Dapurleg viðbrögð við ályktun borgarstjórnar Einar Ólafsson skrifar 23. september 2015 13:21 Viðbrögð við ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur um bann við viðskipti við Ísrael eru athyglisverð og því miður dapurleg. Mannréttindabrot Ísraels gagnvart Palestínumönnum eru geigvænleg: síendurteknar mannskæðar loftárásir á Gaza, aðskilnaðarmúrinn mikli, sífelld truflun á daglegu lífi Palestínumanna, eyðilegging ólífutrjáa hjá palestínskum ólífubændum og landrán í hinum svokölluðu landnemabyggðum, svo fátt eitt sé nefnt. Að mörgu leyti má líkja stefnu ísraelskra stjórnvalda við aðskilnaðarstefnuna í Suður-Afríku á sínum tíma, apartheid-stefnuna. En auk mannréttindabrota innan Ísraelsríkis koma árásir og áreiti yfir landamærin, yfir á sjálfstæð landsvæði Palestínumanna. Efnahagsþvinganir og viðskiptabönn eru umdeildar aðferðir gagnvart yfirgangi ríkja eða mannréttindabrotum innan ríkja, bæði hvað varðar gagnsemi þeirra og réttlætingu að öðru leyti. Á árunum 1990 til 2003 var í gildi viðskiptabann að frumkvæði Bandaríkjanna gagnvart Írak. Ástæða þess var mjög umdeilanleg en það má vera nokkuð ljóst að gagnsemi þess var mjög lítil. Írak var ekki lýðræðisríki og valdamenn þar létu sér í léttu rúmi liggja þótt viðskiptabannið bitnaði á almenningi, sjálfir voru þeir meira og minna tryggir gagnvart afleiðingum þess. Þetta viðskiptabann kom mjög þungt niður á almenningi í Írak sem átti sér enga möguleika að bregðast við því með því t.d. að knýja stjórnvöld heima fyrir til stefnubreytingar. Ég veit ekki hvort einhver af þeim sem nú gagnrýna ákvörðum borgarstjórnar Reykjavíkur hvað harðast talaði gegn því viðskiptabanni á sínum tíma. Kannski einhverjir, en ábyggilega ekki margir. Ísland tekur þátt í þvingunum gagnvart Rússlandi vegna afstöðu Rússa í Úkraínu og innlimun Krímskagans. Þær aðgerðir eru réttlættar með innlimun Krímskagans, það sé fáheyrt að ríki innlimi hluta af öðru ríki og við því verði að bregðast. Íslensk stjórnvöld taka einarðlega þátt í þessum aðgerðum þótt það stórskaði viðskiptahagsmuni Íslands. En á meðan er litið fram hjá því, að eftir að Ísrael var stofnað árið 1948, með því að taka undir það hátt í helming þess lands sem hafði tilheyrt Palestínumönnum, hefur Ísrael lagt undir sig um helming þess lands sem Palestínumönnum var þá látið eftir, hernumið mikinn hluta þess lands sem þá var eftir og heldur enn áfram að leggja undir sig land Palestínumanna með landnemabyggðunum í trássi við alþjóðalög. Enn eru um 5 milljónir af 8 milljónum Palestínumanna flóttamenn sem hafa samkvæmt alþjóðalögum fullan rétt til að snúa aftur til heimkynna sinna. Þegar borgarstjórn Reykjavíkur vill bregðast við þessu með því að sniðganga ísraelskar vörur rjúka menn upp og tala hátt um þann skaða sem þessi ákvörðun borgarstjórnar valdi íslenskum hagsmunum. Gagnsemi efnahagsþvingananna gagnvart Rússlandi er ekki síður umdeilanleg en gagnsemi annarra slíkra aðgerða. En líklega er besta dæmið um gagnsemi slíkra þvingana þær sem beitt var gagnvart Suður-Afríku á sínum tíma til að uppræta apartheid-stefnuna. Þessar aðgerðir voru reyndar mjög víðtækar, þær voru bæði efnahagslegar og á sviði samskipta, svo sem menningarlegra og varðandi íþróttakeppnir. Að þeim stóðu Sameinuðu þjóðirnar, einstök ríki, þ.á.m. Bandaríkin, og ýmis félagasamtök á sviði menningar og íþrótta. Ísrael er að mörgu leyti sambærilegt við Suður-Afríku þess tíma. Ríkið er lýðræðisríki gagnvart þeim hluta íbúa sem ekki er kúgaður og bæði stjórnvöld og þjóðin telja sig í hópi vestrænna samfélaga. Vegna þessa eðlis Suður-Afríku virkaði viðskipta- og samskiptabannið á sínum tíma og þess vegna má ætla að samsvarandi aðgerðir gagnvart Ísrael gætu virkað. Vestræn ríki eru hins vegar treg til að hafa frumkvæði að þeim og þess vegna er mikilvægt að almenningur, félagasamtök og t.d. sveitarstjórnir taki frumkvæðið. Það má auðvitað deila um gagnsemi aðgerða á borð við þær sem borgarstjórn ákvað með samþykkt sinni. En hin neikvæð viðbrögð sýna í flestum tilvikum dapurlegan tvískinnung og afneitun gagnvart þeirri alvöru sem felst í þeim mannréttindabrotum og stríðsglæpum sem ísraelsk stjórnvöld hafa stundað áratugum saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Viðbrögð við ákvörðun borgarstjórnar Reykjavíkur um bann við viðskipti við Ísrael eru athyglisverð og því miður dapurleg. Mannréttindabrot Ísraels gagnvart Palestínumönnum eru geigvænleg: síendurteknar mannskæðar loftárásir á Gaza, aðskilnaðarmúrinn mikli, sífelld truflun á daglegu lífi Palestínumanna, eyðilegging ólífutrjáa hjá palestínskum ólífubændum og landrán í hinum svokölluðu landnemabyggðum, svo fátt eitt sé nefnt. Að mörgu leyti má líkja stefnu ísraelskra stjórnvalda við aðskilnaðarstefnuna í Suður-Afríku á sínum tíma, apartheid-stefnuna. En auk mannréttindabrota innan Ísraelsríkis koma árásir og áreiti yfir landamærin, yfir á sjálfstæð landsvæði Palestínumanna. Efnahagsþvinganir og viðskiptabönn eru umdeildar aðferðir gagnvart yfirgangi ríkja eða mannréttindabrotum innan ríkja, bæði hvað varðar gagnsemi þeirra og réttlætingu að öðru leyti. Á árunum 1990 til 2003 var í gildi viðskiptabann að frumkvæði Bandaríkjanna gagnvart Írak. Ástæða þess var mjög umdeilanleg en það má vera nokkuð ljóst að gagnsemi þess var mjög lítil. Írak var ekki lýðræðisríki og valdamenn þar létu sér í léttu rúmi liggja þótt viðskiptabannið bitnaði á almenningi, sjálfir voru þeir meira og minna tryggir gagnvart afleiðingum þess. Þetta viðskiptabann kom mjög þungt niður á almenningi í Írak sem átti sér enga möguleika að bregðast við því með því t.d. að knýja stjórnvöld heima fyrir til stefnubreytingar. Ég veit ekki hvort einhver af þeim sem nú gagnrýna ákvörðum borgarstjórnar Reykjavíkur hvað harðast talaði gegn því viðskiptabanni á sínum tíma. Kannski einhverjir, en ábyggilega ekki margir. Ísland tekur þátt í þvingunum gagnvart Rússlandi vegna afstöðu Rússa í Úkraínu og innlimun Krímskagans. Þær aðgerðir eru réttlættar með innlimun Krímskagans, það sé fáheyrt að ríki innlimi hluta af öðru ríki og við því verði að bregðast. Íslensk stjórnvöld taka einarðlega þátt í þessum aðgerðum þótt það stórskaði viðskiptahagsmuni Íslands. En á meðan er litið fram hjá því, að eftir að Ísrael var stofnað árið 1948, með því að taka undir það hátt í helming þess lands sem hafði tilheyrt Palestínumönnum, hefur Ísrael lagt undir sig um helming þess lands sem Palestínumönnum var þá látið eftir, hernumið mikinn hluta þess lands sem þá var eftir og heldur enn áfram að leggja undir sig land Palestínumanna með landnemabyggðunum í trássi við alþjóðalög. Enn eru um 5 milljónir af 8 milljónum Palestínumanna flóttamenn sem hafa samkvæmt alþjóðalögum fullan rétt til að snúa aftur til heimkynna sinna. Þegar borgarstjórn Reykjavíkur vill bregðast við þessu með því að sniðganga ísraelskar vörur rjúka menn upp og tala hátt um þann skaða sem þessi ákvörðun borgarstjórnar valdi íslenskum hagsmunum. Gagnsemi efnahagsþvingananna gagnvart Rússlandi er ekki síður umdeilanleg en gagnsemi annarra slíkra aðgerða. En líklega er besta dæmið um gagnsemi slíkra þvingana þær sem beitt var gagnvart Suður-Afríku á sínum tíma til að uppræta apartheid-stefnuna. Þessar aðgerðir voru reyndar mjög víðtækar, þær voru bæði efnahagslegar og á sviði samskipta, svo sem menningarlegra og varðandi íþróttakeppnir. Að þeim stóðu Sameinuðu þjóðirnar, einstök ríki, þ.á.m. Bandaríkin, og ýmis félagasamtök á sviði menningar og íþrótta. Ísrael er að mörgu leyti sambærilegt við Suður-Afríku þess tíma. Ríkið er lýðræðisríki gagnvart þeim hluta íbúa sem ekki er kúgaður og bæði stjórnvöld og þjóðin telja sig í hópi vestrænna samfélaga. Vegna þessa eðlis Suður-Afríku virkaði viðskipta- og samskiptabannið á sínum tíma og þess vegna má ætla að samsvarandi aðgerðir gagnvart Ísrael gætu virkað. Vestræn ríki eru hins vegar treg til að hafa frumkvæði að þeim og þess vegna er mikilvægt að almenningur, félagasamtök og t.d. sveitarstjórnir taki frumkvæðið. Það má auðvitað deila um gagnsemi aðgerða á borð við þær sem borgarstjórn ákvað með samþykkt sinni. En hin neikvæð viðbrögð sýna í flestum tilvikum dapurlegan tvískinnung og afneitun gagnvart þeirri alvöru sem felst í þeim mannréttindabrotum og stríðsglæpum sem ísraelsk stjórnvöld hafa stundað áratugum saman.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun