Nýr Mitsubishi Pajero í Chicago Finnur Thorlacius skrifar 4. febrúar 2015 12:15 Svona gæti nýr Mitsubishi Pajero litið út. Nokkuð mjúkar línur hér á ferð. Mitsuhishi Pajero hefur verið óbreyttur frá árinu 2006, en fáir bílar í dag eru 9 ára gömul hönnun. Því er alveg kominn tími á nýja kynslóð Pajero og hana ætlar Mitsubishi að kynna á bílasýningu í Chicago sem hefst eftir fáeinar vikur. Nýr Pajero mun bjóðast sem Plug-In-Hybrid bíll, en ekki er fullljóst hvort svo verður strax og sala þessarar nýju kynslóðar bílsins hefst. Það gæti talist einkennilegt að Mitsubishi velji bílasýningu í Bandaríkjunum til að sýna þessa nýju kynslóð Pajero þar sem hann hefur ekki verið í sölu þarlendis frá árinu 2005. Líklega gefur því staðarvalið til kynna að sala Pajero muni aftur hefjast þar vestra með tilkomu þessa nýja bíls. Mitsubishi ætlar ekki að láta duga að kynna nýjan Pajero heldur verður einnig kynntur í Chicago nýr jepplingur sem byggir á hugmyndabílnum GC-PHEV concept sem sýndur var á bílasýningunni í Tokýó árið 2013. Líklega verður það endanleg framleiðsluútfærsla bílsins sem verður til sýnis í Chicago. Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent
Mitsuhishi Pajero hefur verið óbreyttur frá árinu 2006, en fáir bílar í dag eru 9 ára gömul hönnun. Því er alveg kominn tími á nýja kynslóð Pajero og hana ætlar Mitsubishi að kynna á bílasýningu í Chicago sem hefst eftir fáeinar vikur. Nýr Pajero mun bjóðast sem Plug-In-Hybrid bíll, en ekki er fullljóst hvort svo verður strax og sala þessarar nýju kynslóðar bílsins hefst. Það gæti talist einkennilegt að Mitsubishi velji bílasýningu í Bandaríkjunum til að sýna þessa nýju kynslóð Pajero þar sem hann hefur ekki verið í sölu þarlendis frá árinu 2005. Líklega gefur því staðarvalið til kynna að sala Pajero muni aftur hefjast þar vestra með tilkomu þessa nýja bíls. Mitsubishi ætlar ekki að láta duga að kynna nýjan Pajero heldur verður einnig kynntur í Chicago nýr jepplingur sem byggir á hugmyndabílnum GC-PHEV concept sem sýndur var á bílasýningunni í Tokýó árið 2013. Líklega verður það endanleg framleiðsluútfærsla bílsins sem verður til sýnis í Chicago.
Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent