Snjallsími á hjólum Haraldur Einarsson skrifar 30. mars 2015 00:00 Nýr tími er runninn upp í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Gatnakerfið ræður ekki við bílafjöldann. Langar bílabiðraðir myndast þegar fólk fer í og úr vinnu. Slíkt er afar óhagkvæmt fyrir samfélag okkar. Hvað er til ráða? Svörin eru mörg. Eitt þeirra er að innleiða nýja tækni. Internetið og farsími eru ekki gömul fyrirbæri. Þó ég sé aðeins 27 ára man ég þá tíma að þessi tækni var takmörkuð. Nú er internetið og farsíminn hluti af grunnþörfum fólks og ljósleiðaravæðing eitt af mikilvægustu verkefnum samtímans. Þessa tækni er verið að setja í bíla og gera ökumenn óþarfa. Bílaframleiðendur eins og Mercedes Benz, General Motors, Audi og Volvo eru með tilraunabíla sem keyra mannlausir í lifandi borgum. Bílarnir skynja götuna, aðra í umferðinni, umferðarljós, gangstéttir og fleira.Færri slys Nær öll slys sem verða í umferðinni eru vegna mannlegra mistaka. Gætu sjálfkeyrandi bílar aukið umferðaröryggi og lækkað slysatíðni? Með interneti og farsímatækni geta bílarnir talað saman. Til dæmis ef einn bíll hægir á, þá veit öll bílaröðin af því. Það getur skipt sköpum því, fyrir hemlun bifreiða er viðbragðstími ökumanns 2,5 sek. Það þýðir að á 90 km/klst. hefur bíllinn farið yfir 60 m áður en stigið er á bremsurnar. Við blasir að ef viðbragðstíminn er færður niður í nánast núll með háhraðatækni, mun það auka öryggi. Þessi nýja tækni ætti að minnka til muna algengustu slys í umferðinni, aftanákeyrslur.Færri umferðarteppur Bílar framtíðarinnar verða rafmagnsknúnir og tala saman. Verði nógu margir bílar í snjallkerfinu, þurfa fæst okkar að eiga bíla lengur. Þetta gæti auðveldlega gerst á fjölmennustu stöðum landsins. Með snjallsímanum pantar fólk skutl með snjallbílnum og vegna fjölda þeirra þarf lítið að bíða og auðvelt verður að sameinast í bíla. Þetta kerfi ætti að vera ódýrara fyrir einstaklinga ef öll gjöld einkabíls eru reiknuð með. Einnig mun kerfið geta sparað mikinn ferðatíma með því að nota reikniaðferðina „bestun“ til að finna fljótlegustu leiðina því áfangastaður allra bíla er þekktur. Þannig ættu umferðarteppur að heyra sögunni til. Við Íslendingar eigum að gera það sem í okkar valdi stendur til að ýta á eftir ofangreindri tækniþróun. Þar geta stjórnvöld lagt hönd á plóg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Nýr tími er runninn upp í samgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Gatnakerfið ræður ekki við bílafjöldann. Langar bílabiðraðir myndast þegar fólk fer í og úr vinnu. Slíkt er afar óhagkvæmt fyrir samfélag okkar. Hvað er til ráða? Svörin eru mörg. Eitt þeirra er að innleiða nýja tækni. Internetið og farsími eru ekki gömul fyrirbæri. Þó ég sé aðeins 27 ára man ég þá tíma að þessi tækni var takmörkuð. Nú er internetið og farsíminn hluti af grunnþörfum fólks og ljósleiðaravæðing eitt af mikilvægustu verkefnum samtímans. Þessa tækni er verið að setja í bíla og gera ökumenn óþarfa. Bílaframleiðendur eins og Mercedes Benz, General Motors, Audi og Volvo eru með tilraunabíla sem keyra mannlausir í lifandi borgum. Bílarnir skynja götuna, aðra í umferðinni, umferðarljós, gangstéttir og fleira.Færri slys Nær öll slys sem verða í umferðinni eru vegna mannlegra mistaka. Gætu sjálfkeyrandi bílar aukið umferðaröryggi og lækkað slysatíðni? Með interneti og farsímatækni geta bílarnir talað saman. Til dæmis ef einn bíll hægir á, þá veit öll bílaröðin af því. Það getur skipt sköpum því, fyrir hemlun bifreiða er viðbragðstími ökumanns 2,5 sek. Það þýðir að á 90 km/klst. hefur bíllinn farið yfir 60 m áður en stigið er á bremsurnar. Við blasir að ef viðbragðstíminn er færður niður í nánast núll með háhraðatækni, mun það auka öryggi. Þessi nýja tækni ætti að minnka til muna algengustu slys í umferðinni, aftanákeyrslur.Færri umferðarteppur Bílar framtíðarinnar verða rafmagnsknúnir og tala saman. Verði nógu margir bílar í snjallkerfinu, þurfa fæst okkar að eiga bíla lengur. Þetta gæti auðveldlega gerst á fjölmennustu stöðum landsins. Með snjallsímanum pantar fólk skutl með snjallbílnum og vegna fjölda þeirra þarf lítið að bíða og auðvelt verður að sameinast í bíla. Þetta kerfi ætti að vera ódýrara fyrir einstaklinga ef öll gjöld einkabíls eru reiknuð með. Einnig mun kerfið geta sparað mikinn ferðatíma með því að nota reikniaðferðina „bestun“ til að finna fljótlegustu leiðina því áfangastaður allra bíla er þekktur. Þannig ættu umferðarteppur að heyra sögunni til. Við Íslendingar eigum að gera það sem í okkar valdi stendur til að ýta á eftir ofangreindri tækniþróun. Þar geta stjórnvöld lagt hönd á plóg.
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar