Markmiðið að klára þríþraut í sumar Jón Hákon Halldórsson skrifar 20. maí 2015 09:00 Helga Sigurrós Valgeirsdóttir reynir að komast í reiðtúr daglega. fréttablaðið/stefán Helga Sigurrós Valgeirsdóttir lét nýlega af störfum sem aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, og hóf störf í sjávarútvegsteymi Arion banka. „Mér líst bara stórvel á. Þetta er skemmtilegt umhverfi og auðvitað mikið að læra. Ég er að átta mig á því hvernig húsið snýr og hvar fólkið er,“ sagði Helga Sigurrós í samtali við Markaðinn á mánudaginn, en það var fyrsti dagur hennar í nýrri vinnu. Helga er menntaður sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri og lauk svo gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Grenoble Graduate School of Business. Starf hennar sem liðsmaður í sjávarútvegsteymi bankans felst í lánveitingum til sjávarútvegsfyrirtækja mestmegnis, samskiptum við fyrirtæki sem eru í viðskiptum við bankann og öflun nýrra viðskiptavina, svo dæmi séu nefnd. Helga sinnti ýmsum störfum á meðan hún var nemi. Hún var til dæmis háseti á skaki hjá frænda sínum á Patreksfirði og vann ýmis störf tengd hestum. Sjómennskuna þekkti hún aftur á móti vel úr bernsku. „Ég er sjómannsdóttir og hafði farið nokkra túra með pabba. Þannig að þetta var mér ekki með öllu ókunnugt,“ sagði hún. Helga segir að landið og miðin hafi alltaf verið sér hugleikin. Móðurbróðir hennar hafi alltaf átt dálítið ríkan þátt í að móta hvert hún fór. „Ég hef verið svolítið í hestunum, sem ég kynntist í gegnum hann, og fór með honum á sjó. Að öðrum ólöstuðum þykir mér ákaflega vænt um þau mótandi áhrif sem hann hefur haft á mig,“ segir hún. Eftir að Helga lauk sjávarútvegsnáminu hefur hún að mestu leyti starfað í stjórnsýslunni, fyrst á Fiskistofu en svo í ráðuneytinu. „Þannig að það er spennandi að skipta um starfsvettvang. Ég hef góða yfirsýn hinum megin frá og hef kynnst greininni vel og ég hlakka til að nálgast hana úr þessari átt,“ segir Helga. Þessa dagana stundar Helga mikla hreyfingu. „Ég asnaðist til þess að skrá mig í þríþraut í sumar til að reyna að ná í skottið á manninum mínum, sem er alltaf á hlaupum. Þetta gengur vel, markmiðið er að komast alla leið, en ég mun ekki hreykja mér af neinum tímum,“ segir hún. Fyrst hún skráði sig í þrautina og er búin að ákveða að gera þetta þá klári hún það. „Það er nú svolítið markmiðið almennt,“ segir Helga og segir aðspurð að hún sé fylgin sér. Helga er gift Ævari Rafni Björnssyni og þau eiga tvær dætur, tveggja og sjö ára. „Heimurinn eftir vinnu kristallast svolítið í þessu fjölskyldulífi, hvernig maður getur gert það gott og skemmtilegt,“ segir hún. „Áherslan er á fjölskylduna, mér finnst gaman að elda góðan mat, vera með eða fara í skemmtileg matarboð og sinna þannig þeim tengslum sem ég á í vinum og fjölskyldu,“ segir Helga Sigurrós sem reynir að komast í reiðtúr daglega. Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Stöðug eftirfylgni er grundvallaratriði Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Björgvin Ingi til Deloitte Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira
Helga Sigurrós Valgeirsdóttir lét nýlega af störfum sem aðstoðarmaður Sigurðar Inga Jóhannssonar, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, og hóf störf í sjávarútvegsteymi Arion banka. „Mér líst bara stórvel á. Þetta er skemmtilegt umhverfi og auðvitað mikið að læra. Ég er að átta mig á því hvernig húsið snýr og hvar fólkið er,“ sagði Helga Sigurrós í samtali við Markaðinn á mánudaginn, en það var fyrsti dagur hennar í nýrri vinnu. Helga er menntaður sjávarútvegsfræðingur frá Háskólanum á Akureyri og lauk svo gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Grenoble Graduate School of Business. Starf hennar sem liðsmaður í sjávarútvegsteymi bankans felst í lánveitingum til sjávarútvegsfyrirtækja mestmegnis, samskiptum við fyrirtæki sem eru í viðskiptum við bankann og öflun nýrra viðskiptavina, svo dæmi séu nefnd. Helga sinnti ýmsum störfum á meðan hún var nemi. Hún var til dæmis háseti á skaki hjá frænda sínum á Patreksfirði og vann ýmis störf tengd hestum. Sjómennskuna þekkti hún aftur á móti vel úr bernsku. „Ég er sjómannsdóttir og hafði farið nokkra túra með pabba. Þannig að þetta var mér ekki með öllu ókunnugt,“ sagði hún. Helga segir að landið og miðin hafi alltaf verið sér hugleikin. Móðurbróðir hennar hafi alltaf átt dálítið ríkan þátt í að móta hvert hún fór. „Ég hef verið svolítið í hestunum, sem ég kynntist í gegnum hann, og fór með honum á sjó. Að öðrum ólöstuðum þykir mér ákaflega vænt um þau mótandi áhrif sem hann hefur haft á mig,“ segir hún. Eftir að Helga lauk sjávarútvegsnáminu hefur hún að mestu leyti starfað í stjórnsýslunni, fyrst á Fiskistofu en svo í ráðuneytinu. „Þannig að það er spennandi að skipta um starfsvettvang. Ég hef góða yfirsýn hinum megin frá og hef kynnst greininni vel og ég hlakka til að nálgast hana úr þessari átt,“ segir Helga. Þessa dagana stundar Helga mikla hreyfingu. „Ég asnaðist til þess að skrá mig í þríþraut í sumar til að reyna að ná í skottið á manninum mínum, sem er alltaf á hlaupum. Þetta gengur vel, markmiðið er að komast alla leið, en ég mun ekki hreykja mér af neinum tímum,“ segir hún. Fyrst hún skráði sig í þrautina og er búin að ákveða að gera þetta þá klári hún það. „Það er nú svolítið markmiðið almennt,“ segir Helga og segir aðspurð að hún sé fylgin sér. Helga er gift Ævari Rafni Björnssyni og þau eiga tvær dætur, tveggja og sjö ára. „Heimurinn eftir vinnu kristallast svolítið í þessu fjölskyldulífi, hvernig maður getur gert það gott og skemmtilegt,“ segir hún. „Áherslan er á fjölskylduna, mér finnst gaman að elda góðan mat, vera með eða fara í skemmtileg matarboð og sinna þannig þeim tengslum sem ég á í vinum og fjölskyldu,“ segir Helga Sigurrós sem reynir að komast í reiðtúr daglega.
Mest lesið Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Stöðug eftirfylgni er grundvallaratriði Viðskipti innlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Björgvin Ingi til Deloitte Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Sjá meira