Kírópraktor opnar myndlistarsýningu Adda Soffia Ingvarsdóttir skrifar 7. janúar 2015 12:00 Guðmundur Birkir Pálmason Vísir/Ernir „Það var eiginlega bróðir minn, Hlynur Pálmason, listamaður og leikstjóri, sem ýtti mér út í það að mála,“ segir Guðmundur Birkir Pálmason, kírópraktor hjá Kírópraktorstofu Íslands, sem opnar sína fyrstu myndlistarsýningu á Íslandi í Anarkíu galleríi í Kópavogi á föstudag. Guðmundur, sem lærði kírópraktorsfagið í Svíþjóð, byrjaði að mála þegar hann var enn í námi. „Ég er alveg ólærður í þessu og þetta gerðist eignlega alveg óvart. Smám saman fór ég að prófa mig áfram við að mála, sem endaði með því að ég hélt sýningu í Svíþjóð,“ segir hann, en á sýningunni úti seldust öll verkin hans. „Það gaf mér aukið sjálfstraust og kraft til að halda áfram og prófa að mála meira,“ segir Guðmundur. Verkin hans eru abstrakt og segist hann nota alls kyns efni í þau. „Ég nota margs konar efni til að fá ákveðinn strúktúr og vídd í verkin. Svo nota ég olíuliti, akrýl, skipamálningu og bara hvað sem kallar á mig þá stundina,“ segir hann. Á sýningunni verða hátt í tuttugu myndir eftir hann. Flestar þeirra eru í stærri kantinum, en Guðmundur segist vera mislengi að klára hvert verk. „Það fer svolítið eftir myndinni. Stundum get ég endalaust verið að vinna í henni og bætt við, svo eru aðrar sem klárast strax.“ Guðmundi er svo sannarlega margt til lista lagt. Það er ekki nóg með að hann sé kírópraktor í fullu starfi og máli myndir, heldur dundar hann sér einnig við að hanna skartgripi, sem Unnur Óladóttir smíðar fyrir hann, heldur úti matarbloggi og skipuleggur æfingaferðir til Svíþjóðar. Það lá því beinast við að spyrja hann hvort hann hafi fleiri klukkustundir í sólarhringnum en við hin.„Nei, það er nú ekki þannig, ég held að það sé frekar að ég sé ofvirkur,“ segir hann og hlær. „Þetta spilar allt vel saman, mér finnst gaman þegar það er margt í gangi og verð hálf eirðarlaus ef það er ekki of mikið að gera hjá mér. Ég þarf alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni,“ segir Guðmundur. Nánari upplýsingar um verk Guðmundar er að finna á heimasíðu hans www.norrart.com. Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira
„Það var eiginlega bróðir minn, Hlynur Pálmason, listamaður og leikstjóri, sem ýtti mér út í það að mála,“ segir Guðmundur Birkir Pálmason, kírópraktor hjá Kírópraktorstofu Íslands, sem opnar sína fyrstu myndlistarsýningu á Íslandi í Anarkíu galleríi í Kópavogi á föstudag. Guðmundur, sem lærði kírópraktorsfagið í Svíþjóð, byrjaði að mála þegar hann var enn í námi. „Ég er alveg ólærður í þessu og þetta gerðist eignlega alveg óvart. Smám saman fór ég að prófa mig áfram við að mála, sem endaði með því að ég hélt sýningu í Svíþjóð,“ segir hann, en á sýningunni úti seldust öll verkin hans. „Það gaf mér aukið sjálfstraust og kraft til að halda áfram og prófa að mála meira,“ segir Guðmundur. Verkin hans eru abstrakt og segist hann nota alls kyns efni í þau. „Ég nota margs konar efni til að fá ákveðinn strúktúr og vídd í verkin. Svo nota ég olíuliti, akrýl, skipamálningu og bara hvað sem kallar á mig þá stundina,“ segir hann. Á sýningunni verða hátt í tuttugu myndir eftir hann. Flestar þeirra eru í stærri kantinum, en Guðmundur segist vera mislengi að klára hvert verk. „Það fer svolítið eftir myndinni. Stundum get ég endalaust verið að vinna í henni og bætt við, svo eru aðrar sem klárast strax.“ Guðmundi er svo sannarlega margt til lista lagt. Það er ekki nóg með að hann sé kírópraktor í fullu starfi og máli myndir, heldur dundar hann sér einnig við að hanna skartgripi, sem Unnur Óladóttir smíðar fyrir hann, heldur úti matarbloggi og skipuleggur æfingaferðir til Svíþjóðar. Það lá því beinast við að spyrja hann hvort hann hafi fleiri klukkustundir í sólarhringnum en við hin.„Nei, það er nú ekki þannig, ég held að það sé frekar að ég sé ofvirkur,“ segir hann og hlær. „Þetta spilar allt vel saman, mér finnst gaman þegar það er margt í gangi og verð hálf eirðarlaus ef það er ekki of mikið að gera hjá mér. Ég þarf alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni,“ segir Guðmundur. Nánari upplýsingar um verk Guðmundar er að finna á heimasíðu hans www.norrart.com.
Mest lesið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Lífið Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Fleiri fréttir Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Sjá meira