Loðin svör um hælisleitendur Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 7. október 2015 07:00 Evrópa stendur frammi fyrir mesta fjölda flóttafólks frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Daglega berast okkur fréttir af fjölda fólks á vergangi og yfirfullum flóttamannabúðum í löndunum sunnar í álfunni. Andspænis þessum vanda hafa ríki Evrópu, þar á meðal Ísland, rætt um að skipta niður á sig flóttafólki til að jafna byrðarnar. Í ljósi alls þessa skaut skökku við þegar fregnir bárust af því að Útlendingastofnun væri að vísa hælisleitendum frá Sýrlandi aftur til meginlandsins. Þess vegna spurði ég Ólöfu Norðdal innanríkisráðherra þann 17. september sl. á Alþingi hvort hún teldi ekki rétt að hætta við núverandi aðstæður að senda fólk úr landi með tilvísun í Dyflinnarreglugerðina. Minnti ég einnig á að Dyflinnarreglugerðin felur aðeins í sér heimild til að senda hælisleitendur til baka til fyrri viðkomustaðar en alls enga skyldu, eins og stundum er þó látið í veðri vaka. Tilgangur Dyflinnarreglugerðarinnar á að vera að allir hælisleitendur fái meðferð síns máls í einu landi – en ekki að vera skálkaskjól afskekktra landa álfunnar til að firra sig allri ábyrgð. Ekki var ráðherra sammála mér í þessu efni en sagði þó skýrt að Íslendingar sendu ekki hælisleitendur til baka til Grikklands, Ungverjalands og Ítalíu vegna aðstæðna í þeim löndum. Sú yfirlýsing var ágæt eins langt og hún náði. Í síðustu viku bárust hins vegar af því fréttir að Hæstiréttur hefði staðfest úrskurð Útlendingastofnunar, undirstofnunar ráðherrans, um að senda tvo hælisleitendur til Ítalíu. Sú spurning hlýtur því að vakna hvort ekkert hafi verið að marka orð ráðherrans á Alþingi þann 17. september? Má ætla að ef þessi umræða hefði ekki átt sér stað í þinginu væri Útlendingastofnun nú, í kyrrþey, að senda fólk unnvörpum í óviðunandi aðstæður á Ítalíu? Og jafnframt, finnst nokkrum vera heil brú í því að íslensk stjórnvöld sendi hælisleitendur til lands sem þegar er yfirfullt af flóttamönnum en séu á sama tíma að leita leiða til að létta á þeim vanda? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Evrópa stendur frammi fyrir mesta fjölda flóttafólks frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Daglega berast okkur fréttir af fjölda fólks á vergangi og yfirfullum flóttamannabúðum í löndunum sunnar í álfunni. Andspænis þessum vanda hafa ríki Evrópu, þar á meðal Ísland, rætt um að skipta niður á sig flóttafólki til að jafna byrðarnar. Í ljósi alls þessa skaut skökku við þegar fregnir bárust af því að Útlendingastofnun væri að vísa hælisleitendum frá Sýrlandi aftur til meginlandsins. Þess vegna spurði ég Ólöfu Norðdal innanríkisráðherra þann 17. september sl. á Alþingi hvort hún teldi ekki rétt að hætta við núverandi aðstæður að senda fólk úr landi með tilvísun í Dyflinnarreglugerðina. Minnti ég einnig á að Dyflinnarreglugerðin felur aðeins í sér heimild til að senda hælisleitendur til baka til fyrri viðkomustaðar en alls enga skyldu, eins og stundum er þó látið í veðri vaka. Tilgangur Dyflinnarreglugerðarinnar á að vera að allir hælisleitendur fái meðferð síns máls í einu landi – en ekki að vera skálkaskjól afskekktra landa álfunnar til að firra sig allri ábyrgð. Ekki var ráðherra sammála mér í þessu efni en sagði þó skýrt að Íslendingar sendu ekki hælisleitendur til baka til Grikklands, Ungverjalands og Ítalíu vegna aðstæðna í þeim löndum. Sú yfirlýsing var ágæt eins langt og hún náði. Í síðustu viku bárust hins vegar af því fréttir að Hæstiréttur hefði staðfest úrskurð Útlendingastofnunar, undirstofnunar ráðherrans, um að senda tvo hælisleitendur til Ítalíu. Sú spurning hlýtur því að vakna hvort ekkert hafi verið að marka orð ráðherrans á Alþingi þann 17. september? Má ætla að ef þessi umræða hefði ekki átt sér stað í þinginu væri Útlendingastofnun nú, í kyrrþey, að senda fólk unnvörpum í óviðunandi aðstæður á Ítalíu? Og jafnframt, finnst nokkrum vera heil brú í því að íslensk stjórnvöld sendi hælisleitendur til lands sem þegar er yfirfullt af flóttamönnum en séu á sama tíma að leita leiða til að létta á þeim vanda?
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar