sér nokkra stoð í raunveruleikanum. Og það á sama tíma og skorið er niður í lífsnauðsynlegum þáttum sem margoft hefur verið sýnt fram á að virka til að bæta lífskjör fólks. Krafan um að hækka enn frekar framlög til trúmála á meðan heilbrigðiskerfinu „blæðir“ er nánast súrrealísk. Ríkisvald sem fer þannig með sameiginlega sjóði hagar sér þannig nákvæmlega eins og sértrúarsöfnuður sem fórnar mannslífum fyrir trúarkenningar.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun