Fellur ríkisstjórnin á læknadeilunni? Ragnar Victor Gunnarsson skrifar 2. janúar 2015 07:00 Sá sem hér ritar er sjálfstætt starfandi sérfræðingur í heimilislækningum og einn af fáum læknum á landinu sem ekki á aðild að núverandi kjarasamningaviðræðum ríkisins við lækna. Engu að síður fylgist ég grannt með gangi viðræðna eins og margir landsmenn og hef áhyggjur af stöðu mála. Vakið hefur undrun mína að viðsemjendur lækna skuli tjá sig um gang mála í fjölmiðlum með óábyrgum hætti og t.d. heyrðist nefnt að læknar færu fram á 50% launahækkun, sem mun vera fjarri lagi. Samninganefnd lækna hefur hins vegar sýnt yfirvegun og engar tölur nefnt við blaðamenn enda eiga viðræður heima við samningaborðið og hvergi annars staðar, ekki síst eftir að ríkissáttasemjari hefur málið á sínum snærum. Nú blasir við að ekki hefur náðst samkomulag og stefnir í frekari verkfallsaðgerðir, sem eru læknum á móti skapi en ósveigjanleiki viðsemjanda knýr þá til verka. Laun lækna hafa ekki fylgt launaþróun í landinu, þeir eru undirmannaðir, nýliðun er nánast engin og því verður ríkisstjórnin að taka á sig rögg og semja við lækna. Ekkert annað kemur til greina. Heyrst hefur að ríkisstjórnin sé að velta fyrir sér að setja lög á aðgerðir lækna. Fari svo hygg ég að þá fyrst verði fjandinn laus. Læknar eru seinþreyttir til vandræða en sú ákvörðun yrði einfaldlega til þess að stór hluti læknahópsins myndi segja starfi sínu lausu. Í Svíþjóð eru læknar eina viku að vinna sér inn fyrir mánaðardagvinnulaunum læknis hérlendis. Þetta er staðreynd. Þorri almennings styður lækna í téðri kjarabaráttu og lagasetning á aðgerðir lækna hefði vafalaust í för með sér að ríkisstjórnin myndi fyrr eða síðar hrökklast frá völdum. Því segi ég við ráðamenn: fyrir alla muni semjið við lækna. Slökkva þarf elda. Deilan snýst ekki einvörðungu um að halda læknum á landi voru, heldur að gera kleift að ungir íslenskir sérfræðilæknar erlendis geti hugsað sér að flytja heim. Staðan á Landspítalanum er grafalvarleg og enn verra er ástandið á heilsugæslu í þétt- og dreifbýli. Breyta má þessu ástandi með því að semja sem fyrst við lækna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Sá sem hér ritar er sjálfstætt starfandi sérfræðingur í heimilislækningum og einn af fáum læknum á landinu sem ekki á aðild að núverandi kjarasamningaviðræðum ríkisins við lækna. Engu að síður fylgist ég grannt með gangi viðræðna eins og margir landsmenn og hef áhyggjur af stöðu mála. Vakið hefur undrun mína að viðsemjendur lækna skuli tjá sig um gang mála í fjölmiðlum með óábyrgum hætti og t.d. heyrðist nefnt að læknar færu fram á 50% launahækkun, sem mun vera fjarri lagi. Samninganefnd lækna hefur hins vegar sýnt yfirvegun og engar tölur nefnt við blaðamenn enda eiga viðræður heima við samningaborðið og hvergi annars staðar, ekki síst eftir að ríkissáttasemjari hefur málið á sínum snærum. Nú blasir við að ekki hefur náðst samkomulag og stefnir í frekari verkfallsaðgerðir, sem eru læknum á móti skapi en ósveigjanleiki viðsemjanda knýr þá til verka. Laun lækna hafa ekki fylgt launaþróun í landinu, þeir eru undirmannaðir, nýliðun er nánast engin og því verður ríkisstjórnin að taka á sig rögg og semja við lækna. Ekkert annað kemur til greina. Heyrst hefur að ríkisstjórnin sé að velta fyrir sér að setja lög á aðgerðir lækna. Fari svo hygg ég að þá fyrst verði fjandinn laus. Læknar eru seinþreyttir til vandræða en sú ákvörðun yrði einfaldlega til þess að stór hluti læknahópsins myndi segja starfi sínu lausu. Í Svíþjóð eru læknar eina viku að vinna sér inn fyrir mánaðardagvinnulaunum læknis hérlendis. Þetta er staðreynd. Þorri almennings styður lækna í téðri kjarabaráttu og lagasetning á aðgerðir lækna hefði vafalaust í för með sér að ríkisstjórnin myndi fyrr eða síðar hrökklast frá völdum. Því segi ég við ráðamenn: fyrir alla muni semjið við lækna. Slökkva þarf elda. Deilan snýst ekki einvörðungu um að halda læknum á landi voru, heldur að gera kleift að ungir íslenskir sérfræðilæknar erlendis geti hugsað sér að flytja heim. Staðan á Landspítalanum er grafalvarleg og enn verra er ástandið á heilsugæslu í þétt- og dreifbýli. Breyta má þessu ástandi með því að semja sem fyrst við lækna.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun