Bílar tættir í sundur í Hafnarfirði Snærós Sindradóttir skrifar 23. september 2015 07:00 Bílarnir bíða eftir því að kló, sem þolir hátt í fimm tonn, taki þá og troði í tætarann. vísir/anton Guðlaugur G. Sverrisson Bílum sem sendir eru til förgunar ár hvert hefur fjölgað. Fjöldinn féll við efnahagshrunið 2008 en er við það að ná jafnvægi að mati Guðlaugs Sverrissonar, rekstrarstjóra Úrvinnslusjóðs. „Þegar best lét tókum við á móti 9.000 bílum. Við erum að nálgast það sem við reiknuðum með að við ættum að taka á móti á hverju ári. Þetta er eðlileg endurnýjunarþörf,“ segir Guðlaugur. Hann bendir á að lífaldur bíla hafi hækkað eftir hrun. Árið 2007 var meðalaldur bíla sem kom til förgunar 13,9 ár en stendur nú í 14,8 árum. Hann segir skráningu á ökutækjum góða hér á landi. Þá spili inn í að bílar hverfi ekki svo glatt, enda ekki hægt að keyra yfir landamæri. „Það er talið að afskráðir bílar í Evrópu séu um sex milljónir árlega. Af þeim skila sér bara fjórar milljónir rétta boðleið. Tvær milljónir hverfa. Menn keyra þetta yfir til Austur-Evrópu, Rússlands eða suður til Miðjarðarhafsins og þaðan yfir til Afríku.“ Á Íslandi er 20 þúsund króna skilagjald á bifreið sem fer til förgunar. Svipað fyrirkomulag og á gosflöskum. „Við settum þetta skilagjald á til að standa undir því að þú lendir ekki í neinum kostnaði við að koma bílnum í förgum. Ef það gengur allt vel þá eyðir þú þessu bara í bjór og vitleysu,“ segir Guðlaugur. Fura málmendurvinnsla er sú eina á landinu sem starfrækir járntætara af þeirri stærðargráðu sem þar er. Tætarinn kom hingað til lands árið 1990 og er fljótur að tæta í sig heilu bílflökin. Brotajárnið er svo selt í járnblendi til útlanda. Fura sendir frá sér 4.500 tonn í einu af járnarusli tvisvar til þrisvar sinnum á ári. Úlfar Haraldsson, fjármálastjóri Furu, tekur eftir fækkuninni sem orðið hefur á bílum til förgunar. Áður fyrr hafi oft lítið verið að bílum sem komu til förgunar. „Menn keyrðu bara bílinn inn, búnir að fá nóg af honum.“Hann segir að það falli þó alltaf eitthvað til. „Það er orðin meiri umhverfisvitund þannig að menn eru farnir að nýta hlutina betur og koma þeim í réttan farveg. Með förgun ertu að endurvinna í stað þess að grafa í jörðina.“ Verð á brotajárni hefur hríðfallið síðustu misseri og það hefur áhrif á afkomu fyrirtækisins. Úlfar hefur samt ekki miklar áhyggjur af því. Fyrirtækið sé nógu stöndugt til að ráða við verðhrunið. „Þetta eru bara bylgjur. Nú er spurning hvort ég held í mér að senda út þar til verðið hækkar eitthvað aftur.“ Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Guðlaugur G. Sverrisson Bílum sem sendir eru til förgunar ár hvert hefur fjölgað. Fjöldinn féll við efnahagshrunið 2008 en er við það að ná jafnvægi að mati Guðlaugs Sverrissonar, rekstrarstjóra Úrvinnslusjóðs. „Þegar best lét tókum við á móti 9.000 bílum. Við erum að nálgast það sem við reiknuðum með að við ættum að taka á móti á hverju ári. Þetta er eðlileg endurnýjunarþörf,“ segir Guðlaugur. Hann bendir á að lífaldur bíla hafi hækkað eftir hrun. Árið 2007 var meðalaldur bíla sem kom til förgunar 13,9 ár en stendur nú í 14,8 árum. Hann segir skráningu á ökutækjum góða hér á landi. Þá spili inn í að bílar hverfi ekki svo glatt, enda ekki hægt að keyra yfir landamæri. „Það er talið að afskráðir bílar í Evrópu séu um sex milljónir árlega. Af þeim skila sér bara fjórar milljónir rétta boðleið. Tvær milljónir hverfa. Menn keyra þetta yfir til Austur-Evrópu, Rússlands eða suður til Miðjarðarhafsins og þaðan yfir til Afríku.“ Á Íslandi er 20 þúsund króna skilagjald á bifreið sem fer til förgunar. Svipað fyrirkomulag og á gosflöskum. „Við settum þetta skilagjald á til að standa undir því að þú lendir ekki í neinum kostnaði við að koma bílnum í förgum. Ef það gengur allt vel þá eyðir þú þessu bara í bjór og vitleysu,“ segir Guðlaugur. Fura málmendurvinnsla er sú eina á landinu sem starfrækir járntætara af þeirri stærðargráðu sem þar er. Tætarinn kom hingað til lands árið 1990 og er fljótur að tæta í sig heilu bílflökin. Brotajárnið er svo selt í járnblendi til útlanda. Fura sendir frá sér 4.500 tonn í einu af járnarusli tvisvar til þrisvar sinnum á ári. Úlfar Haraldsson, fjármálastjóri Furu, tekur eftir fækkuninni sem orðið hefur á bílum til förgunar. Áður fyrr hafi oft lítið verið að bílum sem komu til förgunar. „Menn keyrðu bara bílinn inn, búnir að fá nóg af honum.“Hann segir að það falli þó alltaf eitthvað til. „Það er orðin meiri umhverfisvitund þannig að menn eru farnir að nýta hlutina betur og koma þeim í réttan farveg. Með förgun ertu að endurvinna í stað þess að grafa í jörðina.“ Verð á brotajárni hefur hríðfallið síðustu misseri og það hefur áhrif á afkomu fyrirtækisins. Úlfar hefur samt ekki miklar áhyggjur af því. Fyrirtækið sé nógu stöndugt til að ráða við verðhrunið. „Þetta eru bara bylgjur. Nú er spurning hvort ég held í mér að senda út þar til verðið hækkar eitthvað aftur.“
Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Fleiri fréttir Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“