Siggi Raggi um vaxtakjör bankanna: „Þetta láta Íslendingar bjóða sér kynslóð eftir kynslóð“ ingvar haraldsson skrifar 16. október 2015 12:15 Sigurður Ragnar Eyjólfsson segir íslensk vaxtakjör algjöra bilun. vísir/anton/stefán „Var að fá bréf frá bankanum mínum í Noregi sem ákvað að lækka vextina á húsnæðisláninu mínu í þriðja skipti síðan í apríl, að þessu sinni niður í 2.15% óverðtryggða breytilega vexti,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu og núverandi aðstoðarþjálfari Rúnars Kristinssonar hjá Lillestrøm í Noregi, í stöðufærslu sem hann deilir á Facebook.Siggi Raggi, eins og hann er jafnan kallaður, bendir á að sambærilegt húsnæðislán hjá Landsbankanum sé á sjö prósent vöxtum. Miðað við þær forsendur reiknast honum til að mánaðarleg afborgun af tuttugu milljón króna húsnæðisláni sé 141.476 krónur á Íslandi en 87.603 krónur í Noregi. „Munar sem sagt 53.873 kr á mánuði á afborguninni. En í Noregi myndirðu reyndar fá 9.850 kr endurgreiddar frá skattinum (27% af vaxtagreiðslum ársins eru endurgreiddar til fólks í Noregi) svo í raun munar um 63.000 krónum á mánuði á mánaðarlegri afborgun eða um 756.000 krónum á ári eða 18,9 milljónum á þessum 25 árum,“ segir hann.Sjá einnig: „Er þetta banki eða er þetta glæpafélag?“ Siggi Raggi segir þetta einfaldlega kostnað Íslendinga af því að vera með íslenska krónu og bætir við að íslenskir pólitíkusar séu hræddir við að breyta kerfinu, þeir vilji ekki rugga bátnum. „Þetta finnst flestum stjórnmálamönnunum heima allt í lagi.“ Knattspyrnuþjálfarinn bætir svo við: „Þetta láta Íslendingar bjóða sér kynslóð eftir kynslóð og kjósa þá aftur og aftur. Bæta bara á sig aukavinnu.“Sjá einnig: Hvað er bankinn þinn að rukka þig um mikið og fyrir hvað? Því sé ekki að undra að helmingur Íslendinga eigi minna en 750.000 krónur í hreinni eign. „Við erum að borga húsnæðisskuldir allt lífið líkt og foreldrar okkar. Bankarnir moka svo upp tugum ef ekki hundruðum milljarða í hagnað á hverju ári. Þetta er algjör bilun,“ segir hann að lokum.Var að fá bréf frá bankanum mínum í Noregi sem ákvað að lækka vextina á húsnæðisláninu mínu í þriðja skipti síðan í aprí...Posted by Sigurður Ragnar Eyjólfsson on Sunday, October 4, 2015 Mest lesið Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
„Var að fá bréf frá bankanum mínum í Noregi sem ákvað að lækka vextina á húsnæðisláninu mínu í þriðja skipti síðan í apríl, að þessu sinni niður í 2.15% óverðtryggða breytilega vexti,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu og núverandi aðstoðarþjálfari Rúnars Kristinssonar hjá Lillestrøm í Noregi, í stöðufærslu sem hann deilir á Facebook.Siggi Raggi, eins og hann er jafnan kallaður, bendir á að sambærilegt húsnæðislán hjá Landsbankanum sé á sjö prósent vöxtum. Miðað við þær forsendur reiknast honum til að mánaðarleg afborgun af tuttugu milljón króna húsnæðisláni sé 141.476 krónur á Íslandi en 87.603 krónur í Noregi. „Munar sem sagt 53.873 kr á mánuði á afborguninni. En í Noregi myndirðu reyndar fá 9.850 kr endurgreiddar frá skattinum (27% af vaxtagreiðslum ársins eru endurgreiddar til fólks í Noregi) svo í raun munar um 63.000 krónum á mánuði á mánaðarlegri afborgun eða um 756.000 krónum á ári eða 18,9 milljónum á þessum 25 árum,“ segir hann.Sjá einnig: „Er þetta banki eða er þetta glæpafélag?“ Siggi Raggi segir þetta einfaldlega kostnað Íslendinga af því að vera með íslenska krónu og bætir við að íslenskir pólitíkusar séu hræddir við að breyta kerfinu, þeir vilji ekki rugga bátnum. „Þetta finnst flestum stjórnmálamönnunum heima allt í lagi.“ Knattspyrnuþjálfarinn bætir svo við: „Þetta láta Íslendingar bjóða sér kynslóð eftir kynslóð og kjósa þá aftur og aftur. Bæta bara á sig aukavinnu.“Sjá einnig: Hvað er bankinn þinn að rukka þig um mikið og fyrir hvað? Því sé ekki að undra að helmingur Íslendinga eigi minna en 750.000 krónur í hreinni eign. „Við erum að borga húsnæðisskuldir allt lífið líkt og foreldrar okkar. Bankarnir moka svo upp tugum ef ekki hundruðum milljarða í hagnað á hverju ári. Þetta er algjör bilun,“ segir hann að lokum.Var að fá bréf frá bankanum mínum í Noregi sem ákvað að lækka vextina á húsnæðisláninu mínu í þriðja skipti síðan í aprí...Posted by Sigurður Ragnar Eyjólfsson on Sunday, October 4, 2015
Mest lesið Einkenni gervigreindar-kvíða og góð ráð Atvinnulíf Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira