Að vera eða ekki, í brjóstahaldara Kjartan Þór Ingason skrifar 30. mars 2015 14:30 Um daginn var dagur hinnar frjálsu geirvörta eða Free the Nipple eins og hann er kallaður á ensku sem var haldinn hátíðlegur á Íslandi. Óhætt er að segja að gjörningurinn hafi ekki farið framhjá neinum sem fylgist með þjóðfélagsumræðunni á klakanum góða og margir virtust hafa sterkar skoðanir hvort þeir væru með eða á móti. Eftir að hafa rennt í gegnum þau fjölmörgu ummæli sem skrifuð voru á Facebook, í athugasemdarkerfum netmiðla og við myndir baráttukvenna er greinilegt að gjörningurinn hafi farið fyrir brjóstið á sumum. Fjölmargir virtust misskilja markmið átaksins sem oftar en ekki birtist í háði, hneikslun eða kjánalegum myndlíkingum. Á Íslandi stendur jafnrétti á sterkum fótum og erum við framar mörgum öðrum löndum í þessum málaflokki. Þrátt fyrir það er alls ekki hægt að segja að fullu jafnrétti hafi verið náð. Í því ljósi er ég ekki aðeins að tala um hina sígildu umræðu um launamun kynjanna og stöðu þeirra í stjórnum fyrirtækja heldur einnig félagslega. Í okkar frjálslynda samfélagi er því miður ekki sama hvort maður sé Jón eða Gunna og ýmsar óskrifaðar reglur gilda um hver má klæðast hverju eða hver má sleppa því að klæðast sumu. Þegar við skellum okkur í sund á góðum degi er oft mikill fjöldi fólks í lauginni, pottinum eða að hreinsa svitaholurnar í gufubaðinu. Flestir njóta sín vel í góða veðrinu og allir eiga það sameiginlegt að hylja sig að neðan með allskonar skýlum. Þó virðist það ekki vera nóg fyrir kvengesti laugarinnar sem er einnig gert að hylja brjóstin og fela geirvörturnar á meðan karlgestirnir eru alveg frjálsir frá þessari reglu um klæðaburð þrátt fyrir að sumir þeirra beri einnig býsna stór brjóst á sinni bringu. Rökin sem notuð eru fyrir þessari mismunun á klæðnaði eru oftast þau að brjóst kvenna eru kyntákn sem eru óviðeigandi sjón fyrir karlmenn nema maðurinn og konan séu í ástarsambandi og inn í harðlæstu herbergi. Samt sem áður er brjóstkassi karlmanna einnig kyntákn sem konur og sumir karlar dást að. Hægt er að finna dæmi um það í fjölmörgum kvikmyndum, tónlistamyndböndum eða þegar myndarlegur maður rífur af sér bolinn á kvennakvöldi. Með þessum skrifum er ég ekki að segja að allar konur verði að vera berbrjósta í sundlaugum landsins eða hvetja fólk til að vera allsbert á almanna færi. Markmið þessara greinar er sú sama og markmið dags hinna frjálsu geirvarta, að klæðaviðmið skulu gilda jafnt um karla sem og konur. Því á einstaklingurinn sjálfur að fá að ákveða hvort hann sé í brjóstarhaldara eða ekki, óháð því hvort hann sé karl eða kona. Jafnrétti þýðir að sömu lög og reglur eigi að gilda um alla, því þurfum við sem samfélag að standa vörð um það mikilvæga grunngildi og standa með systrum okkar í baráttunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Þór Ingason Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Um daginn var dagur hinnar frjálsu geirvörta eða Free the Nipple eins og hann er kallaður á ensku sem var haldinn hátíðlegur á Íslandi. Óhætt er að segja að gjörningurinn hafi ekki farið framhjá neinum sem fylgist með þjóðfélagsumræðunni á klakanum góða og margir virtust hafa sterkar skoðanir hvort þeir væru með eða á móti. Eftir að hafa rennt í gegnum þau fjölmörgu ummæli sem skrifuð voru á Facebook, í athugasemdarkerfum netmiðla og við myndir baráttukvenna er greinilegt að gjörningurinn hafi farið fyrir brjóstið á sumum. Fjölmargir virtust misskilja markmið átaksins sem oftar en ekki birtist í háði, hneikslun eða kjánalegum myndlíkingum. Á Íslandi stendur jafnrétti á sterkum fótum og erum við framar mörgum öðrum löndum í þessum málaflokki. Þrátt fyrir það er alls ekki hægt að segja að fullu jafnrétti hafi verið náð. Í því ljósi er ég ekki aðeins að tala um hina sígildu umræðu um launamun kynjanna og stöðu þeirra í stjórnum fyrirtækja heldur einnig félagslega. Í okkar frjálslynda samfélagi er því miður ekki sama hvort maður sé Jón eða Gunna og ýmsar óskrifaðar reglur gilda um hver má klæðast hverju eða hver má sleppa því að klæðast sumu. Þegar við skellum okkur í sund á góðum degi er oft mikill fjöldi fólks í lauginni, pottinum eða að hreinsa svitaholurnar í gufubaðinu. Flestir njóta sín vel í góða veðrinu og allir eiga það sameiginlegt að hylja sig að neðan með allskonar skýlum. Þó virðist það ekki vera nóg fyrir kvengesti laugarinnar sem er einnig gert að hylja brjóstin og fela geirvörturnar á meðan karlgestirnir eru alveg frjálsir frá þessari reglu um klæðaburð þrátt fyrir að sumir þeirra beri einnig býsna stór brjóst á sinni bringu. Rökin sem notuð eru fyrir þessari mismunun á klæðnaði eru oftast þau að brjóst kvenna eru kyntákn sem eru óviðeigandi sjón fyrir karlmenn nema maðurinn og konan séu í ástarsambandi og inn í harðlæstu herbergi. Samt sem áður er brjóstkassi karlmanna einnig kyntákn sem konur og sumir karlar dást að. Hægt er að finna dæmi um það í fjölmörgum kvikmyndum, tónlistamyndböndum eða þegar myndarlegur maður rífur af sér bolinn á kvennakvöldi. Með þessum skrifum er ég ekki að segja að allar konur verði að vera berbrjósta í sundlaugum landsins eða hvetja fólk til að vera allsbert á almanna færi. Markmið þessara greinar er sú sama og markmið dags hinna frjálsu geirvarta, að klæðaviðmið skulu gilda jafnt um karla sem og konur. Því á einstaklingurinn sjálfur að fá að ákveða hvort hann sé í brjóstarhaldara eða ekki, óháð því hvort hann sé karl eða kona. Jafnrétti þýðir að sömu lög og reglur eigi að gilda um alla, því þurfum við sem samfélag að standa vörð um það mikilvæga grunngildi og standa með systrum okkar í baráttunni.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun