Ford Focus RS er öskrandi 320 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 4. febrúar 2015 10:30 Ford Focus RS. Hefðbundinn Ford Focus má fá með 95 hestafla vél en einnig mun öflugri. Ford Focus ST er með 252 hestafla vél en það finnst þeim Ford mönnum greinilega ekki nóg því á leiðinni er Focus RS með 320 hestöfl í farteskinu. Með allt þetta afl þótti nauðsynlegt að hafa bílinn fjórhjóladrifinn. Hér er því kominn bíll sem óbreyttur ætti að standa sig prýðilega í rallakstri. Í bílnum er 2,3 lítra EcoBoost vél með forþjöppu, en hana má einnig finna í Ford Mustang, sem er þó öllu þyngri bíll. Bíllinn kemur á Michelin Pilot Super Sport dekkjum sem ætti að tryggja það að hann tolli allsæmilega á veginum. Recaro sportsæti eru í Focus RS og aftan á bílnum er ári stór vindskeið sem þrýstir honum af afli í götuna ef hratt er farið. Ford mun sýna Focus RS á bílasýningunni í Genf í mars. Aldrei þessu vant mun Ford selja Focus RS í Bandríkjunum, en það átti ekki við síðustu gerð hans. Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Innlent
Hefðbundinn Ford Focus má fá með 95 hestafla vél en einnig mun öflugri. Ford Focus ST er með 252 hestafla vél en það finnst þeim Ford mönnum greinilega ekki nóg því á leiðinni er Focus RS með 320 hestöfl í farteskinu. Með allt þetta afl þótti nauðsynlegt að hafa bílinn fjórhjóladrifinn. Hér er því kominn bíll sem óbreyttur ætti að standa sig prýðilega í rallakstri. Í bílnum er 2,3 lítra EcoBoost vél með forþjöppu, en hana má einnig finna í Ford Mustang, sem er þó öllu þyngri bíll. Bíllinn kemur á Michelin Pilot Super Sport dekkjum sem ætti að tryggja það að hann tolli allsæmilega á veginum. Recaro sportsæti eru í Focus RS og aftan á bílnum er ári stór vindskeið sem þrýstir honum af afli í götuna ef hratt er farið. Ford mun sýna Focus RS á bílasýningunni í Genf í mars. Aldrei þessu vant mun Ford selja Focus RS í Bandríkjunum, en það átti ekki við síðustu gerð hans.
Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Innlent