Snjallsími á hjólum Haraldur Einarsson skrifar 30. mars 2015 00:00 Nýr tími er runninn upp í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Gatnakerfið ræður ekki við bílafjöldann. Langar bílabiðraðir myndast þegar fólk fer í og úr vinnu. Slíkt er afar óhagkvæmt fyrir samfélag okkar. Hvað er til ráða? Svörin eru mörg. Eitt þeirra er að innleiða nýja tækni. Internetið og farsími eru ekki gömul fyrirbæri. Þó ég sé aðeins 27 ára man ég þá tíma að þessi tækni var takmörkuð. Nú er internetið og farsíminn hluti af grunnþörfum fólks og ljósleiðaravæðing eitt af mikilvægustu verkefnum samtímans. Þessa tækni er verið að setja í bíla og gera ökumenn óþarfa. Bílaframleiðendur eins og Mercedes Benz, General Motors, Audi og Volvo eru með tilraunabíla sem keyra mannlausir í lifandi borgum. Bílarnir skynja götuna, aðra í umferðinni, umferðarljós, gangstéttir og fleira.Færri slys Nær öll slys sem verða í umferðinni eru vegna mannlegra mistaka. Gætu sjálfkeyrandi bílar aukið umferðaröryggi og lækkað slysatíðni? Með interneti og farsímatækni geta bílarnir talað saman. Til dæmis ef einn bíll hægir á, þá veit öll bílaröðin af því. Það getur skipt sköpum því, fyrir hemlun bifreiða er viðbragðstími ökumanns 2,5 sek. Það þýðir að á 90 km/klst. hefur bíllinn farið yfir 60 m áður en stigið er á bremsurnar. Við blasir að ef viðbragðstíminn er færður niður í nánast núll með háhraðatækni, mun það auka öryggi. Þessi nýja tækni ætti að minnka til muna algengustu slys í umferðinni, aftanákeyrslur.Færri umferðarteppur Bílar framtíðarinnar verða rafmagnsknúnir og tala saman. Verði nógu margir bílar í snjallkerfinu, þurfa fæst okkar að eiga bíla lengur. Þetta gæti auðveldlega gerst á fjölmennustu stöðum landsins. Með snjallsímanum pantar fólk skutl með snjallbílnum og vegna fjölda þeirra þarf lítið að bíða og auðvelt verður að sameinast í bíla. Þetta kerfi ætti að vera ódýrara fyrir einstaklinga ef öll gjöld einkabíls eru reiknuð með. Einnig mun kerfið geta sparað mikinn ferðatíma með því að nota reikniaðferðina „bestun“ til að finna fljótlegustu leiðina því áfangastaður allra bíla er þekktur. Þannig ættu umferðarteppur að heyra sögunni til. Við Íslendingar eigum að gera það sem í okkar valdi stendur til að ýta á eftir ofangreindri tækniþróun. Þar geta stjórnvöld lagt hönd á plóg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Nýr tími er runninn upp í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Gatnakerfið ræður ekki við bílafjöldann. Langar bílabiðraðir myndast þegar fólk fer í og úr vinnu. Slíkt er afar óhagkvæmt fyrir samfélag okkar. Hvað er til ráða? Svörin eru mörg. Eitt þeirra er að innleiða nýja tækni. Internetið og farsími eru ekki gömul fyrirbæri. Þó ég sé aðeins 27 ára man ég þá tíma að þessi tækni var takmörkuð. Nú er internetið og farsíminn hluti af grunnþörfum fólks og ljósleiðaravæðing eitt af mikilvægustu verkefnum samtímans. Þessa tækni er verið að setja í bíla og gera ökumenn óþarfa. Bílaframleiðendur eins og Mercedes Benz, General Motors, Audi og Volvo eru með tilraunabíla sem keyra mannlausir í lifandi borgum. Bílarnir skynja götuna, aðra í umferðinni, umferðarljós, gangstéttir og fleira.Færri slys Nær öll slys sem verða í umferðinni eru vegna mannlegra mistaka. Gætu sjálfkeyrandi bílar aukið umferðaröryggi og lækkað slysatíðni? Með interneti og farsímatækni geta bílarnir talað saman. Til dæmis ef einn bíll hægir á, þá veit öll bílaröðin af því. Það getur skipt sköpum því, fyrir hemlun bifreiða er viðbragðstími ökumanns 2,5 sek. Það þýðir að á 90 km/klst. hefur bíllinn farið yfir 60 m áður en stigið er á bremsurnar. Við blasir að ef viðbragðstíminn er færður niður í nánast núll með háhraðatækni, mun það auka öryggi. Þessi nýja tækni ætti að minnka til muna algengustu slys í umferðinni, aftanákeyrslur.Færri umferðarteppur Bílar framtíðarinnar verða rafmagnsknúnir og tala saman. Verði nógu margir bílar í snjallkerfinu, þurfa fæst okkar að eiga bíla lengur. Þetta gæti auðveldlega gerst á fjölmennustu stöðum landsins. Með snjallsímanum pantar fólk skutl með snjallbílnum og vegna fjölda þeirra þarf lítið að bíða og auðvelt verður að sameinast í bíla. Þetta kerfi ætti að vera ódýrara fyrir einstaklinga ef öll gjöld einkabíls eru reiknuð með. Einnig mun kerfið geta sparað mikinn ferðatíma með því að nota reikniaðferðina „bestun“ til að finna fljótlegustu leiðina því áfangastaður allra bíla er þekktur. Þannig ættu umferðarteppur að heyra sögunni til. Við Íslendingar eigum að gera það sem í okkar valdi stendur til að ýta á eftir ofangreindri tækniþróun. Þar geta stjórnvöld lagt hönd á plóg.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar