Siggi Raggi um vaxtakjör bankanna: „Þetta láta Íslendingar bjóða sér kynslóð eftir kynslóð“ ingvar haraldsson skrifar 16. október 2015 12:15 Sigurður Ragnar Eyjólfsson segir íslensk vaxtakjör algjöra bilun. vísir/anton/stefán „Var að fá bréf frá bankanum mínum í Noregi sem ákvað að lækka vextina á húsnæðisláninu mínu í þriðja skipti síðan í apríl, að þessu sinni niður í 2.15% óverðtryggða breytilega vexti,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu og núverandi aðstoðarþjálfari Rúnars Kristinssonar hjá Lillestrøm í Noregi, í stöðufærslu sem hann deilir á Facebook.Siggi Raggi, eins og hann er jafnan kallaður, bendir á að sambærilegt húsnæðislán hjá Landsbankanum sé á sjö prósent vöxtum. Miðað við þær forsendur reiknast honum til að mánaðarleg afborgun af tuttugu milljón króna húsnæðisláni sé 141.476 krónur á Íslandi en 87.603 krónur í Noregi. „Munar sem sagt 53.873 kr á mánuði á afborguninni. En í Noregi myndirðu reyndar fá 9.850 kr endurgreiddar frá skattinum (27% af vaxtagreiðslum ársins eru endurgreiddar til fólks í Noregi) svo í raun munar um 63.000 krónum á mánuði á mánaðarlegri afborgun eða um 756.000 krónum á ári eða 18,9 milljónum á þessum 25 árum,“ segir hann.Sjá einnig: „Er þetta banki eða er þetta glæpafélag?“ Siggi Raggi segir þetta einfaldlega kostnað Íslendinga af því að vera með íslenska krónu og bætir við að íslenskir pólitíkusar séu hræddir við að breyta kerfinu, þeir vilji ekki rugga bátnum. „Þetta finnst flestum stjórnmálamönnunum heima allt í lagi.“ Knattspyrnuþjálfarinn bætir svo við: „Þetta láta Íslendingar bjóða sér kynslóð eftir kynslóð og kjósa þá aftur og aftur. Bæta bara á sig aukavinnu.“Sjá einnig: Hvað er bankinn þinn að rukka þig um mikið og fyrir hvað? Því sé ekki að undra að helmingur Íslendinga eigi minna en 750.000 krónur í hreinni eign. „Við erum að borga húsnæðisskuldir allt lífið líkt og foreldrar okkar. Bankarnir moka svo upp tugum ef ekki hundruðum milljarða í hagnað á hverju ári. Þetta er algjör bilun,“ segir hann að lokum.Var að fá bréf frá bankanum mínum í Noregi sem ákvað að lækka vextina á húsnæðisláninu mínu í þriðja skipti síðan í aprí...Posted by Sigurður Ragnar Eyjólfsson on Sunday, October 4, 2015 Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira
„Var að fá bréf frá bankanum mínum í Noregi sem ákvað að lækka vextina á húsnæðisláninu mínu í þriðja skipti síðan í apríl, að þessu sinni niður í 2.15% óverðtryggða breytilega vexti,“ segir Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu og núverandi aðstoðarþjálfari Rúnars Kristinssonar hjá Lillestrøm í Noregi, í stöðufærslu sem hann deilir á Facebook.Siggi Raggi, eins og hann er jafnan kallaður, bendir á að sambærilegt húsnæðislán hjá Landsbankanum sé á sjö prósent vöxtum. Miðað við þær forsendur reiknast honum til að mánaðarleg afborgun af tuttugu milljón króna húsnæðisláni sé 141.476 krónur á Íslandi en 87.603 krónur í Noregi. „Munar sem sagt 53.873 kr á mánuði á afborguninni. En í Noregi myndirðu reyndar fá 9.850 kr endurgreiddar frá skattinum (27% af vaxtagreiðslum ársins eru endurgreiddar til fólks í Noregi) svo í raun munar um 63.000 krónum á mánuði á mánaðarlegri afborgun eða um 756.000 krónum á ári eða 18,9 milljónum á þessum 25 árum,“ segir hann.Sjá einnig: „Er þetta banki eða er þetta glæpafélag?“ Siggi Raggi segir þetta einfaldlega kostnað Íslendinga af því að vera með íslenska krónu og bætir við að íslenskir pólitíkusar séu hræddir við að breyta kerfinu, þeir vilji ekki rugga bátnum. „Þetta finnst flestum stjórnmálamönnunum heima allt í lagi.“ Knattspyrnuþjálfarinn bætir svo við: „Þetta láta Íslendingar bjóða sér kynslóð eftir kynslóð og kjósa þá aftur og aftur. Bæta bara á sig aukavinnu.“Sjá einnig: Hvað er bankinn þinn að rukka þig um mikið og fyrir hvað? Því sé ekki að undra að helmingur Íslendinga eigi minna en 750.000 krónur í hreinni eign. „Við erum að borga húsnæðisskuldir allt lífið líkt og foreldrar okkar. Bankarnir moka svo upp tugum ef ekki hundruðum milljarða í hagnað á hverju ári. Þetta er algjör bilun,“ segir hann að lokum.Var að fá bréf frá bankanum mínum í Noregi sem ákvað að lækka vextina á húsnæðisláninu mínu í þriðja skipti síðan í aprí...Posted by Sigurður Ragnar Eyjólfsson on Sunday, October 4, 2015
Mest lesið Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Forstjórinn sem byrjar daginn á því að horfa á fallegu konuna sína Atvinnulíf Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Sjá meira