Í gær tilkynnti Facebook, eigandi Instagram frá því árið 2012, að yfir 400 milljón virkir notendur væru nú á Instagram. Þetta þýðir að Instagram sé orðið mun vinsælla en Twitter, sem er með 300 milljón virka notendur.
Á síðustu afkomutilkynningu Twitter, fyrr í sumar, greindu framkvæmdastjórinn Jack Dorsey og fjármálastjórinn Anthony Noto frá því að erfitt hafi verið að fjölga notendum á samfélagsmiðlinum. Hingað til hafa þeir þó ekki lagt fram tillögur um hvernig þeir ætli sér að fjölga þeim.
Instagram notendum fjölgar hins vegar ört og hefur notendafjöldi rúmlega tvöfaldast frá því í ársbyrjun 2014.
Instagram mun vinsælla en Twitter
