Ráðherrar á bensíngjöfinni Brynhildur Pétursdóttir skrifar 20. maí 2015 07:00 Fáir deila um að loftlagsbreytingar af mannavöldum er staðreynd. Þjóðarleiðtogar sækja loftslagsráðstefnur og setja metnaðarfull markmið sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Meira að segja páfinn lætur til sín taka og viðurkennir vandann. En á hverju strandar? Væntanlega er áskorunin sú að allt of fáir eru tilbúnir að breyta um lífsstíl, þ.e. taka skref sem skipta máli og ganga út á að minnka notkun á jarðefnaeldsneyti með öllum ráðum. Hjá því verður þó ekki komist ef við ætlum að snúa þróuninni við. Ég verð því alltaf jafn undrandi þegar fréttir berast af bílakosti ráðherra. Til dæmis keyrir utanríkisráðherra um á Land Rover-jeppa og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á Land Cruiser-jeppa. Ég hefði haldið að ráðherrar, æðstu embættismenn þjóðarinnar, myndu ganga á undan með góðu fordæmi og kaupa eins vistvæna bíla og mögulegt er þegar gömlum bílum er skipt út. Það eru örugglega til raf- eða metanbílar sem eru svartir og glansandi ef það er eitthvað atriði. En kannski finnst ráðherrunum að það snúi bara að okkur hinum að berjast gegn þeirri ógn sem loftslagsbreytingar eru. Nýlega fékk ég svar við fyrirspurn minni til umhverfisráðherra þar sem ég spyr m.a. um stefnumótun ráðherra út frá umhverfissjónarmiðum þegar kemur að endurnýjun ráðherrabifreiða. Í stuttu máli er svarið að það er engin stefna. Ráðherrar virðast geta keypt þá bíla sem þeir vilja eins og dæmin sanna. Á sama tíma er stjórnarráðið með umhverfisstefnu þar sem eitt markmiðið er „að efla vistvænar samgöngur í samræmi við aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum“ og því skal fylgt eftir með eftirfarandi aðgerð; „við kaup á bifreiðum fyrir ráðuneytin skal velja sparneytin og vistvæn ökutæki“. Annaðhvort þekkja ráðherrar ekki umhverfisstefnu stjórnarráðsins og skuldbindingar Íslands varðandi loftslagsmál eða þeim er alveg sama. Ég veit ekki hvort er verra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Fáir deila um að loftlagsbreytingar af mannavöldum er staðreynd. Þjóðarleiðtogar sækja loftslagsráðstefnur og setja metnaðarfull markmið sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Meira að segja páfinn lætur til sín taka og viðurkennir vandann. En á hverju strandar? Væntanlega er áskorunin sú að allt of fáir eru tilbúnir að breyta um lífsstíl, þ.e. taka skref sem skipta máli og ganga út á að minnka notkun á jarðefnaeldsneyti með öllum ráðum. Hjá því verður þó ekki komist ef við ætlum að snúa þróuninni við. Ég verð því alltaf jafn undrandi þegar fréttir berast af bílakosti ráðherra. Til dæmis keyrir utanríkisráðherra um á Land Rover-jeppa og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra á Land Cruiser-jeppa. Ég hefði haldið að ráðherrar, æðstu embættismenn þjóðarinnar, myndu ganga á undan með góðu fordæmi og kaupa eins vistvæna bíla og mögulegt er þegar gömlum bílum er skipt út. Það eru örugglega til raf- eða metanbílar sem eru svartir og glansandi ef það er eitthvað atriði. En kannski finnst ráðherrunum að það snúi bara að okkur hinum að berjast gegn þeirri ógn sem loftslagsbreytingar eru. Nýlega fékk ég svar við fyrirspurn minni til umhverfisráðherra þar sem ég spyr m.a. um stefnumótun ráðherra út frá umhverfissjónarmiðum þegar kemur að endurnýjun ráðherrabifreiða. Í stuttu máli er svarið að það er engin stefna. Ráðherrar virðast geta keypt þá bíla sem þeir vilja eins og dæmin sanna. Á sama tíma er stjórnarráðið með umhverfisstefnu þar sem eitt markmiðið er „að efla vistvænar samgöngur í samræmi við aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum“ og því skal fylgt eftir með eftirfarandi aðgerð; „við kaup á bifreiðum fyrir ráðuneytin skal velja sparneytin og vistvæn ökutæki“. Annaðhvort þekkja ráðherrar ekki umhverfisstefnu stjórnarráðsins og skuldbindingar Íslands varðandi loftslagsmál eða þeim er alveg sama. Ég veit ekki hvort er verra.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar