Körfuboltakvöld á Stöð 2 Sport: Leikur í beinni og uppgjörsþáttur eftir hverja umferð Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. september 2015 13:30 KR-ingar eiga titil að verja. vísir/anton Stöð 2 Sport mun auka gífurlega umfjöllun sína um Dominos-deildirnar í körfubolta í vetur, en einn leikur verður í beinni útsendingu í hverri umferð bæði í Dominos-deild karla og kvenna. Einnig verður nýr þáttur á dagskrá sem ber heitið Dominos-Körfuboltakvöld, en þar fara sérfræðingar yfir hverja umferð í Dominos-deild karla. Fyrsti þátturinn verður á dagskrá 14. október, en þar verður hitað upp fyrir deildina. Fyrsta beina útsendingin verður svo 16. október þar sem bikarmeistarar Stjörnunnar taka á móti Íslandsmeisturum KR í Ásgarði. Körfuboltakvöld verður á dagskrá eftir beinar útsendingar í Dominos-deild karla, en í þættinum verður sýnt frá öllum leikjunum, þar verða viðtöl við leikmenn og þjálfara eftir alla leiki og sérfræðingar þáttarins sjá um að greina allt það góða og allt það slæma.Systurnar Helena og Guðbjörg Sverrisdóttir munu mætast í leikjum Hauka og Vals í vetur.vísir/antonHelena komin heim Fyrsta beina útsendingin frá Dominos-deild kvenna verður 14. október þar sem mætast spennandi nýliðar Stjörnunnar og Haukar með Helenu Sverrisdóttir nýkomna heim úr atvinnumennsku. Fimm leikir verða sýndir beint á fyrstu tveimur vikum deildarinnar. Deildirnar hafur sjaldan ef aldrei verið jafn áhugaverðar, en beðið eftir tímabilinu með mikilli spennu hjá báðum kynjum. Fimm leikmenn sem voru með íslenska landsliðinu á EM 2015 í Berlín spila í deildinni. Ægir Þór Steinarsson, KR, og Ragnar Nathanaelsson, Þór Þorlákshöfn, sneru báðir heim úr atvinnumennsku og krydda deildina. Fyrir voru Helgi Már Magnússon og Pavel Ermolinskij hjá KR og Logi Gunnarsson hjá Njarðvík. Hjá konunum er auðvitað mesta spennan fyrir að sjá Helenu Sverrisdóttur, en þessi lang besta körfuboltakona landsins hefur verið flaggberi kvennakörfuboltans um margra ára bil. Hún mun lenda nokkrum sinnum í systraslag í vetur. Guðbjörg Sverrisdóttir, systir Helenu, er lykilmaður í liði Vals, en saman spila þær í landsliðinu.Landsliðsmennirnir og EM-fararnir Helgi Már Magnússon, Pavel Ermolinskij, Ægir Þór Steinarsson, Ragnar Nathanaelsson og Logi Gunnarsson verða allir á skjánum í vetur.myndir/kkíTeymið í Körfuboltakvöldi: Umsjónarmaður körfuboltakvölds er Kjartan Atli Kjartansson, fyrrverandi leikmaður Stjörnunnar og fjölmiðlamaður. Kjartan Atli varð bikarmeistari með Stjörnunni sem leikmaður árin 2009 og 2013 auk þess sem hann var aðstoðarþjálfari Stjörnunnar þegar það vann þriðja bikarmeistaratitilinn á sex árum í febrúar á þessu ári. Sérfræðingarnar verða fjórir; Fannar Ólafsson, Hermann Hauksson, Kristinn Friðriksson og Jón Halldór Eðvaldsson.Fannar Ólafsson var einn áhrifamesti leikmaður Dominos-deildarinnar í mörg ár, en hann leiddi KR til Íslandsmeistaratitils sem fyrirliði í þrígang; 2007, 2009 og 2011. Þá varð hann einnig Íslandsmeistari með Keflavík 1999 og 2004.Kristinn Friðriksson er ein besta skytta í sögu íslensks körfubolta. Hann varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari með Keflavík (1992, 1993 og 1997) auk þess sem hann hefur skrifað um körfubolta með miklum tilþrifum í Morgunblaðið undanfarin ár.Hermann Hauksson var kosinn besti leikmaður efstu deildar af leikmönnum deildarinnar árið 1997 þegar hann spilaði með KR. Hermann varð bikarmeistari með Njarðvík árið 1999 og skoraði þá eftirminnilega þriggja stiga körfu sem kom leiknum í framlengingu.Jón Halldór Eðvaldsson gerði Keflavík að Íslandsmeisturum í úrvalsdeild kvenna bæði 2008 og 2011. Þá var hann aðstoðarþjálfari karlaliðs Keflavíkur þegar liðið varð síðast bikarmeistari árið 2012.Bikarmeistarar Stjörnunnar fá KR í heimsókn í fyrsta sjónvarpsleiknum.vísir/þórdísÖflug byrjun Körfuboltinn byrjar af krafti á Stöð 2 Sport um miðjan október. Þann 14. október verður bein útsending frá Dominos-deild kvenna og svo upphitunarþátturinn fyrir Dominos-deild karla. Tveimur dögum síðar verður svo leikur Stjörnunnar og KR í Dominos-deild karla í beinni útsendingu og fyrsti uppgjörsþáttur Körfuboltakvölds í beinu framhaldi. Önnur umferðin klárast svo þremur dögum síðar og verður þá annar þáttur Körfuboltakvölds. Þegar NBA-deildin hefst svo verður leikur í bestu deild heims á eftir hverjum þætti Körfuboltakvölds þannig áhugamenn um íþróttina geta eytt föstudagskvöldunum í sófanum frá 19.00 og fram á nótt. Ekki láta Dominos-deildina og körfuboltakvöld framhjá þér fara í vetur. Pantaðu þér áskrift hér.Körfuboltadagskráin á Stöð 2 Sport í október:14.10 Stjarnan - Haukar DD KVK14.10 Upphitunarþáttur Körfuboltakvölds16.10 Stjarnan - KR og Dominos-Körfuboltakvöld17.10 Grindavík - Valur DD KVK19.10 Keflavík - Haukar og Dominos-Körfuboltakvöld21.10 Haukar - Snæfell DD KVK23.10 Njarðvík - Keflavík og Dominos-Körfuboltakvöld24.10 Keflavík - Haukar DD KVK30.10 KR - Njarðvík og Dominos-Körfuboltakvöld31.10 Snæfell - Keflavík DD KVK06.11 Höttur - KR og Körfuboltakvöld Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Sjá meira
Stöð 2 Sport mun auka gífurlega umfjöllun sína um Dominos-deildirnar í körfubolta í vetur, en einn leikur verður í beinni útsendingu í hverri umferð bæði í Dominos-deild karla og kvenna. Einnig verður nýr þáttur á dagskrá sem ber heitið Dominos-Körfuboltakvöld, en þar fara sérfræðingar yfir hverja umferð í Dominos-deild karla. Fyrsti þátturinn verður á dagskrá 14. október, en þar verður hitað upp fyrir deildina. Fyrsta beina útsendingin verður svo 16. október þar sem bikarmeistarar Stjörnunnar taka á móti Íslandsmeisturum KR í Ásgarði. Körfuboltakvöld verður á dagskrá eftir beinar útsendingar í Dominos-deild karla, en í þættinum verður sýnt frá öllum leikjunum, þar verða viðtöl við leikmenn og þjálfara eftir alla leiki og sérfræðingar þáttarins sjá um að greina allt það góða og allt það slæma.Systurnar Helena og Guðbjörg Sverrisdóttir munu mætast í leikjum Hauka og Vals í vetur.vísir/antonHelena komin heim Fyrsta beina útsendingin frá Dominos-deild kvenna verður 14. október þar sem mætast spennandi nýliðar Stjörnunnar og Haukar með Helenu Sverrisdóttir nýkomna heim úr atvinnumennsku. Fimm leikir verða sýndir beint á fyrstu tveimur vikum deildarinnar. Deildirnar hafur sjaldan ef aldrei verið jafn áhugaverðar, en beðið eftir tímabilinu með mikilli spennu hjá báðum kynjum. Fimm leikmenn sem voru með íslenska landsliðinu á EM 2015 í Berlín spila í deildinni. Ægir Þór Steinarsson, KR, og Ragnar Nathanaelsson, Þór Þorlákshöfn, sneru báðir heim úr atvinnumennsku og krydda deildina. Fyrir voru Helgi Már Magnússon og Pavel Ermolinskij hjá KR og Logi Gunnarsson hjá Njarðvík. Hjá konunum er auðvitað mesta spennan fyrir að sjá Helenu Sverrisdóttur, en þessi lang besta körfuboltakona landsins hefur verið flaggberi kvennakörfuboltans um margra ára bil. Hún mun lenda nokkrum sinnum í systraslag í vetur. Guðbjörg Sverrisdóttir, systir Helenu, er lykilmaður í liði Vals, en saman spila þær í landsliðinu.Landsliðsmennirnir og EM-fararnir Helgi Már Magnússon, Pavel Ermolinskij, Ægir Þór Steinarsson, Ragnar Nathanaelsson og Logi Gunnarsson verða allir á skjánum í vetur.myndir/kkíTeymið í Körfuboltakvöldi: Umsjónarmaður körfuboltakvölds er Kjartan Atli Kjartansson, fyrrverandi leikmaður Stjörnunnar og fjölmiðlamaður. Kjartan Atli varð bikarmeistari með Stjörnunni sem leikmaður árin 2009 og 2013 auk þess sem hann var aðstoðarþjálfari Stjörnunnar þegar það vann þriðja bikarmeistaratitilinn á sex árum í febrúar á þessu ári. Sérfræðingarnar verða fjórir; Fannar Ólafsson, Hermann Hauksson, Kristinn Friðriksson og Jón Halldór Eðvaldsson.Fannar Ólafsson var einn áhrifamesti leikmaður Dominos-deildarinnar í mörg ár, en hann leiddi KR til Íslandsmeistaratitils sem fyrirliði í þrígang; 2007, 2009 og 2011. Þá varð hann einnig Íslandsmeistari með Keflavík 1999 og 2004.Kristinn Friðriksson er ein besta skytta í sögu íslensks körfubolta. Hann varð þrisvar sinnum Íslandsmeistari með Keflavík (1992, 1993 og 1997) auk þess sem hann hefur skrifað um körfubolta með miklum tilþrifum í Morgunblaðið undanfarin ár.Hermann Hauksson var kosinn besti leikmaður efstu deildar af leikmönnum deildarinnar árið 1997 þegar hann spilaði með KR. Hermann varð bikarmeistari með Njarðvík árið 1999 og skoraði þá eftirminnilega þriggja stiga körfu sem kom leiknum í framlengingu.Jón Halldór Eðvaldsson gerði Keflavík að Íslandsmeisturum í úrvalsdeild kvenna bæði 2008 og 2011. Þá var hann aðstoðarþjálfari karlaliðs Keflavíkur þegar liðið varð síðast bikarmeistari árið 2012.Bikarmeistarar Stjörnunnar fá KR í heimsókn í fyrsta sjónvarpsleiknum.vísir/þórdísÖflug byrjun Körfuboltinn byrjar af krafti á Stöð 2 Sport um miðjan október. Þann 14. október verður bein útsending frá Dominos-deild kvenna og svo upphitunarþátturinn fyrir Dominos-deild karla. Tveimur dögum síðar verður svo leikur Stjörnunnar og KR í Dominos-deild karla í beinni útsendingu og fyrsti uppgjörsþáttur Körfuboltakvölds í beinu framhaldi. Önnur umferðin klárast svo þremur dögum síðar og verður þá annar þáttur Körfuboltakvölds. Þegar NBA-deildin hefst svo verður leikur í bestu deild heims á eftir hverjum þætti Körfuboltakvölds þannig áhugamenn um íþróttina geta eytt föstudagskvöldunum í sófanum frá 19.00 og fram á nótt. Ekki láta Dominos-deildina og körfuboltakvöld framhjá þér fara í vetur. Pantaðu þér áskrift hér.Körfuboltadagskráin á Stöð 2 Sport í október:14.10 Stjarnan - Haukar DD KVK14.10 Upphitunarþáttur Körfuboltakvölds16.10 Stjarnan - KR og Dominos-Körfuboltakvöld17.10 Grindavík - Valur DD KVK19.10 Keflavík - Haukar og Dominos-Körfuboltakvöld21.10 Haukar - Snæfell DD KVK23.10 Njarðvík - Keflavík og Dominos-Körfuboltakvöld24.10 Keflavík - Haukar DD KVK30.10 KR - Njarðvík og Dominos-Körfuboltakvöld31.10 Snæfell - Keflavík DD KVK06.11 Höttur - KR og Körfuboltakvöld
Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Sjá meira